Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 24
MÁLÞING um þekkingarþróun í ljósmóðurfræði á
háskólastigi verður haldið á morgun, 31. október, á vegum
námsbrautar í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og Landspítala.
Reykjavíkurborg hefur undan-
farnar vikur sett hjólamerkingar
á götur. Hjólasamgöngur ættu
að verða raunhæfari kostur í
kjölfarið.
Á síðustu vikum hafa margir reyk-
vískir vegfarendur rekið upp stór
augu yfir hjólreiðamerkingum
sem skotið hafa upp kollinum á til-
teknum akreinum borgarinnar.
Merkingar þessar eru hugsaðar til
þess að létta þeim lífið sem nýta
sér hjólið sem samgöngumáta, en
víst er að fjölgað hefur talsvert í
þeim hópi upp á síðkastið. Hjóla-
merkingarnar gera þannig hjól-
reiðafólki ljóst hvar er best fyrir
það að halda sig á götunni, en
minna bílstjóra einnig á að vera
vakandi fyrir hjólandi umferð.
Hjólamerkingarnar er að finna
á Suðurgötu sunnan Hringbrautar
og á Einarsnesi. Slíkar merkingar
verða einnig settar á næstunni á
Langholtsveg og á Laugarásveg.
Einnig styttist í tvöföldun hjóla-
og göngustígsins sem liggur með-
fram Ægisíðu, en þar stendur til
að gera sérreinar fyrir hjólafólk
og gangandi vegfarendur til þess
að greiða götu beggja hópa.
- vþ
Loks gert ráð fyrir
hjólum á götunum
Ávaxtabíllinn hreppti Fjöreggið 2008, en verðlaunin eru veitt
fyrir lofsvert framtak á matvælasviði.
Best er að hafa varann á þegar að hjólað er í bílaumferð.
Dansinn mun duna í Heilsubylt-
ingunni í Hafnarfirði laugardag-
inn 1. nóvember þegar vetrar-
fagnaður dansandi kvenna er
haldinn.
Í Heilsubyltingunni verður boðið
upp á magadans, gyðjudans og
valkyrjudans með trommum, jarð-
tónlist og fíngerðri himneskri tón-
list á laugardaginn, en hugmyndin
er að auka kvenorkuna í gegnum
dansinn. Konur Heilsubyltingar-
innar munu dansa bænir sínar,
styrkja sig og skemmta í þeirri
dásamlegu útrás sem dansinn
býður upp á.
Mælst er til þess að konur komi
puntaðar upp og skreyttar og sem
gyðjulegastar í léttum og skraut-
legum fötum sem auðvelt er að
dansa í. Slæður eru einnig til hjá
Heilsubyltingunni til útláns fyrir
þær sem þurfa. „Við munum bjóða
upp á gyðjulegar veitingar og
kvenlegar gjafir,“ segir Marta
Eiríksdóttir, en segir enn fremur
að hvers konar veitingar muni
koma á óvart.
Vetrarfagnaðurinn er opinn
öllum konum á meðan húsrúm
leyfir, en skráning fer fram á
www.pulsinn.is, eða með því að
hafa símasamband við Mörtu
Eiríksdóttur í síma 848-5366.
Skráningu lýkur á föstudag. - aóv
Dans-andi
Gyðjur Heilsubyltingarinnar.
Laugaveg 54,
sími: 552 5201
Allar gallabuxur 3990
Háar í mittið, st 36-46
Öll gallapils 3990
Ath aðeins í dag
Mikið úrval á 2000 kr
á slá s.s. kjólar, toppar, buxur