Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 2
2 30. október 2008 FIMMTUDAGUR
Rannver, halda ykkur engin
bönd?
„Nei, það er engum blöðum um
það að fletta.“
Bókbandsstofa Landsbókasafns Íslands
fagnar aldarafmæli um þessar mundir.
Rannver Hannesson er fagstjóri á bók-
bandsstofunni.
OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM,
OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI,
SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI,
OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI
12 STAÐIR
STJÓRNMÁL „Það er mér óskiljan-
legt að sjá íslenskt fyrirtæki á
lista með al-Kaída og talibönum á
heimasíðu [breska] fjármálaráðu-
neytisins. Við í ríkisstjórninni
höfum átt erfitt með að skilja
hvernig þetta gat orðið, án nokk-
urra viðræðna,“ er meðal þess
sem kom fram í ávarpi Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur utanrík-
isráðherra sem flutt var í Bret-
landi í síðustu viku.
Ávarpið var flutt af Sverri
Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra
Íslands í Bretlandi, á hádegis-
verðarfundi sem hann efndi til
með breskum þingmönnum og
fulltrúum úr lávarðadeild.
Fundargestir
fengu útprent-
að eintak af
ávarpinu og
virðist það
þaðan hafa
farið í frekari
dreifingu.
Breska dag-
blaðið Indepen-
dent birti í gær
brot úr ávarp-
inu og kallar
það óvenju
harðorða gagnrýni annarrar rík-
isstjórnar á bresk stjórnvöld. Alls
sátu þrettán gestir fundinn, sem
taldir eru til Íslandsvina. Þar á
meðal var Austin Mitchell, þing-
maður Verkamannaflokksins,
sem hefur gagnrýnt bresku ríkis-
stjórnina fyrir framkomu sína
gagnvart Íslendingum, og Charl-
es Clark, sem er fyrrverandi inn-
anríkisráðherra Breta.
Sverrir Haukur segir að sjón-
armið íslenskra stjórnvalda, hvað
varðar stöðu mála í samskiptum
Íslands og Bretlands, hafi verið
skýrð. Þá hafi þingmenn borið
fram margvíslegar fyrirspurnir á
fundinum og lýst viðhorfum
sínum um hvernig unnt væri að
koma málum í jákvæðan farveg
til að efla samskipti ríkjanna.
- ss
Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem flutt var í London:
Erfitt að skilja ákvörðun Breta
EFNAHAGSMÁL „Þeir voru auðvitað
að fara nýjar leiðir til að fjár-
magna bankann, en í þessari leið
var fólgin gríðarleg áhætta fyrir
Ísland, sem má deila um hvort
þeir hafi haft leyfi til að taka,“
segir Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra um Icesave-reikninga
Landsbankans.
Samt hafi stofnun Icesave-
reikninga í útibúum erlendis
verið innan formlegra reglna, og
„að því er virðist, íslenskum
lögum,“ segir Geir. Hann segir að
úr þessu máli hafi orðið ein erfið-
asta milliríkjadeila sem Íslend-
ingar hafi lent í.
„Forystumennirnir í bankanum
bera auðvitað ábyrgð á því að
þetta fór af stað. Menn geta ekki
vikið sér undan þeirri ábyrgð í
sjálfu sér,“ segir Geir. Hann seg-
ist þó ekki vilja fara hörðum
orðum um þá. Þeir eru væntan-
lega Landsbankamenn, einkum
fyrrverandi aðaleigendur bank-
ans, Björgólfsfeðgar.
Viðhorf háttsettra í stjórnar-
ráðinu er, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins, að nú reyni feðg-
arnir að „klína ábyrgðinni“ yfir á
aðra.
Geir segir að reynt hafi verið
að koma reikningunum í skjól,
sem þýðir að breskar innstæðu-
tryggingar hefðu ábyrgst þá.
Hugsanlega hafi sú vinna hafist
of seint.
Ekki er enn útilokað að inn-
stæður á Icesave-reikningum
lendi á íslenskum skattgreiðend-
um, en rætt hefur verið um 600
milljarða króna í þessu samhengi.
Það nemur um það bil
lágmarkstryggingu á hverjum
Icesave-reikningi í Bretlandi,
sem er 20.887 evrur. Það er byggt
á lögum um Tryggingasjóð sem
aftur eru byggð á tilskipun Evr-
ópusambandsins.
Geir segir að nú sé komið á dag-
inn að sú tilskipun sé gölluð.
„Það verður auðvitað reynt að
sjá til þess að við sitjum ekki
hérna með einhverjar drápsklyfj-
ar marga áratugi fram í tímann
og markmiðið er að reyna að
tryggja það að eignir bankans
geti staðið undir þessari skuld
bankans,“ segir Geir.
Geir segist ekki hafa upplýs-
ingar um virði þessara eigna.
Fréttablaðið hefur árangurs-
laust um nokkurt skeið reynt að
fá upplýsingar um virði eignanna.
Landsbankamenn segja óvíst um
virðið. Óskað var upplýsinga frá
Fjármálaeftirlitinu á grundvelli
upplýsingalaga. Svar barst í gær
og vill eftirlitið ekki gefa upplýs-
ingarnar.
ingimar@frettabladid.is
Icesave var gríðarleg
áhætta fyrir Ísland
Forsætisráðherra segir umdeilanlegt hvort Landsbankinn hefði mátt stofna til
innlána í útibúum erlendis, vegna áhættu. Enn er ekki útilokað að innstæður
lendi á Íslendingum. Björgólfsfeðgar reyna að „klína ábyrgðinni“ annað.
FUNDAÐ Í RÁÐHERRABÚSTAÐ Geir H. Haarde forsætisráðherra hitti blaðamenn á
fundi í gær. Forsætisráðherra sagði að reynt hefði verið að koma reikningum Icesave
í skjól en hugsanlega hefði sú vinna hafist of seint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
INGIBJÖRG SÓL-
RÚN GÍSLADÓTTIR
VIÐSKIPTI Alls er áætlað að níutíu
prósent starfsmanna Kaupþings
hafi verið hluthafar í bankanum er
hann komst í þrot. Hlutabréf
þeirra eru nú verðlaus. Sex til sjö
hundruð þessara starfsmanna
höfðu tekið lán vegna hlutabréfa-
kaupanna í samræmi við stefnu
bankans um valréttarsamninga.
Nemur upphæð þeirra lána nú á
fimmta tug milljarða, þar af er
stór hluti vegna valrétta nokkurra
tuga æðstu stjórnenda bankans.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins vilja starfsmenn gamla
Kaupþings nú semja um sín mál
við stjórn Nýja Kaupþings, enda
hafi verið litið svo á að valréttirnir
væru hluti af kjörum starfsfólks
og verið meðhöndlaðir sem slíkir
af skattayfirvöldum. - bih / sjá síðu 18
Starfsmenn gamla Kaupþings
Tugmilljarða
hlutabréfalán
VIÐSKIPTI Jóhanna Sigurðardóttir,
félags- og tryggingamálaráð-
herra, hefur sent forsvarsmönn-
um ríkisbankanna þriggja bréf til
að minna þá á
jafnréttislög.
Þar er sú skylda
atvinnurekenda
að jafna stöðu
karla og kvenna
ítrekuð.
„Það er því
grundvallarat-
riði að fjármála-
fyrirtæki í 100
prósent eigu
hins opinbera fari að ákvæðum
laganna um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla og þýðingar-
mikið að nýju bankarnir gegni
ákveðnu forystuhlutverki að
þessu leyti á íslenskum fjármála-
markaði. Á þetta ekki síst við um
skipan í stjórnir bankanna sem og
stjórnunarstöður innan þeirra,“
segir í bréfinu. - kóp
Félagsmálaráðherra:
Minnir banka
á jafnréttislög
SKÁK Indverski skákmaðurinn
Viswanathan Anand varði í gær
heimsmeistaratitilinn í skák
þegar hann gerði jafntefli við
Rússann Vladimir Kramnik í
Bonn í Þýskalandi.
