Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 48
28 30. október 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í Kassa Þjóðleikhússins var nýtt leikrit Sigurðar Pálssonar, Utan gátta, frumsýnt á föstudagskvöldið. Við sitjum í myrkri og kunnuglegt lag frá sjöunda áratugnum dúndrast yfir okkur, Mothers Little Helper. Var þetta eitthvert leiðandi stef? Átti þetta að mynda hugrenningar- tengsl við þær pillur sem hjálpuðu mömmunni í textanum? Utan gátta. Já, kannski erum við öll utan gátta! Utan gátta út og inn um allar gáttir. Gáttirnar eru vel nýttar í leikmynd sem byggir á inn- og útkomum. Að segja allt, og reyna að koma öllu í alheimi að, er erfitt. Hver hefur nú svo sem sagt að leikhúsið eigi endilega að vera auðvelt? Þeir sem sátu með djúpa hrukku milli augna í leitinni að merkingunni eða öllum vísununum voru líklega á rangri leið, meðan þeir sem gáfu sig hinni lifandi leikmynd á vald og nutu þess sem fyrir augu og eyru bar urðu líklega fyrir einhvers konar fjörinnspýtingu. Öll sú mynd sem birtist áhorfend- um er einkar heillandi. Leikarar blása lífi í persónur sem varla eru á lífi en koma engu að síður til leiks- ins í ákveðnu mannlegu gervi. Gervin eru einnig heillandi, tónarn- ir eru heillandi, öskrin mögnuð og inn- og útkomur úr rýminu eins og ferðalag sem aldrei tekur enda en er engu að síður þannig að spenn- andi er að upplifa það sem fram fer. Textinn endurtekur sig og fer í hringi og speglar sig í sjálfum sér aftur og aftur, kynlaus en þó svo leitandi að kyni, án ótta en samt svo fullur ótta, lifandi en samt svo dauð- ur, glaður en samt svo sorgmæddur, frjáls en samt svo kúgaður, þreytt- ur en samt svo sprækur, heyrandi en samt svo heyrnarlaus... Ef höfundarnir væru ekki vel yfir þrítugt hefði mátt kalla þetta leiklistarmyndband en með hliðsjón af reynslu og fyrri störfum höfund- ar og leikstjórans er varla um neitt annað að ræða en örvæntingarfulla tilraun til þess að koma öllu að, og sýna allt sem hægt er að gera og segja í einu. Minnti mig svolítið á söguna um manninn sem gat engu gleymt. Hann hafði fengið höfuð- áverka í stríði og allar formúlur lífsins fyrir utan, smá og stór atriði, birtust honum stöðugt og að lokum sprakk í honum hjartað, sem þoldi ekki álagið. Það voru gullmolar inn á milli sem hrutu af vörum Villu og Millu en svo hétu konurnar. Þetta er tvítal en ekki samtal og máske einmitt það sem höfundur er að segja okkur að díalógurinn á sér ekkert endi- lega stað þó svo að tvær manneskj- ur séu að skiptast á orðum, eða hreinlega skipta á milli sín orðum. Á einum tímapunkti efast per- sónan eða veran sem Ólafía Hrönn ljær lífi hvers kyns hún er. Þegar hin veran sem Kristbjörg Kjeld túlkar segir henni að gá, neitar sú fyrri. Þessi sýning var ekki línuleg aflesning heldur má segja að pólar hafi rekist á póla og vandað var til allra lausna þannig að kannski var það eins og við værum öll utan gátta. Gríski harmleikurinn er nálægur, þriðja ríkið flækist fyrir möguleikum til þess að finna ham- ingjuna. Eggert Þorleifsson gjör- nýtir sína mögnuðu hæfileika í að lyfta fram mikróskópískum smáat- riðum og gera sprenghlægileg. Þegar hann hljóp um hið hlýja rými og var að krossa á allar dyr, minni úr arabískum ævintýrum, ætlaði salurinn hreint að springa. Hinir leikararnir, þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Arnar Jónsson, skiluðu einnig hlutverkum sínum mjög vel. Kannski á maður að vera svo djúp- ur að kalla þetta ekki hlutverk, heldur svipmyndir? Það er mjög sjaldgæft hérlendis að leiksýning sé eitt heildrænt lista- verk en það er víst alveg óhætt að segja um þessa sýningu. Textinn gaf ekki tilefni til fyndni og fáránleika en val leikstjórans á lestraraðferðinni gerði það að verk- um að hið innilokaða, sorglega og vonlausa sameinaðist í fegurð og fyndni. Síðasta myndin í verkinu eftir að konurnar eru annaðhvort slokknaðar eða dánar, þegar okkur birtist opinn gluggi fagurblár með örlítilli en skærri týru var sú, sem margir vonast kannski til þess að sjá einn góðan veðurdag. Áhuga- verð sýning, með miklum listræn- um metnaði, en þó helst til of löng. Elísabet Brekkan Heildrænt listaverk á sviðinu LEIKLIST Utan gátta Höfundur: Sigurður Pálsson Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd og búningar: Gretar Reynis- son. