Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hin nítján ára Bryndís Helgadótt- ir, sem starfar hjá Inega Models í Mumbai á Indlandi, tók í síðustu viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í Mumbai þar sem um 75 hönnuðir sýndu vor- og sumarlínur sína. Þá fimm daga sem sýningin stóð yfir tók Bryndís þátt í um þremur til fjórum sýningum á dag og var eina ljóshærða módelið á svæðinu. Mynd af henni í appelsínurauðum kjól eftir indverska hönnuðinn Gayatri Khanna birtist svo nýlega í Bombai Times enda eftir henni tekið innan um dökkhærðar þokkadísir. Bryndís segir þó bæði kosti og galla við það að skera sig úr. „Það er ekki mikil samkeppni á milli mín og hinna fyrirsætanna og er ég til dæmis ekki fengin til að sýna sari. Hins vegar er sóst eftir mér ef þörf er á augljósum útlend- ingi,“ segir Bryndís kímin. Hún kom fyrst til Mumbai í fyrra á vegum Eskimo Models og dvaldi í tæpa þrjá mánuði. „Ég kunni svo vel við mig að ég ákvað að fara aftur og mun starfa hjá Inega Mod- els fram að áramótunum,“ segir Bryndís sem býr ásamt fjórum öðrum módelum í íbúð í Bandra. Eftir áramót stefnir Bryndís á að klára stúdentspróf en hún hefur stundað fjarnám frá Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. „Í framtíðinni langar mig svo að reyna fyrir mér sem fyrirsæta á nýjum stað.“ vera@frettabladid.is Sker sig úr með ljósa hárið Bryndís Helgadóttir tók í síðustu viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í Mumbai. Hún var eina ljóshærða módelið á staðnum og vakti að vonum athygli. Myndir af henni rötuðu inn á síður Bombai Times. Hér má sjá Bryndísi í appelsínurauðum kjól eftir indverska hönnuðinn Gayatri Khanna en mynd af henni í sama kjól birtist nýlega í Bombai Times. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LÝSI er góð viðbót við fjölbreytta fæðu yfir vetrarmánuðina en í því er D-vítamín sem er líkamanum nauðsynlegt. Á sumrin er hægt að fá nægilegt D-vítamín með því að láta sólina skína á andlitið stutta stund daglega en á veturna er sólin ekki nógu hátt á lofti hér á norðurslóðum til þess að D-vítamín myndist í húðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.