Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 30
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Matís og MPF Inc. vinna nú saman að þróun á hinu geysi- vinsæla sjávarfangi, surimi, úr vannýttum fisktegundum úr íslenskum sjó. „Það hefur lengi verið áhugi á van- nýttum fisktegundum á Íslandi til aukinnar verðmætasköpunar og nýtingu í surimi, sem er fiskprót- einmassi unninn úr fiski og annar ekki eftirspurn á heimsvísu,“ segir dr. Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri lífefna- deildar Matís. Matís og MPF Inc. í Banda- ríkjunum skrifuðu á dögunum undir sam- starfssamning milli fyrirtækjanna sem felur í sér sameiginleg- ar rannsóknir á þróun surimi úr vannýttum fisktegundum af Ís- landsmiðum. „MPF er bandarískt rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem heldur utan um einkaleyfi og tækni á ein- angrun próteina og notkun þeirra í matvælum, og rekur sex vinnslur vestra sem framleiða fiskprótein- massa á neytendamarkað,“ segir Hörður og bætir við að erfiðara sé að vinna surimi úr íslenskum kol- munna, síld og loðnu, en surimi er oftast framleitt úr hvítum fiski; einkum alaska-ufsa og lýsingi. „Því eru margar hindran- ir að yfirstíga, og nú hefur bæst við möguleiki á surimivinnslu úr makríl sem er nýr stofn við Ís- landsstrendur og íslenskir sjó- menn eru farnir að veiða mikið af, en enn óljóst hvernig við eigum að nýta,“ segir Hörður, sem í sam- starfi Matís og MPF hyggst nýta nýja tækni fyrirtækjanna til að ná fram hreinum og stöðugum prót- einum. „Með þeirri tækni ættum við að losna við þránunarbragð og halda góðum eiginleikum svo hægt sé að framleiða hreint og gott surimi, en það er von beggja fyrirtækja að á Íslandi rísi arðbær surimivinnsla innan fárra ára,“ segir Hörður. Markaður fyrir surimiafurðir hefur vaxið mjög að undanförnu og reiknað með að eftirspurn á þessu ári sé um 600.000 tonn, á meðan heimsframleiðsla er aðeins um 480.000 tonn. Í ljósi þeirra að- stæðna hefur verð á surimi tvö- faldast á einu ári. „Surimi er mikið notað í krabba- kjötslíki, sem er vinsælt hráefni til sushigerðar, en einnig gervihum- ar, gervirækjur og gervihörpu- skel. Surimi er þó ekkert gervihrá- efni, heldur góður fiskur, fullunn- inn með eggjahvítu, sterkju, sykri, sætuefnum, fosfati og salti. Það er einnig vinsælt í salatgerð, enda bragðgott og ríkulega búið góðum fiskprótein- um.“ Hörður segir næsta skref að hefja þróunar- vinnu á Íslandi, þar sem framleiðsla er fyrirhuguð í framtíð- inni, og ætti að skapa fjölda starfa innan eins til tveggja ára. „Aðalvinnan snýr að efna- fræði á bak við vinnslueiginleika og stöðugleika, en þetta þarf allt að vinna vel svo hægt sé að fara út í framleiðslu á gæðavöru til neyt- enda. Þetta yrðu alíslenskar afurð- ir með mikla möguleika á heims- vísu, en nýting vannýttra tegunda í arðbærar vörur er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg. Við þurf- um að leggja mikla vinnu í nýsköp- un í íslenskum sjávarútvegi og fá meira fyrir okkar góða hráefni. Samningurinn á því eftir að leggja mikið af mörkum.“ - þlg Sælgæti úr sjónum Dr. Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri lífefnadeildar Matís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þann munað að fara út að borða eiga kannski margir erfitt með að leyfa sér í dag. Veitingastað- urinn Rauðará hefur brugðist við með því að bjóða sérstaka þriggja rétta matseðla á verði einnar nautalundar. „Ég vil nú ekki kalla þetta kreppumatseðil en við erum að koma til móts við fólkið í land- inu. Að það geti farið út að borða huggulegan mat fyrir ekki allt of mikinn pening,“ segir Guðmund- ur Viðarsson, eigandi veitinga- staðarins Rauðarár. Maturinn er úr íslensku hráefni og hægt að fá saltfisk matreiddan á tvo vegu og seyði í bolla í for- rétt, í aðalrétt er kryddhjúpað lambaprime með brasseruðum lambaframparti og svo eftirrétti kvöldins eftir því hvað kokkunum dettur í hug. Annar matseðill býður upp á reyktan lax með humarsalati og avókadói í forrétt, ostafylltri grísalund með kartöflugratíni í aðalrétt og eftirrétti kvöldsins. Alls kosta þrír réttir 4.999 krón- ur. „Þetta ætlum við að keyra fram að jólahlaðborði en það tekur við í lok nóvember og desember. Ég hef ekki heyrt af öðrum veitinga- stöðum með svona tilboð og ef vel gengur er aldrei að vita nema við höldum þessu áfram að einhverju leyti.“ - rat Gott að borða á Rauðará Guðmundur Viðarsson, eigandi veit- ingastaðarins Rauðarár, býður upp á íslenskan tilboðsmatseðil í nóvember. FRÉTTALBAÐIÐ/ARNÞÓR Surimi er mikið notað í krabba- kjötslíki, sem er vinsælt hráefni til sushigerðar, en einnig gervihumar, gervirækjur og gervihörpuskel. Ótrúlegt verð! 1.795 kr. Ó ! · 1 2 0 8 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.