Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 7 Særós Mist Hrannarsdóttir hannar og saumar heima hjá sér í miðbæ Reykjavíkur undir vörumerkinu Særós Design en hún er yngsti fatahönnuður landsins. „Ég er að fara að taka þátt í sýn- ingu Hönnunar- og handverks- skólans við Tækniskólann sem er haldin í samvinnu við Ung- list fyrir nemendur,“ segir Særós Mist Hrannarsdóttir, 17 ára fata- hönnuður. Þetta í þriðja sinn á rúmu ári sem Særós sýnir hönnun eftir sjálfa sig. „Ég er búin að vera með tvær einkasýningar áður. Ég var með mína fyrstu sýningu í kjall- ara Hins hússins sumarið 2007, mína fyrstu fatalínu sem sam- anstóð af 21 fatasetti. Svo var ég með 11 fatasett á útisýningu á Menningarnótt í ár,“ segir Særós og bætir við: „Ég fékk fornbíla- félagið til að vera með mér. Einn bíll opnaði sýninguna með því að keyra niður Skólavörðustíginn. Annar bíll keyrði á eftir fyrirsæt- unum sem sýndu fötin og lokaði sýningunni.“ Særós byrjaði sína fyrstu önn í Hönnunar- og handverksskólanum nú í haust, en hefur þegar fangað athygli búðareiganda á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég er að selja vörurn- ar mínar í Ranimósk á Laugarveg- inum. Ég er búin að selja meiri- hlutann af fyrstu línunni og er að selja það sem eftir er af seinni lín- unni,“ segir Særós ánægð. Sýning Tækniskólans fer fram í Laugardalslaug 15. nóvember næstkomandi þar sem ungir lista- menn fá tækifæri til að koma sér á framfæri. Vörur Særósar eru einnig til sýnis og sölu á heimasíðunni www. myspace.com/saeros_design. -aóv Þriðja sýningin á ári Særós Mist Hrannarsdóttir öðlaðist áhuga á fatahönnun í Danmörku, þar sem hún fékk að kynnast námi í fatahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR M YN D /M A RI A N N E RI IS B LÆ BJ ER G Þrátt fyrir ungan aldur hefur Særós þegar vakið athygli fyrir hönnun sína. M YN D /E G IL L BJ A RK I veljum íslenskt ● fréttablaðið ● ÍSLENSKAR INNRÉTTINGAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPAR Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Íslensk hönnun og framleiðsla í 73 ár AF HVERJU AÐ VELJA ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU: -BETRA VERÐ (vegna gengis) -VANDAÐRI VINNA -MEIRI SVEIGJANLEIKI -ENGIN GENIGSÁHÆTTA -ATVINNA Í LANDINU -SPARAÐUR GJALDEYRIR -VELTA INN Í HAGKERFIÐ -VELTA INN Í SKATTKERFIÐ Stöndum saman veljum íslenskt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 297. tölublað (30.10.2008)
https://timarit.is/issue/278456

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

297. tölublað (30.10.2008)

Aðgerðir: