Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 53

Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 53
FIMMTUDAGUR 30. október 2008 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS N1 verslanir um allt land: Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Akranesi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Höfn, Reyðarfirði og Ólafsvík. N1 – Meira í leiðinni. Komdu núna. Tilboðin gilda til 15. nóvember. FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA! F í t o n / S Í A TILBOÐ 4.755,- 6.998,- Hella 156mm vinnuljós 010 1G3003710021 TILBOÐ 18.675,- 23.604,- Hella Luminator Chrome kastari 010 1F8007560131 TILBOÐ 11.825,- 20.119,- Hella Rallye 3000 kastari 010 1F8006800321 20% AFSLÁTTU R Öll vasaljó s 15% AFSLÁTTUR Allir aðrir kastarar 25% AFSLÁTTUR Allar bílaperur 25% AFSLÁTTUR Halogen í Xenon breytisett Hleðslutæki 906 0180120 TILBOÐ 3.995,- 6.900,- 30% AFSLÁTTUR Sonluk rafhlöður LJÓSIÐ Í MYRKRINU! Hella ljós, kastarar og fleira á frábæru verði. Flestir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi á meðal frum- sýningarmynda helgarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum, enda fara efnistök þeirra um víðan völl. Fyrsta ber að nefna dans- og söngvamyndina High School Musi- cal 3, en í henni segir frá þeim Troy og Gabrielu sem eru á síðasta ári í menntaskóla. Þau eru afar náin, en sjá fram á aðskilnað þar sem að þau stefna að háskólanámi hvort í sínum landshluta hinna ógnarstóru Bandaríkja. Myndin er með einkunnina 3,4 af 10 hjá vef- síðunni www.imdb.com en 66% hjá www.rottentomatoes.com. Myndin Where in the World Is Osama bin Laden er gamansöm heimildarmynd um leit Morgans Spurlock, náungans sem tókst á við skyndibitafæðismenninguna í hinni eftirminnilegu Supersize Me, að hryðjuverkamanninum Osama bin Laden. Myndin fær einkunnina 6,8 af 10 hjá www. imdb.com og 37% hjá www.rot- tentomatoes.com. Quarantine er hrollvekja í anda Blair Witch Project. Skelfileg sýk- ing hrjáir íbúa íbúðarhúss í Los Angeles og er húsið því sett í sótt- kví með ógurlegum afleiðingum. Myndin fær einkunnina 6,3 af 10 hjá www.imdb.com og 59% hjá www.rottentomatoes.com. - vþ QUARANTINE Óhugnanlegir atburðir eiga sér stað í húsi sem sett er í sóttkví í Los Angeles. Hrollur, hryðjuverk, dans og söngur Samkvæmt bandaríska slúðurtímaritinu Star eru komnir brestir í samband Brad Pitt og Angelinu Jolie. Ástæðan er sögð vera óþægilega mikill áhugi leikarans á mótleikkonu sinni, Diane Kruger. Pitt og Kruger eru að leika í nýjustu kvikmynd Quentins Tarantino, Inglorious Bastards, og fara tökur fram í Berlín. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eiga Íslendingar sinn fulltrúa þar því Heba Þórisdóttir er yfirmaður förðunardeildar kvikmyndarinnar. Star segir að Angelina sé hrikalega afbrýðisöm og greinir jafnframt frá því að Kruger eigi sér þann draum heitastan að eiga nótt með Brad Pitt. Ef þetta verður jafnmikill fjölmiðlasirkus og í kringum síðustu sambandsslit Brad Pitt má reikna með því að Baltasar Kormák klæi núna í lófana. Því Kruger leikur jafnframt aðalhlutverkið í kvikmynd hans, Inhale, sem fengi þá aðeins meiri athygli en reikna mætti með. Brestir hjá Brangelínu KRUGER Er sögð vera á höttunum eftir næturgamni með Brad Pitt, Angelinu Jolie til mikillar gremju. „Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning,“ segir Óttarr Proppé, söngv- ari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvik- myndahátíðinni í janúar. Bandarísk kona sem tengist mynd- inni og var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control hérlendis heyrði Dr. Spock spila á Prikinu á Airwaves-hátíðinni og heillaðist undir eins. „Hún sá strax fyrir nákvæmlega senuna í myndinni og hvar þetta átti að vera,“ segir Óttarr. Lögin sem um er að ræða eru annars vegar Gömlu dansarnir og nýju dansarnir og hins vegar ann- aðhvort Fálkinn eða Fyrri heims- styrjöldin og seinni heimsstyrj- öldin. Verða þau öll á næstu plötu Dr. Spock sem er væntanleg upp úr miðjum nóvember. Óttarr segist ekki hafa átt von á því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. „Maður er orðinn vanur því að tala við svo marga útlendinga um svo margt á Airwaves og oft kemur ekkert út úr því. Þetta gerðist hins vegar talsvert hraðar en maður er vanur.“ Hann tekur þó fram að enn sé ekkert í hendi, enda geti hlutirnir verið fljótir að breytast í kvikmyndabransanum. „Við eigum eftir endanlega að skrifa undir samninga og hlutirnir geta enn þá breyst.“ Gangi þetta eftir verður þetta í fyrsta sinn sem Dr. Spock á lag í erlendri kvikmynd en hér heima hefur hún nýlokið við þátttöku sína í annarri hryllingsmynd, Reykjavík Whale Watching Massacre, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að einn af leikur- unum í Boston Girls er Danny Trejo, sem hefur túlkað óþokka í fjölda hasarmynda í gegnum tíð- ina. Má þar nefna Con Air, From Dusk Till Dawn, Heat og hina væntanlegu Sin City 2. freyr@frettabladid.is Spock í erlendri hryllingsmynd DR. SPOCK Rokkararnir í Dr. Spock munu líklega eiga tvö lög í hryllings- myndinni Boston Girls sem verður frumsýnd í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANNY TREJO Trejo, sem hefur túlk- að fjölda óþokka í gegnum tíðina, leikur í myndinni Boston Girls.NO R D IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.