Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 28
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Prentsmiðjan Oddi gegnir þýð- ingarmiklu hlutverki í menn- ingarlífi þjóðarinnar því þar breytast hugverk rithöfund- anna í bækur. Jólabókaflóðið byrjar þar og brýst einmitt fram þessa dagana. „Það er gríðarlega löng hefð fyrir bókagerð hér í Odda,“ segir for- stjórinn Jón Ómar Erlingsson brosandi um leið og hann fylg- ir Fréttablaðsfólki inn í fyrsta vinnslusalinn. Þar er einn og einn maður með eyrnahlífar við iðju sína innan um risavaxnar prent- vélar. „Það er alltaf verið að end- urnýja vélar og taka inn nýjar tækniframfarir,“ lýsir Jón Ómar og athygli vekur að hávaðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að tala saman. Um 300 manns starfa í prent- smiðjunni. Spurður hvort unnið sé nótt og dag svarar Jón Ómar: „Nei, sem betur fer dreifist prent- unin á talsverðan tíma í ár. Samt er að byggjast upp ansi mikill hasar og erum við undir það búin að nóvember og desember verði strembnir.“ Nærri lætur að ein bók verði prentuð í Odda á hvern landsmann fyrir þessi jól enda kveðst Jón Ómar bjartsýnn á mikla bókasölu. Finnst stemmningin vera þannig. „Þetta verða stór bókajól. Það eru virkilega fallegar bækur að koma út og áhugaverðar,“ segir hann og upplýsir að Oddi prenti vel á annað hundrað titla fyrir þessi jól. Allt frá nokkur hundruð ein- tökum upp í tugi þúsunda. Arnald- ur er stærstur. Bækur hans hafa verið prentaðar erlendis síðastlið- in tvö ár. „Við höfum fengið aukin verk- efni upp á síðkastið. Stærsti samn- ingurinn er við Forlagið. Hann var í burðarliðnum áður en mestu um- brotin urðu í fjármálaheiminum,“ segir Jón Ómar sem telur að viss vakning hafi átt sér stað innan íslenskra fyrirtækja á síðustu mánuðum um að styðja hvert við annað. „Þær áherslur hafa styrkst heilmikið upp á síðkastið,“ segir hann. „Af því við erum svo mikil bókaþjóð þá held ég líka að Íslend- ingum þyki betra að hugsa til þess að bækurnar séu prentaðar hér á landi.“ -gun Ein bók á hvern Íslending fyrir jól Jón Ómar við myndarlegar stæður af Myrká, nýjustu bók Arnaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Theodór Guðmundsson bókbindari. Hinar pólsku Monika, Sylvia og Krystyna raða örkum í vélarnar sem færa þær í bókbandið. Séð yfir umbrotssalinn. Guðný Kristjáns- dóttir framan til í rauðri peysu. Þetta er íslensk framleiðsla Eitt af því sem Oddi prentar eru plötuumslög. Það nýjasta er utan um disk Diddúar og rússneska Terem-kvartettsins frá Pétursborg. „Þetta er íslensk framleiðsla,“ segir Diddú kát. „Þess vegna er diskurinn kominn út en margir hafa lent í vandræðum með að fá geisladiska heim, sem framleiddir eru erlendis.“ Hún bætir við að umslagið sé hannað af Pétri Halldórssyni, sem hannaði Sturlu- umslagið á sínum tíma. „Þetta er eiginlega bók,“ segir hún hlæjandi. „Gerðarleg gjöf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.