Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 30
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Matís og MPF Inc. vinna nú saman að þróun á hinu geysi- vinsæla sjávarfangi, surimi, úr vannýttum fisktegundum úr íslenskum sjó. „Það hefur lengi verið áhugi á van- nýttum fisktegundum á Íslandi til aukinnar verðmætasköpunar og nýtingu í surimi, sem er fiskprót- einmassi unninn úr fiski og annar ekki eftirspurn á heimsvísu,“ segir dr. Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri lífefna- deildar Matís. Matís og MPF Inc. í Banda- ríkjunum skrifuðu á dögunum undir sam- starfssamning milli fyrirtækjanna sem felur í sér sameiginleg- ar rannsóknir á þróun surimi úr vannýttum fisktegundum af Ís- landsmiðum. „MPF er bandarískt rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem heldur utan um einkaleyfi og tækni á ein- angrun próteina og notkun þeirra í matvælum, og rekur sex vinnslur vestra sem framleiða fiskprótein- massa á neytendamarkað,“ segir Hörður og bætir við að erfiðara sé að vinna surimi úr íslenskum kol- munna, síld og loðnu, en surimi er oftast framleitt úr hvítum fiski; einkum alaska-ufsa og lýsingi. „Því eru margar hindran- ir að yfirstíga, og nú hefur bæst við möguleiki á surimivinnslu úr makríl sem er nýr stofn við Ís- landsstrendur og íslenskir sjó- menn eru farnir að veiða mikið af, en enn óljóst hvernig við eigum að nýta,“ segir Hörður, sem í sam- starfi Matís og MPF hyggst nýta nýja tækni fyrirtækjanna til að ná fram hreinum og stöðugum prót- einum. „Með þeirri tækni ættum við að losna við þránunarbragð og halda góðum eiginleikum svo hægt sé að framleiða hreint og gott surimi, en það er von beggja fyrirtækja að á Íslandi rísi arðbær surimivinnsla innan fárra ára,“ segir Hörður. Markaður fyrir surimiafurðir hefur vaxið mjög að undanförnu og reiknað með að eftirspurn á þessu ári sé um 600.000 tonn, á meðan heimsframleiðsla er aðeins um 480.000 tonn. Í ljósi þeirra að- stæðna hefur verð á surimi tvö- faldast á einu ári. „Surimi er mikið notað í krabba- kjötslíki, sem er vinsælt hráefni til sushigerðar, en einnig gervihum- ar, gervirækjur og gervihörpu- skel. Surimi er þó ekkert gervihrá- efni, heldur góður fiskur, fullunn- inn með eggjahvítu, sterkju, sykri, sætuefnum, fosfati og salti. Það er einnig vinsælt í salatgerð, enda bragðgott og ríkulega búið góðum fiskprótein- um.“ Hörður segir næsta skref að hefja þróunar- vinnu á Íslandi, þar sem framleiðsla er fyrirhuguð í framtíð- inni, og ætti að skapa fjölda starfa innan eins til tveggja ára. „Aðalvinnan snýr að efna- fræði á bak við vinnslueiginleika og stöðugleika, en þetta þarf allt að vinna vel svo hægt sé að fara út í framleiðslu á gæðavöru til neyt- enda. Þetta yrðu alíslenskar afurð- ir með mikla möguleika á heims- vísu, en nýting vannýttra tegunda í arðbærar vörur er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg. Við þurf- um að leggja mikla vinnu í nýsköp- un í íslenskum sjávarútvegi og fá meira fyrir okkar góða hráefni. Samningurinn á því eftir að leggja mikið af mörkum.“ - þlg Sælgæti úr sjónum Dr. Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri lífefnadeildar Matís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þann munað að fara út að borða eiga kannski margir erfitt með að leyfa sér í dag. Veitingastað- urinn Rauðará hefur brugðist við með því að bjóða sérstaka þriggja rétta matseðla á verði einnar nautalundar. „Ég vil nú ekki kalla þetta kreppumatseðil en við erum að koma til móts við fólkið í land- inu. Að það geti farið út að borða huggulegan mat fyrir ekki allt of mikinn pening,“ segir Guðmund- ur Viðarsson, eigandi veitinga- staðarins Rauðarár. Maturinn er úr íslensku hráefni og hægt að fá saltfisk matreiddan á tvo vegu og seyði í bolla í for- rétt, í aðalrétt er kryddhjúpað lambaprime með brasseruðum lambaframparti og svo eftirrétti kvöldins eftir því hvað kokkunum dettur í hug. Annar matseðill býður upp á reyktan lax með humarsalati og avókadói í forrétt, ostafylltri grísalund með kartöflugratíni í aðalrétt og eftirrétti kvöldsins. Alls kosta þrír réttir 4.999 krón- ur. „Þetta ætlum við að keyra fram að jólahlaðborði en það tekur við í lok nóvember og desember. Ég hef ekki heyrt af öðrum veitinga- stöðum með svona tilboð og ef vel gengur er aldrei að vita nema við höldum þessu áfram að einhverju leyti.“ - rat Gott að borða á Rauðará Guðmundur Viðarsson, eigandi veit- ingastaðarins Rauðarár, býður upp á íslenskan tilboðsmatseðil í nóvember. FRÉTTALBAÐIÐ/ARNÞÓR Surimi er mikið notað í krabba- kjötslíki, sem er vinsælt hráefni til sushigerðar, en einnig gervihumar, gervirækjur og gervihörpuskel. Ótrúlegt verð! 1.795 kr. Ó ! · 1 2 0 8 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.