Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 32
30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt
Atson-leðuriðjan ehf. er
rótgróið fyrirtæki sem
framleiðir veski, buddur
og fylgihluti úr leðri. Fyr-
irtækið ætlar nú í fyrsta
skipti að bjóða upp á
námskeið fyrir almenning
í leðursaumi.
Atli K. Ólafsson stofnaði
Atson-leðuriðjuna árið 1936
en í dag á og rekur dóttir
hans, Edda Hrönn Atladóttir,
fyrirtækið. „Ég hef unnið hér
af og til frá fæðingu,“ segir
Edda Hrönn og hlær.
„Fyrirtækið hefur alltaf komist
í gegnum góðæri og hallæri. Fram-
an af framleiddum við mikið af
kvenhandtöskum og möpp-
um en síðan fórum við út í að
framleiða seðlaveski og seld-
um þau til bankanna í miklu
magni. Þá dró úr töskufram-
leiðslunni en þar voru örari
breytingar í tískunni meðan
seðlaveskin voru stöðugri,“
útskýrir Edda Hrönn og segir
að því hafi verið hagkvæm-
ara að framleiða seðlaveskin
þar sem stofnkostnaður við nýja
vöru er alltaf einhver. „Nú erum
við hins vegar farin að framleiða
töskur aftur og byrjuðum fyrir um
þremur árum. Svo erum við sífellt
að fara meira í roðið.“
Auk fastrar framleiðslu hefur
fyrirtækið fengist við ýmiss konar
sérsmíði en áherslan er þó á minni
hluti. „Við höfum verið með roð
og kálfskinn. Roðið er íslenskt en
kálfskinnið hefur verið innflutt
frá Ítalíu. Svo höfum við verið að
gera tilraunir með að gera töskur
úr hör og roði en þetta er spenn-
andi og náttúruvænt efni,“ segir
Edda Hrönn.
Sem stendur starfa fjórar konur
í leðuriðjunni og sjá þar um alla
framleiðslu. „Ég hefði nú ekkert
á móti því að ráða einhverja karla
en þeir virðast hafa minni áhuga á
handverkinu.
Edda Hrönn Atladóttir hefur alist upp í Atson-leðuriðjunni en fyrirtækið hefur verið í fjölskyldunni frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Áherslan hjá Atson-leðuriðju er á minni hluti eins og veski, töskur og möppur.
Í verslunum Handprjónasambandsins er hægt að kaupa forláta
lopapeysur og annan handprjónaðan varning. Það vita þó kannski
færri af því að þar er einnig hægt að sérpanta prjónaðar vörur
eftir smekk.
„Viðskiptavinir koma stundum hingað til okkar og sjá eitthvað
sem þeim líst vel á, en myndu þó vilja breyta á einhvern hátt, til
dæmis litunum eða sniðinu“ segir Baldrún Kolfinna Jónsdóttir,
starfsmaður Handprjónasambandsins, en þar er boðið upp á þann
möguleika að panta peysur og aðrar prjónavörur eftir smekk og
þörfum hvers og eins. Sérpantaðar vörur kosta oft það sama og
aðrar vörur úr verslunum Handprjónasambandsins, en það fer þó
að nokkru leyti eftir því hverjar breytingarnar eru.
Þessi þjónusta hefur, að sögn Baldrúnar, mælst vel fyrir. „Við
höfum til að mynda sérprjónað peysur
á erlenda ferðamenn og sent þeim
til útlanda, en einnig láta Ís-
lendingar prjóna mikið á sig.
Fólk verður þó að hafa þol-
inmæðina í fyrirrúmi
þegar það pantar
hjá okkur peysu,
enda tekur það
svolítinn tíma
að prjóna eftir
pöntun.“ - vþ
Sérpantaðar prjóna-
vörur sem passa
Baldrún Kolfinna Jónsdóttir vinnur hjá Handprjónasambandinu, þar sem
boðið er upp á sérlega prjónaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hægt er að kaupa fjölbreyttar prjónavörur
hjá Handprjónasambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Leðuriðja fyrir lærða
og leika hjá Atson
Ég er að reyna að komast í út-
flutning og hef ég farið með Út-
flutningsráði á nokkrar sýningar.
Vörunni er alltaf mjög vel tekið
og fólk er spennt fyrir henni en ég
hef samt ekki komist í nein sam-
bönd ennþá,“ segir Edda Hrönn en
dýrt er að koma sér á framfæri er-
lendis.
„Hins vegar hefur orðið kippur í
sölunni á heimasíðunni okkar eftir
að krónan varð svona lág og eru
þetta viðskiptavinir sem koma að
utan. Þetta hefur þótt dýr vara en
nú horfir dæmið öðruvísi við. Það
er einhverra hluta vegna eiginlega
orðin hefð fyrir því að þessu fyrir-
tæki gengur vel í hallærum,“ segir
Edda Hrönn bjartsýn.
Nú stendur til að brydda upp á
nýjung hjá Atson en haldið verð-
ur í fyrsta skipti námskeið fyrir
almenning í nóvember. „Þetta
verður að einhverju leyti forunn-
ið en svo getur fólk látið sköpun-
argleðina ráða. Við stefnum á byrj-
un nóvember og þá verður hægt að
hringja og skrá sig hjá okkur eða
á heimasíðunni atson.is. Kjörið er
að gera jólagjafir bæði fyrir aðra
og sjálfa sig,“ segir Edda Hrönn og
hlakkar til.
Vörurnar frá Atson fást bæði í
verslun þeirra í Brautarholti 4 og á
www.atson.is en auk þess hafa þær
verið seldar í Kraumi, Bláa lóninu,
Epal í Leifsstöð, á Hótel Sögu og
víðar. - hs
Andersen og Lauth var fyrsta íslenska klæðskeraverkstæðið, stofn-
að árið 1914. Nú hefur nafnið gengið í endurnýjun lífdaga í höndum
Gunnars Hilmarssonar og Kolbrúnar Petru Gunnarsdóttur hönnuða
sem hanna eigin fatalínu undir þessu nafni.
„Við opnuðum Andersen og Lauth-búðina á Laugavegi fyrr á
árinu og þá varð þetta fyrst sýnilegt eftir tveggja ára vinnu,“ út-
skýrir Gunnar. „Við vildum hafa
vaðið fyrir neðan okkur og nú er
komið talsvert virði í vörumerk-
ið en það er ekkert sjálfgefið. Það
hefur gengið vel og við seljum í
um 500 búðir úti um allan heim og
erum með umboðsmenn í fimmt-
án löndum.“
Andersen og Lauth selur meðal
annars og hannar fyrir Urban
Outfitters í Ameríku og eru ýmis
ný verkefni á döfinni, þar á meðal
sýning á tískuvikunni í Ríga í
næstu viku. Auk þess sem opnun
Andersen og Lauth-verslunar í
Gallery Lafayette í París er í bí-
gerð með vorinu. Þau vilja þó
ekki kannast við að vera útrásar-
fyrirtæki.
„Nei, við erum íslenskt fyr-
irtæki með íslenskar tekjur og
tökum inn gjaldeyri. Ástandið er erfitt núna fyrir mörg hönnun-
ar- og nýsköpunarfyrirtæki og ég vona bara að þau lendi ekki úti í
kuldanum,“ segir Gunnar.
Gunnar og Kolbrún eru aðalhönnuðir fyrirtækisins og við hönn-
unina byggja þau á sögu Andersen og Lauth. Að sögn Gunnars eltast
þau ekki við strauma og stefnur heldur treysta á sitt eigið innsæi.
„Það er svolítill vintage-bragur á línunni og í rauninni ganga hlut-
irnir út á að blanda saman rokki, róli og rómantík. Sagan er okkur
mikilvæg því tugir þúsunda hafa verið í fötum frá Andersen og
Lauth á sínum stóru stundum gegnum tíðina. Nafnið er því tengt til-
finningaböndum hjá stórum hluta elstu kynslóðarinnar og við tökum
það alvarlega.“ - rat
Taka söguna alvarlega
Vorlína Andersen og Lauth fyrir
2009 verður sýnd á tískuvikunni í
Ríga í næstu viku.
M
YN
D
/A
N
D
ER
SE
N
O
G
L
A
U
TH