Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 62
42 30. október 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. loðfeldur, 6. málmur, 8. dauði, 9. festing, 11. á fæti, 12. vísdómur, 14. einkennis, 16. gjaldmiðill, 17. nár, 18. vitur, 20. frú, 21. áhrifavald. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. skammstöfun, 4. nennuleysi, 5. rá, 7. bergtegund, 10. samhliða, 13. óvild, 15. listi, 16. þyrping, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. pels, 6. ál, 8. hel, 9. lím, 11. tá, 12. speki, 14. aðals, 16. kr, 17. lík, 18. vís, 20. fr, 21. ítak. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. eh, 4. letilíf, 5. slá, 7. líparít, 10. með, 13. kal, 15. skrá, 16. kví, 19. sa. „Krua Thai kemur alltaf sterkur inn sem skyndibiti. Ég fer reglu- lega þangað til að ná í mat. Ég tek alltaf rúllurnar og svo finnst mér Tom Kha Kai-súpan alveg rosaleg.“ Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. „Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum,“ segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórs- höfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síð- ustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir. Hans segir að Færeyingar allir hugsi hlýlega til íslensku þjóðar- innar á þessari stundu. Enda eigi þjóðirnar margt sameiginlegt. Hann bætir því hins vegar við að þetta sé kannski líka svolítið kald- hæðnislegt og fyndið; að litla eyjan skuli koma þeirri stóru til hjálpar. Ekki síst í ljósi íslensku útrásarinnar þar sem Íslendingar blönduðu geði við stórþjóðir en gleymdu kannski sínum nánustu á Færeyjum. En fyrst og fremst er Andreasen ánægður með aðstoð færeysku ríkisstjórnarinnar. Og telur að þetta eigi eingöngu eftir að styrkja vináttubönd landanna. „Við höfum mikla trú á Íslending- um og teljum að þeir verði fljótir að ná sér á strik. Og kannski í framtíðinni, ef Færeyjar lenda í viðlíka vandræðum, eiga Íslend- ingar eftir að koma okkur til aðstoðar.“ Færeyingar hafa alltaf notið töluverðrar hylli á Íslandi. Fær- eysk tónlist hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá Íslendingum og er skemmst að minnast vinsælda Eivarar Pálsdóttur. Færeyska X- factor-stjarnan Jógvan var, eins og aðrir Íslendingar, ákaflega upp- rifinn yfir stuðningi landa sinna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega fallega gert af sam- löndum mínum,“ segir hann en bætir því við að Færeyingar hafi haft virkilegar áhyggjur af frændum sínum. „Fólk var að hringja í mig og spyrja mig hvort mig vantaði mat, hvort greiðslukortin virkuðu og svoleiðis. Þeir höfðu virkilegar áhyggjur,“ útskýrir Jóg- van en bætir því við að Færeyingar viti nákvæm- lega hvernig íslensku þjóðinni líði. „Við vitum alveg hvað kreppa er, það eru bara fimmtán ár síðan við upplifðum það sama, fólksflótta og atvinnuleysi. Og Færeyingum er því ekki beint hlátur í huga.“ Jógvan er ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Ísland þrátt fyrir bagalegt efnahags- ástand. „Ég fann ekkert fyrir kreppunni í Færeyj- um á sínum tíma og ætla því að standa þessa af mér.“ - fgg HANS ANDREASEN: LÁNIÐ STYRKIR VINÁTTUBÖND LANDANNA Glimrandi gangur á skemmtistaðnum Glitni FLÝR EKKI ÍSLAND Er ánægður með lánið frá Færeyjum. Hann segir samlanda sína hafa verið virkilega áhyggjufulla yfir ástandinu á Íslandi. STYÐJUM FRÆNDUR OKKAR Hans Andreasen segir enga Þórðargleði ríkja hjá Færey- ingum. En viðurkennir að í stóra samhenginu sé lán Færeyinga til Íslands óneitan- lega skondið. „Hann er velkominn. Ég man ekki betur en þessi hópur hafi komið til að hitta Ingibjörgu [Sólrúnu Gísladóttur] síðastliðið sumar og eftir því sem ég best veit tók hún þessu erindi fagnandi,“ segir Kristrún Heimisdóttir, aðstoðar- maður utanríkisráherra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að Dalai Lama, leið- togi Tíbeta, komi til landsins og fyrirhuguð er mikil samkoma í tengslum við hingaðkomu hans í Laugadalshöll næsta sumar. All- stór hópur stendur að heimsókn Lama en um hana hefur ríkt mikil leynd enda þarf ýmislegt að ganga upp til að af þessu geti orðið. Þeir sem viðriðnir eru verkefnið hafa hins vegar ekki viljað tjá sig við blaðið að svo stöddu máli – meðal annars á for- sendum ráðlegginga sérfræðinga um kynningarmál. Ýmsar spurningar vakna í tengslum Dalai Lama, hvar hann flækist og fer, en vitað er að Kín- verjar líta það ekki hýru auga að stjórnvöld bjóði honum í opinbera heimsókn vegna viðkvæmrar stöðu; sjálfstæðisbaráttu Tíbeta og yfirráða Kínverska heimsveld- isins þar. Því var það svo að hóp- urinn setti sig í samband við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra til skrafs og ráðagerða. