Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 50
30 30. október 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Margir bregða nú á það ráð að baka eigið brauð í stað þess að kaupa það tilbúið úti í búð eða í bakaríi. Á stóru heimili má spara þó nokkurn pening með brauð- bakstri og í eftirfarandi uppskrift er meira að segja hægt að nota hrísgrjónaafganga frá kvöldinu áður. Hrísgrjónabrauð 150 g soðin stutt hrísgrjón 150 ml ylvolg mjólk 1 1/4 tsk. ferskt ger 40 g hunang 250 g hvítt hveiti eða spelt 1 tsk. sjávarsalt Aðferð 1. Setjið hrísgrjónin, mjólkina, gerið og hunangið í stóra skál og blandið vel saman. 2. Blandið saman hveitinu og saltinu í aðra skál og bætið hrísgrjónablönd- unni út í jafnt og þétt þar til myndast hefur klístrað deig. Látið standa í 10 mínútur. 3. Setjið smá olíu á hreint borðið og hnoðið deigið í nokkrar sekúndur í mjúka kúlu. Látið aftur standa í 10 mínútur. Endurtakið þá leikinn og látið loks standa í eina klukkustund á ylvolgum stað (ekki heitum). 4. Smyrjið 10 x 27 cm stórt form (stærðin þarf ekki að vera svo nákvæm). Mótið deigið svo það passi í formið, leggið viskustykki yfir og látið standa í aðra klukkustund, eða þar til deigið hefur tvöfaldast og snertir nánast toppinn á forminu. 5. Forhitið ofninn að 210° C, stráið hveiti yfir brauðið og setjið í miðjan ofninn. 6. Bakið í 25 mín. Lækkið þá hitann niður í 190° C og bakið í 20 mín. í viðbót, eða þar til brauðið hefur losað sig aðeins frá hliðum formsins og er orðið gullbrúnt að ofan. - ag Hvaða matar gætirðu síst verið án? Matarins sem konan mín býr til. Þar sem ég fer seint á heimslista úrvalskokka þá er hún mitt haldreipi í hungrinu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Allir hafa í huga jólamáltíðir sem svar við svona spurningum, en konan mín eldaði svo góðan pastarétt þegar við fórum í okkar fyrsta ferðalag saman að það hefur alltaf staðið upp úr. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, enginn. Strákarnir mínir tveir fylgjast vel með því hvort ég klári ekki matinn minn og éta bókstaflega upp eftir mér ósiði. En ég skal fá þá til að borða sveppi! Leyndarmál úr eldhússkápnum: Hann fyllist af sjálfu sér, ótrúlegt en satt! Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég á í öfugu sambandi við mat þegar mér líður illa. Þá borða ég helst ekki neitt. Stefni að því að láta mér líða illa fimm daga vikunnar svo ég haldi línunum í lagi. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Furðulegar sultur, keyptar á spottprís í Bónus. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Konuna mína, annars yrði ég líklega að éta sand. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Krókódíllinn var allt í lagi en kolkrabbinn var seigur. MATGÆÐINGURINN JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON Á í öfugu sambandi við mat > GRÆNMETISSÚPUR Nú þegar mikið framboð er af íslensku græn- meti og kartöflum er um að gera að töfra fram ljúffenga grænmetissúpu. Með vatni, græn- metiskrafti, kryddi og grænmeti að eigin vali er auðvelt að töfra fram matarmikla súpu. Hægt er að nota kókosmjólk eða nið- ursoðna tómata á móti vatninu til að fá austurlenskt eða ítalskt yfir- bragð. Matartíminn er fjölskyldu- stund á heimili Helgu Völu Helgadóttur. Hún hefur mjög gaman af því að nostra við eldamennskuna. „Ég er dugleg að elda og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Helga Vala Helgadóttir leikkona og lögfræðinemi í HR. „Ég er á þriðja ári svo námið er rúmlega fullt starf. Þetta er bara spurning um skipulag og þar sem ég á mörg börn sem verða að borða elda ég á hverju kvöldi,“ útskýrir Helga sem á þrjú börn og eina stjúpdótt- ur á aldrinum sex til sautján ára. „Ef maður spyr hvað þau vilja hafa í matinn er svarið alltaf hrís- grjónagrautur. Þau yrðu ekkert vansæl að fá hrísgrjónagraut í öll mál svo ég þarf ekkert að óttast kreppuna,“ bætir hún við og hlær. Aðspurð segist hún hafa mjög gaman að því að nostra við elda- mennskuna. „Mér finnst skipta meira máli að dúlla mér við að elda matinn heldur en að borða hann. Mér finnst skemmtilegast að elda mörg saman og það er ekki verra að opna rauðvínsflösku og útbúa matinn í góðra vina hópi. Ég er alin upp við að matartíminn sé fjölskyldustund þar sem sagð- ar eru sögur, svo mér finnst gaman að sitja lengi til borðs og njóta máltíðarinnar,“ útskýrir Helga og segist hafa gaman af því að halda matarboð. „Ég er ekki nógu dugleg að halda matarboð sökum anna, en finnst það alveg hrikalega skemmtilegt. Mér finnst skemmti- legast að búa til máltíð úr mörg- um, litlum réttum og leiða saman margar bragðtegundir. Þá hef ég kannski smá salat, smá pasta, grænmeti og svolítið kjöt. Það þarf ekki mikið til svo úr verði veisla. Meðlæti getur skipt sköp- um og það þarf bara að raða fal- lega á diskana,“ segir Helga sem gaf okkur uppskrift af einföldum kjúklingarétti. „Uppskriftin er algjörlega brilliant. Hún er fullkomin þegar tekið er á móti gestum og gest- gjafinn vill síður vera bundinn „fyrir aftan“ eldavélina. Stærsti kosturinn er auðvitað sá að þetta er mjög einfalt svo að maður þarf ekki að hanga yfir þessu og getur gælt við gestina.