Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 7
Særós Mist Hrannarsdóttir
hannar og saumar heima hjá
sér í miðbæ Reykjavíkur undir
vörumerkinu Særós Design en
hún er yngsti fatahönnuður
landsins.
„Ég er að fara að taka þátt í sýn-
ingu Hönnunar- og handverks-
skólans við Tækniskólann sem
er haldin í samvinnu við Ung-
list fyrir nemendur,“ segir Særós
Mist Hrannarsdóttir, 17 ára fata-
hönnuður.
Þetta í þriðja sinn á rúmu ári
sem Særós sýnir hönnun eftir
sjálfa sig. „Ég er búin að vera með
tvær einkasýningar áður. Ég var
með mína fyrstu sýningu í kjall-
ara Hins hússins sumarið 2007,
mína fyrstu fatalínu sem sam-
anstóð af 21 fatasetti. Svo var ég
með 11 fatasett á útisýningu á
Menningarnótt í ár,“ segir Særós
og bætir við: „Ég fékk fornbíla-
félagið til að vera með mér. Einn
bíll opnaði sýninguna með því að
keyra niður Skólavörðustíginn.
Annar bíll keyrði á eftir fyrirsæt-
unum sem sýndu fötin og lokaði
sýningunni.“
Særós byrjaði sína fyrstu önn í
Hönnunar- og handverksskólanum
nú í haust, en hefur þegar fangað
athygli búðareiganda á höfuðborg-
arsvæðinu. „Ég er að selja vörurn-
ar mínar í Ranimósk á Laugarveg-
inum. Ég er búin að selja meiri-
hlutann af fyrstu línunni og er að
selja það sem eftir er af seinni lín-
unni,“ segir Særós ánægð.
Sýning Tækniskólans fer fram
í Laugardalslaug 15. nóvember
næstkomandi þar sem ungir lista-
menn fá tækifæri til að koma sér
á framfæri.
Vörur Særósar eru einnig til
sýnis og sölu á heimasíðunni www.
myspace.com/saeros_design. -aóv
Þriðja sýningin á ári
Særós Mist Hrannarsdóttir öðlaðist áhuga á fatahönnun í Danmörku, þar sem hún
fékk að kynnast námi í fatahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
M
YN
D
/M
A
RI
A
N
N
E
RI
IS
B
LÆ
BJ
ER
G
Þrátt fyrir
ungan aldur
hefur Særós
þegar vakið
athygli fyrir
hönnun sína.
M
YN
D
/E
G
IL
L
BJ
A
RK
I
veljum íslenskt ● fréttablaðið ●
ÍSLENSKAR INNRÉTTINGAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR
OG FATASKÁPAR Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI
Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur
Sími 535 4300 - Fax 535 4301
Netfang: axis@axis.is
Heimasíða: www.axis.is
Íslensk hönnun og framleiðsla í 73 ár
AF HVERJU AÐ VELJA
ÍSLENSKA
FRAMLEIÐSLU:
-BETRA VERÐ (vegna gengis)
-VANDAÐRI VINNA
-MEIRI SVEIGJANLEIKI
-ENGIN GENIGSÁHÆTTA
-ATVINNA Í LANDINU
-SPARAÐUR GJALDEYRIR
-VELTA INN Í HAGKERFIÐ
-VELTA INN Í SKATTKERFIÐ
Stöndum
saman veljum
íslenskt