Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. október 2008 3 Lögð er áhersla á skilning, sam- kennd og lífsgleði í námskeiðum Ljóssins á Langholtsvegi 43, að sögn Óskar iðjuþjálfa. „Ég legg ýmis samskiptaverkefni fyrir krakkana,“ segir hún og telur upp leiki og þrautir. „Við byrjum á að efla traustið og það er reynt að gera allt að ævintýri, vera í fal- legu umhverfi og skemmta sér.“ Þetta hljómar skátalega enda kveðst Ósk hafa verið í skátunum í gamla daga. „Sem iðjuþjálfi hef ég svo sérhæft mig í ævintýra- meðferð. Hún byggist upp á leikj- um eins og þeim sem notaðir eru í hópefli hjá fyrirtækjum til að bæta starfsanda og samheldni. Grunnhugmyndin er sú að vera í svolítið krefjandi aðstæðum og læra af þeim. Upplifa samkennd, samskipti og traust. Hugrekki og sjálfstraust eflist í gegnum verk- efnin og árangurinn nýtist börn- unum í daglegu lífi.“ Námskeiðin eru haldin í sam- vinnu við Foreldrahús og auk Óskar kenna þar Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur og list- meðferðarfræðingarnir Elísabet Lorange og Sigríður Birna Vals- dóttir. Eitt námskeið hefst 11. nóvember fyrir 10 til 13 ára og annað verður tvær helgar í nóv- ember fyrir 14 til 16 ára. Ósk segir þátttakendur deila erfiðri reynslu sem sé alvarlegur sjúk- dómur einhvers nákomins. „Nú fá krakkarnir athyglina og þeim er mikilvægt að finna að tekið sé tillit til þeirra í sambandi við veikindin í fjölskyldunni. Það gerir þá öruggari og þeir mynda sterkari tengsl við lífið í Ljós- inu.“ Ósk og samstarfsfólk hennar er að ljúka námskeiði fyrir sex til níu ára krakka. Einn tími er eftir og þá er foreldrum og systkinum boðið að taka þátt í skemmtileg- um verkefnum. Ósk segir gaman að sjá framfarirnar hjá krökkun- um. „Þeir hafa myndað gott traust, bæði til okkar leiðbein- endanna og hver til annars. Eru orðnir öruggari að tjá sig og taka þátt í öllu. Við heyrum líka á for- eldrum að þeim líði betur en áður.“ gun@frettabladid.is Efla samkennd og traust Ljósið heldur ókeypis námskeið fyrir börn og unglinga er eiga foreldra, systkini eða aðra nákomna ætt- ingja sem hafa greinst með krabbamein. Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi er meðal leiðbeinenda. Ósk (í lopapeysunni) hefur sérhæft sig í ævintýrameðferð sem eflir kjark og sjálfstraust. Með henni er Elísabet Lorange listmeð- ferðarfræðingur sem einnig kennir á námskeiðum Ljóssins. Við óskum Ávaxtabílnum til hamingju með Fjöreggið www.avaxtabillinn.is - fersk sending Við erum birgjarnir á bak við tjöldin: Er fyrirtækið þitt vaktað? Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting sem þú gerir í starfsmannamálum Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.