“ alma@frettabladid.is Nostrar við eldamennskuna „Þetta er bara ólýsanlegt,“ segir Alfreð Ómar Alfreðsson, meðlim- ur í íslenska kokkalandsliðinu sem lenti í tíunda sæti á Ólympíumóti matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi. Liðið vann tvenn gull- verðlaun og tvenn silfurverðlaun á mótinu sem fór fram í síðustu viku og er það besti árangur liðs- ins til þessa. „Þetta hefur verið tíu ára mark- mið hjá kjarna hópsins svo maður varð agndofa þegar það náðist,“ segir Alfreð sem hafði verið vak- andi í fjóra sólarhringa á Ólymp- íumótinu þegar blaðamaður náði tali af honum. „Öll umgjörð var til fyrirmyndar svo þetta er verð- skuldaður árangur,“ bætir hann við og gaf okkur girnilega upp- skrift af marineruðum kjúklinga- bringum. Chilli-, engifer- og hvítlauks- marineraðar kjúklingabringur. 3 cm ferskur engifer 2 geirar hvítlaukur 1 stk. rauður chilli-pipar 1 stk. lime 6 msk. kikkoman-sojasósa 4 stk. kjúklingabringur Aðferð: Hreinsið skinnið af engiferinu og hvítlauknum. Saxið chilli-piparinn gróft niður. Rífið börkinn af lime með beittu rifjárni. Setjið engifer, hvítlauk, rauðan chilli og lime-börk saman í matvinnsluvél ásamt sojasósunni og maukið gróft. Setjið plastpoka ofan í stóra skál og brettið pokann yfir barmana á skál- inni, setjið kjúklingabringurnar ofan í pokann og hellið maukblöndunni þar yfir, bindið fyrir pokann og blandið öllu vel saman. Setjið pokann aftur í skálina, látið standa í kæli í 2–3 tíma. Ofnbakið kjúklingabringurnar fyrst á 180° C í 5 mínútur og lækkið svo hitan niður í 120° C og eldið þar til að bringurnar hafa náð 68° C í kjarna í 3 mín. Kjúklingabringurnar eru líka framúr- skarandi góðar þegar þær eru grill- aðar. Borið fram á soja „vinaigrette“ vættu klettasalati með hýðishrísgrjón- um og nýbökuðu nan-brauði. - ag Frábær árangur kokkalandsliðsins AFGANGARNIR NÝTTIR Í BRAUÐIÐ Hægt er að spara pening og nýta afganga með því að nota soðin hrísgrjón í brauð- baksturinn. Hrísgrjón í brauðið ÁNÆGÐUR MEÐ ÁRANGURINN Alfreð er að vonum ánægður með árangur kokka- landsliðsins á Ólympíuleikunum og gaf okkur girnilega kjúklingauppskrift. HJÁLPAST AÐ VIÐ ELDAMENNSKUNA Helga Vala hefur gaman að því að nostra við eldamennskuna og finnst skemmtilegast þegar margir hjálpast að við að útbúa kvöldmatinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Einfaldur kjúklingaréttur Innihald: Uppáhaldsgrænmetið Kjúklingur Kús kús AB mjólk Agúrka Hvítlaukur Balsamedik, þunnfljótandi – ekki sykurleðjan. Notast er við stórt djúpt ofnfat. Ekki loka fatinu ef þið viljið hafa réttinn stökkan. Í botninn á fatinu má setja hvaða grænmeti sem er − en best er það grænmeti sem verður sætt við eldun: Rauðlaukur, rauð paprika, sæt kartafla, venjulegar kartöflur, gulrætur, brokkolí og heilir hvít- lauksgeirar. Sirka einn heill laukur. Allt er þetta gróft skorið og raðað í botninn. Setjið slettur af balsamediki á víð og dreif. Heill kjúklingur settur ofan á græn- metið. Kryddið með kjúklingakryddi og slettið balsamedikinu yfir hann líka til að búa til dökka skorpu. Fatið sett í ofninn við 200° C í sirka klukkutíma. Meðlæti sem má búa til áður en gestirnir koma: Kús kús og tsatsiki-sósa sem er bara ab-mjólk, hvítlaukur og rifin gúrka í skál. Ef margir eru í mat má vel hafa ferskt salat með, en það á að vera nóg grænmeti í botninum á fatinu. Muna að það þarf ekki að setja vatn eða annað í botninn á fatinu því safinn af kjúklingnum sýður grænmetið og viti menn, bragðið er töfrum líkast. Hinar vinsælu barna-afmæliskökur færðu hjá okkur Opnunartíminn er sem hér segir: Mánud.til föstud. Kl.7.30 – 18.00 Laugardag Kl.8.00-16.00 Sunnudag kl. 9.00 – 16.00 Iðnbúð 2 - Garðabæ - sími: 565 8070 Þú getur séð fleiri myndir inn á: www.okkarbakari.is batman, barbie, dóra, pirates of the caribian, litla hafmeyjan, kærleiksbangsarnir og margar fleiri disney fígúrur. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 297. tölublað (30.10.2008)
https://timarit.is/issue/278456

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

297. tölublað (30.10.2008)

Aðgerðir: