Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 30. október 2008 21 UMRÆÐAN Víglundur Þorsteinsson skrifar um krónu og evru Sæll, Þorsteinn. Mér datt í hug að senda þér gerðina um evruna og ESCB- samstarfið og útlistunina á ECB, Seðlabanka Evrópu, til skoðunar. Mér sýnist öll íslensk umræða um evru og þá björgun sem í henni væri fólgin á miklum villuslóðum. Það er ljóst að myntsamstarfið grundvallast á sjálfstæðum seðlabönkum ESCB sem halda hver um sig á sínum gjaldeyrisforða en ECB er lítið annað en samræmingarvettvangur og eins konar þjóðhagsstofnun. Allir sem vilja sjá og heyra vita að á leiðtogafundinum í París 4. okt. sl. hafnaði Merkel samstöðu og lýsti því afdráttarlaust yfir að gjaldeyrisvarasjóður Bundes- bank væri til að bjarga þýskum og engum öðrum. Á fundi í Lúxemborg 7. október og í París 12. október voru gerðar endur- nýjaðar tilraunir til sameigin- legrar stefnumótunar en án árangurs. Staðreynd mála er einföld í Evrulandi í dag. Hver seðlabanki rær einn á báti. Þjóðverjar hafa hafnað sameiginlegri stefnu og ríkisstjórn- ir í Evrulandi hafa þurft að gefa út mismunandi ábyrgðir á spariinnstæðum frá einu landi til annars. Nokkuð sem að sjálfsögðu ógnar innbyrðis stöðu banka- kerfanna í Evrulandi, en reynt er að láta líta svo út að allir séu vinir. Reynið að gera eins og ég, segir Angela, og þá heldur fólk kannski að við séum með eina stefnu. Skrif og umfjöllun íslenskra fjölmiðla um þessi málefni eru hættulega fátæk og rýr. Þess verður að vænta að fjölmiðlar taki sig saman og myndist til vandaðrar og grundaðrar umfjöllunar sem byggist á upp- lýstum frásögnum og greiningum á veruleikanum í þessum efnum. Það gengur ekki að hver éti upp eftir öðrum vitleysuna í málinu. Bankar í Evrulandi fara á hausinn jafnt sem hér og ríkisstjórnir í hverju landi fyrir sig þurfa að bera þær byrðar óstuddar án Evrusamhjálpar. Það er nefnilega svo að hér er hver sjálfum sér næstur og þjóðir Evrulands geta ekkert annað eftir synjun Þjóðverja um samstöðu. Að bjóða okkur upp á þann boðskap að í evrunni sé fólgin björgun okkar Íslendinga er að bregða upp villuljósi fyrir þjóðina. Um þessi mál er enn margt ósagt og kemur að því þegar rykið sest vegna núverandi bráðavanda að fjalla betur um þessi mál, skiptir þá miklu að umræðan grundvallist á rökum og raunveruleika en ekki draumum og óskhyggju. Að lokum vil ég vekja athygli þína og lesenda Fréttablaðsins á bloggskrifum Gunnars Rögnvaldssonar á mbl.is. Að mínu mati eru hans skrif það raunsæjasta í íslenskri umfjöllun um málin og vert að vekja athygli á þeim í þínu blaði sem er svo miklu útbreiddara en Morgunblaðið. PS. Evrugerðina er að finna á vefnum undir ecb.eu fyrir þá sem vilja kynna sér hana. Höfundur er stjórnarformaður BM-Vallár. Opið bréf til Þorsteins Pálssonar VÍGLUNDUR ÞOR- STEINSSON UMRÆÐAN Matthías Imsland skrifar um ferðaþjónustu Margir horfa í forundran á þá skyndilegu breytingu sem orðið hefur á undirstöðum íslensks atvinnulífs. En við megum ekki leggja árar í bát. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að sjá þau tækifæri sem landið býður upp á og standa saman í því að nýta þau. Við þurf- um að spyrja okkur á hvaða sviðum við getum sótt fram. Hvernig getum við vegið upp á móti sam- drættinum í bankastarfsemi og vöruinnflutn- ingi? Ég er ekki í vafa um hvert svarið er. Það er ferðaþjónusta. Ég hef lengi verið sannfærð- ur um að Íslendingar geti, á örfá- um árum, tvöfaldað tekjur sínar af ferðamennsku. En þetta krefst átaks á mörgum sviðum. Við þurfum áframhaldandi virka samkeppni í farþegaflutning- um til og frá landinu og við þurfum að efla enn frekar okkar ferðaþjón- ustu. Lengi má gott bæta og engin markaðssetning jafnast á við það, að sinna þeim það vel sem hingað koma, að þeir fari ánægðir heim. Og mæli í kjölfarið með Íslands- ferð við vini, fjölskyldu og sam- starfsfélaga. Ég tel að með samstilltu mark- aðsátaki yfirvalda og ferðaþjón- ustufyrirtækja á erlendri grund megi auka fjölda ferðamanna um 15–25% strax á næsta ári. Við höfum byggt mikið af nýju gisti- rými á undanförnum árum og með því að lengja háannatímann og fjölga ferðamönnum árið um kring fáum við betri nýtingu á þessa fjár- festingu. Við erum svo lánsöm að búa í landi sem marga dreymir um að heimsækja. Aldrei hefur verið jafn- brýnt að nýta hvað landið er eftir- sóttur áfangastaður og færa björg í bú fyrir nokkra erfiða vetur hér á Íslandi. Í dag skapar ferðaþjónust- an 13% af gjaldeyristekjum þjóðar- innar. En hún getur hæglega skap- að mun meira. Nú þarf að nýta alla möguleika. Við þurfum fleiri störf. Við þurfum að skapa tekjur til að fjármagna nýsköpun og menntun á næstu árum. Til að búa okkur sem best undir það að sækja fram á öllum sviðum. Sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég veit að mitt duglega starfsfólk er klárt í slaginn. Höfundur er forstjóri Iceland Express. Tækifærin á Íslandi MATTHÍAS IMSLAND Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.