Skák þeirra var sú ellefta og
hafði Anand hvítt í skákinni. Þeir
Kramnik sömdu um jafntefli eftir
24 leiki. Anand sigraði með sex og
hálfum vinningi og þurfa þeir
Kramnik því ekki að tefla tólftu
og síðustu skákina. Verðlaunaféð,
ein og hálf milljón evra, skiptist
jafnt á milli skákmannanna
tveggja. - ovd
Jafntefli í elleftu skákinni:
Anand varði
heimsmeistara-
titilinn
FRÁ SKÁKEINVÍGINU Vladimir Kramnik
og Viswanathan Anand, heimsmeistari í
skák, við upphaf skákeinvígisins í Þýska-
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PAKISTAN, AP Nærri tvö hundruð manns létust þegar
öflugur jarðskjálfti varð í suðvesturhluta Pakistans í
gær. Hundruð manna slösuðust og talið er að um
fimmtán þúsund manns hafi misst heimili sitt.
Jarðskjálftinn varð í afskekktum dal í héraðinu
Balúkistan, skammt frá landamærum Afganistans.
Skjálftinn mældist 6,4 stig, en síðar um daginn varð
annar skjálfti sem mældist 6,2 stig. Fjöldi smærri
eftirskjálfta kom í kjölfar stóru skjálftanna.
Einna verst úti varð bærinn Ziarat og átta önnur
nærliggjandi þorp, þar sem hundruð húsa eyðilögðust.
Húsin eru ýmist gerð úr timbri eða leir og múrstein-
um.
„Eyðileggingin er gríðarleg,“ segir Dilawar Kakar,
bæjarstjóri í Ziarat. „Ekki eitt einasta hús stendur
uppi óskemmt.“
Hann hvatti fólk „um heim allan“ til þess að veita
heimafólki þarna aðstoð. Stjórnvöld í Pakistan sögðust
reyndar ekki telja þörf á erlendri aðstoð, en fulltrúar
frá Alþjóða-Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum
í Pakistan voru sendir á vettvang til að meta ástandið
og veita aðstoð.
Vetur er að ganga í garð á þessum slóðum, en flestir
þeir sem misstu hús sitt hafast nú við undir berum
himni. Jarðskjálftar eru algengir í Pakistan. Fyrir
þremur árum varð þar gríðarmikill jarðskjálfti sem
mældist 7,5 stig og kostaði 80 þúsund manns lífið. - gb
Öflugur jarðskjálfti í Pakistan varð nærri 200 manns að bana:
Fimmtán þúsund heimilislaus
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÆTTINGJAR BERA KENNSL Á LÍKIN Nærri tvö hundruð manns
létu lífið þegar jarðskjálftinn mikli varð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Seðlabanki Bandaríkj-
anna lækkaði stýrivexti sína um
hálft prósent í gær í viðleitni
sinni til að efla viðskipti í landinu.
Stýrivextir bankans nema nú
einu prósenti og jafnar bankinn
þar með lægsta vaxtastig
stýrivaxtanna frá upphafi en
síðast voru stýrivextirnir svo
lágir frá júní 2003 til júní 2004.
- ovd
Fjögurra ára met jafnað:
Vextir lækkaðir
vestanhafs
DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur
karlmaður hefur verið dæmdur í
hálfs árs fangelsi fyrir ýmis brot.
Meðal annars að ráðast á starfs-
mann Vínbúðar ÁTVR í Kópavogi,
taka hann hálstaki og kýla hann.
Starfsmaðurinn hafði verið að
kanna hvort maðurinn hefði stolið
áfengisflösku.
Maðurinn var dæmdur fyrir að
hafa fimm sinnum verið tekinn
undir stýri, ökuréttindalaus. Þá
var hann einu sinni tekinn fyrir
akstur undir áhrifum áfengis og
fíkniefna og enn fremur gripinn
með lítilræði fíkniefna í fórum
sínum. Hann á sakaferil að baki.
- jss
Hálfs árs fangelsi:
Réðst á starfs-
mann í vínbúð
SPURNING DAGSINS