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld muni taka komu Dalai Lama opnum örmum. „Ég var ekki viðstödd þegar þau komu í ráðuneytið. Hugsan- lega myndu vakna einhverjar spurningar um prótókól í tengsl- um við Dalai Lama. En ég held að hann sé ekki með neitt svoleiðis. Það myndi þá verða leyst,“ segir Kristrún. - jbg Dalai Lama væntanlegur til Íslands DALAI LAMA Stefnt er að mikilli sam- komu í Laugardalshöll þar sem sjálfur Dalai Lama mun ávarpa hópinn. Mikil eftirvænting ríkir vegna útgáfu nýrrar bókar Arnald- ar Indriðasonar, Myrkár. Hún kemur í verslanir 1. nóvember eins og allar bækur met- söluhöfundarins og verður Forlagið með húllumhæ í tilefni þess. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun lesa upp úr bókinni í Eymundsson á útgáfudaginn og Lögreglukórinn syngur nokkur lög. Bókin verður prentuð í 30 þúsund eintökum – sem er langstærsta fyrsta prentun skáldsögu sem gefin hefur verið út á Íslandi eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Þótt Íslendingar séu ekki hátt skrif- aðir í Danaveldi um þessar mundir mælir hið ágæta tímarit Bo Bedre með því að Danir gefi íslenska hönn- un í jólagjöf í sérstakri jóla- gjafahand- bók – 70 jólagjafir. Um er að ræða skartgripatréð svokall- aða, sem er sköpunarverk Hrafns Gunnarssonar, hönnuðar á Fíton auglýsingastofu. Skartgripatréð má fá í tré eða svörtu plexi og kostar 475 krónur danskar. Blaðið treystir sér ekki til að umreikna það í íslenskar krónur. Engan bilbug er að finna á foreldra- ráði Flensborgarskóla í Hafnarfirði sem boðar til aðalfundar næstkom- andi þriðjudag. Á fundinn hefur verið fenginn enginn annar en Guðmund- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem ætlar að ræða í fyrirlestri hvernig ná megi árangri og um leiðina að silfrinu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnasistar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur,“ segir Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands. Dóra skrifaði ansi afdráttarlausa lýsingu á fána mótmælandasam- takanna Nýir tímar á Facebook- síðu sinni. Og hvetur hópinn til að endurskoða sinn gang. „Ég held að þetta hljóti bara að vera mistök. Fáninn hlýtur að vera ofsalega vanhugsaður og hafa orðið til í einhverju fári. Ég fyrir mitt leyti myndi aldrei hylla þennan fána,“ útskýrir Dóra. Í útskýringum sínum á Facebook skrifar Dóra meðal annars: „Litir Hitlers og nasista, blóðugrar byltingar, tilvísun í tákni til hakakrossins, skálínur bylting- arinnar og hugmyndakúgunar, brottnám himinblámans úr íslenska fánanum, hnefar á lofti.“ Snorri Ásmundsson, einn fulltrúi Nýrra tíma, segir að þau séu að breyta öllu útliti á síðunni. Og að fáninn verði tekinn út. Það verði annar litur á honum og aðrar línur. Hann vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið mistök. Segir alveg kokhraustur að þetta hafi verið sú umræða sem þau vildu fá af stað. „Þetta var alveg útpælt hjá okkur,” segir Snorri en Nýir tímar hafa boðað til mótmæla á laugardaginn klukkan tvö. - fgg Nýjum fána Nýrra tíma verður breytt NASISTALEGUR Fáni Nýrra tíma er að mati fagstjóra grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands mikil mistök. Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí ka 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN ÚTPÆLT Snorri vill ekki viðurkenna að fáninn hafi verið mistök; þetta hafi verið útpældur áróður. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1. Kaj Leo Johannesen. 2. Í Sýrlandi. 3. Latibær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.