Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 16
16 30. október 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 668 622 800 949 1.058 1.421 Útgjöldin > Sokkabuxur á konur. Verðlag í ágústmánuði hvers árs. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 Stundum er bara eins og peningarnir fuðri upp, sama hvað maður reynir að spara. Jón Sigurðsson komst að kjarna vandans og gerði ráðstafanir. Hann skrifar: „Fyrir rúmlega ári ákvað ég að taka til í fjármál- unum hjá mér. Ég var og er með þokkaleg laun en einhvern veginn hurfu þau alltaf. Ég hreinlega vissi ekki hvert peningarnir fóru. Eftir að ég var búinn að greiða reikningana (og þá sérstaklega Visa) var aldrei neitt eftir. Þá fékk ég það snilldarráð frá skyldmenni, vönum þjónustufulltrúa hjá sparisjóði úti á landi, að hætta alveg að nota kortin. Ekki bara kreditkortið heldur debetkortið líka, því hvers konar kortavið- skipti eyðileggja tilfinningu manns fyrir peningum. Ég ákveð hversu miklum peningi ég ætla að eyða, til dæmis í hverri viku, og tek hann út í bankanum. Kortin skil ég svo eftir læst niðri heima.“ Þessi aðgerð bar tilætlaðan árangur fyrir Jón – „Það er svo miklu miklu erfiðara að rétta fram hvern fimm þúsund kall í peningum heldur en að rétta fram kortið. Ég fékk líka fljótt á tilfinninguna hvað hlutirnir kostuðu, hvar ég væri að eyða of miklu og velti því líka miklu frekar fyrir mér hvað hlutirnir kostuðu. Hver hefði trúað því að ég væri að eyða um 4.000 kalli á mánuði í ropvatn með bragðefni? Og það er svo sárt að rétta fram alla þessa þúsundkalla fyrir bensínið að ég er á gamals aldri farinn að taka strætó stöku sinnum til að spara smá. Ef fólk vill fá aftur tilfinningu fyrir peningnum – og ég ábyrgist að þegar maður fær tilfinningu fyrir peningnum sker maður ósjálfrátt á óþarfann – þá mæli ég með þessu.“ Neytendur: Að fá tilfinningu fyrir peningum Þetta er einfalt: Leggðu kortinu ERFIÐARA AÐ EYÐA REIÐUFÉ EN ÚT Á KORT Ef þú vilt fá tilfinningu fyrir peningum skaltu leggja kortinu. ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is „Verstu kaupin er gylltur kjóll sem ég keypti í Þremur hæðum og hann var rándýr,“ segir Þórey Berg- ljót Magnúsdóttir listakona, eða Æja, sem segist aldrei hafa farið í þennan fína kjól, þrátt fyrir að hafa mátað hann tíu sinnum. Eftir allt saman fannst henni kjóllinn aðeins of skrautlegur í sínum gyllta lit til að ganga í honum. „Hann hangir enn inni í skáp og það eru fáir sem hafa fengið að sjá hann en kannski maður fari að ganga í honum núna, svona til að lífga upp á skamm- degið,“ segir Æja, en ekki veitir af að finna eitthvað glaðlegt og líflegt þegar dag- ana tekur að stytta og minna sést til sólar. „Ég hef verið að kíkja á hann og athuga hvort ég geti ekki gert eitthvað við hann.“ Bestu kaupin segir Æja að séu stígvélin sem hún var í einmitt þegar viðtalið var tekið. „Þetta eru stígvél sem ég keypti fyrir fjórum árum og þarf að fara og láta sóla í fjórða skiptið,“ segir Æja. Hún segir að skórnir séu nokkuð grófir að sjá: „Ég er svolítið eins og hermaður í þeim.“ En þeir hafa þó fengið að fylgja henni víða, bæði innanlands og utan, hvort sem er í hita eða kulda, við að skemmta sér eða bara dags daglega. Hvert sem tilefnið er bregðast skórnir aldrei. NEYTANDINN: ÆJA LISTAKONA Aldrei farið í gyllta, rándýra kjólinn Neytendasamtökin bjóða í dag upp á námskeið í heimilis- bókhaldi og neytenda- rétti. Um er að ræða kennslu í heimilisbókhaldi og áætlanagerð auk þess sem farið verður yfir réttindi og skyldur neytenda. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja hafa góða yfir- sýn yfir fjármálin og auka neytenda- vitund sína, en heimilisbókhald það sem notað verður er aðgengilegt á heimasíðu Neytendasamtakanna. Námskeiðið verður haldið í dag klukkan 18.30 til 21 og mánudaginn 17. nóvember, á sama tíma. Ókeypis er fyrir félagsmenn Neytendasam- takanna en utanfélagsmenn greiða 4.000 krónur. ■ Neytendur Námskeið í fjármál- um og neytendarétti Litlatúni 3 • Gardabær • 517 4806 www.ilsejacobsen.dk STÍGVÉL 21.900 KR GÓÐ HÚSRÁÐ: OSTUR Í SNEIÐUM ■ Ómar Eyþórsson útvarpsmaður á X-977 kann einfalt sparnaðarráð sem hefur reynst honum vel í gegnum tíðina. „Það er sniðugt að kaupa ost í sneiðum því annars lendir restin af oststykkinu alltaf í klessu,“ segir Ómar þegar hann er beðinn um að nefna gott húsráð en eins og flestir hafa fengið að kynnast þá er ostur fremur dýrt góðgæti og leiðinlegt að henda hluta af honum og vont fyrir budduna. „Ég hef örugglega hent hálfu tonni af osti áður en ég uppgötvaði sneiðarnar. Svo eru þær bara svo þykkar og góðar,“ segir Ómar en nefnir einnig að það að þiggja matarboð bjóði ekki aðeins upp á fínan og upplífgandi félagsskap heldur líka lægri matarreikning. Stýrivaxtahækkun Seðla- bankans hefur bein áhrif á íslensk heimili. Áhrifin eru augljós á skammtíma- lán, verðtryggð lán og yfirdráttarvexti en minni á íbúðarlán þar sem í flestum tilfellum bera slík lán fasta vexti. Um áramótin er búist við hækkun dráttarvaxta. „Hækkun stýrivaxta Seðlabank- ans hefur bein áhrif á yfirdráttar- vextina,“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Hún segir að vaxtahækk- unin muni einnig fljótlega hafa bein áhrif á önnur óverðtryggð skammtímalán eins og til dæmis raðgreiðslur. Þetta komi til þar sem bankar og sparisjóðir geti að vild breytt vaxtatöflum sínum fyrir þess háttar lán. Henný segir flest íbúðalán bera fasta vexti svo líklega megi búast við að til skamms tíma hafi stýri- vaxtahækkunin lítil bein áhrif á afborganir þeirra. „Svo getur stýrivaxtahækkunin skilað sér með óbeinni hætti á öðrum stöðum,“ segir Henný. Und- irliggjandi áhrif hækkunarinnar séu til dæmis verðhækkanir hjá fyrirtækjum. „Hækkunin getur haft áhrif á fjármagnskostnað fyr- irtækjanna og þá er hætta á að það skili sér að einhverju leyti út í verðlag,“ segir Henný. Dráttarvextir eru nú 26,5 pró- sent en samkvæmt lögum má aðeins breyta dráttarvöxtum tvisvar á ári, um áramót og í júní. Miðað hefur verið við að dráttar- vextir séu ell- efu prósentu- stigum hærri en stýrivextir Seðlabankans. Ef stýrivextir verða enn 18 prósent í byrjun árs má búast við að dráttarvextir hækki í 29 pró- sent. Henný segir að gangi þetta eftir muni kostnaður heimilanna vegna vanskila augljóslega verða meiri en nú. Hún óttast að það aukist að fólk lendi í greiðsluerfiðleikum. Við bætist að líklegt sé að um ára- mótin fari uppsagnir að taka gildi og það auki enn á erfiðleika heim- ilanna. olav@frettabladid.is Stýrivaxtahækkun hef- ur bein áhrif á yfirdrátt HENNÝ HINZ Allur gangur er á hversu mikið fólk er með í yfirdrátt. Samkvæmt upplýsing- um frá Seðlabankanum nam yfirdráttur íslenskra heimila alls 75,2 milljörð- um króna í lok ágúst. Íslendingar greiða því um 16,5 milljarða í yfirdrátt- arvexti á ári. Ef vaxtahækkunin skilar sér að fullu í vexti yfirdráttarlána má búast við að greiðslur af yfirdráttarlánum hækki í 21 miljarð eða um 4,5 milljarða á ári. Hækkunin nemur því um 375 milljónum á mánuði eða um 1.600 krónum á mánuði á hvern íslending, átján ára og eldri. MILLJARÐA HÆKKUN Á YFIRDRÆTTI Vextir af yfirdráttarlánum hjá Glitni voru 22 prósent 21. október síðastliðinn. Ef 6 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans skilar sér að fullu munu vextir af yfirdráttarlánum hækka úr 22 prósentum í 28 prósent á ársgrundvelli. Fyrir breytingu kostar því yfirdráttur af einni milljón í eitt ár 220 þúsund krónur miðað við 22 prósent vexti. Eftir breytingu kostar sami yfir- dráttur, 280 þúsund krónur. Kostnað- araukning er því 60 þúsund á ári. AUKINN KOSTNAÐUR VEGNA YFIRDRÁTTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.