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Gervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir og Svan- hvít Valgeirsdóttir Tónlist: Sigurður Bjóla ★★★ Djúp og löng. LEIKLIST Kristbjörg Kjeld og Ólafía Hrönn í hlutverkum sínum. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Sextett Hauks Gröndal er tiltölulega nýr af nálinni og tróð upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágúst við mjög góðar undirtektir. Efnisskrá sveitarinnar er saman- sett af perlum jazzbókmenntanna með sérstaka skírskotun í hljóm K.K. sextettsins en sú hljómsveit var ein vinsælasta danshljómsveit landsins um árabil. Með Hauki Gröndal sem leikur á saxófón leika Reynir Sigurðsson, en hann er einn af okkar helstu víbrafónleikurum og heldur upp á 50 ára starfsafmæli í ár; Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Í seinni hlutanum kemur fram Jónsson & More sem er nýstofnað tríó skipað þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Efnisskrá tríósins er úr smiðju Thelonious Monk og Charlie Mingus sem og frum- flutningur á nýju efni Þorgríms Jónssonar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbbur- inn heitir í höfuðið á helsta jazz- geggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistar- sjóðnum og Menningarsjóði FÍH. Múlinn í kvöld á Rósenberg ath. Allrasálnamessa er á sunnudag. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst þá fyrir tónleikum í Hallgrímskirkju. Fram kemur kammerkórinn Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar og flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Eric Whitacre og tvo enska endurreisnarmeistara, þá Thomas Tomkins og Thomas Weelkes. Tónleikarnir hefjast kl. 17. > Ekki missa af... stórtónleikum í Háskólabíói laugardag eftir viku. Þar leiða saman hesta sína Sinfóníu- hljómsveit Íslands og stór- tenórinn Kristján Jóhannsson. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Auk þess verður leikin fimmta sin- fónía Beethovens, karnivalfor- leikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Sviðslistahópurinn Panic Productions frumsýnir nýjasta verk sitt, Private Dancer, á stóra sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld. Verkið má flokka undir dansleikhús en með- limir hópsins búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Höfundar semja verkið frá grunni og liggur að baki því mikil vinna og langur fæð- ingartími. Private Dancer er eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur, Jared Gradinger og Svein- björgu Þórhallsdóttur og flytja þau líka verk- ið. Margrét Sara og Jared hafa á síðustu árum verið meðlimir í dansleikhúsi Constönzu Mac- ras, Dorky Park, staðsett í Schaubuehne-leik- húsinu í Berlín. Margrét Sara hefur undanfarið unnið með Ernu Ómarsdóttur og voru þær til- nefndar til Grímunnar 2007 sem bestu dans- höfundar og dansarar fyrir verkið Mysteries of love. Þær vinna nú að annarri sýningu, Mysteries of love II, ásamt fleirum. Sveinbjörg er reynslumikill danshöfundur og dansari og hefur verið kóríógrafer í mörg- um sviðsuppfærslum hérlendis. Hennar nýj- ustu verk eru Skekkja, sem sýnt var í Borgar- leikhúsinu í október í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, og væntanleg jólasýning Þjóð- leikhússins, Sumarljós. Jared er bandarískur leikari en hefur búið og starfað í Berlín um árabil og hefur fylgt Dorky Park frá upphafi og ferðast með hópnum með sýningar um allan heim. Hann er einnig listrænn stjórnandi How Do You Are Festival Les Grandes Traversees í Bordeaux. Panic Productions er sviðslistahópur og framleiðslufyrirtæki stofnað árið 2004 af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur. Meginmarkmið þeirra er að starfa og skapa með erlendum listamönnum og færa afurðina heim til Íslands sem og sýna hana erlendis. Frá stofnun hafa átta verk verið gerð í nafni Panic Productions, með ýmsum listamönnum frá ýmsum löndum. Frumsýning á Private Dancer verður á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og aðrar sýn- ingar verða 1. og 2. nóvember. Aðeins verða þessar þrjár sýningar hér á landi. Í kjölfarið fer sýningin til Frakklands og sýnir þar á How Do You Are Festival Les Grandes Traversees í Bordeaux 30. desember Einnig eru áætlaðar sýningar í Berlín snemma á næsta ári og í Royan, Frakklandi í júní. pbb@frettabladid.is Einkadans fyrir þrjá dansara LEIKLIST Margrét Sara í verki þeirra þremenninga. MYND PANIC PRODUCTIONS Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 2/11 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare fim. 30/10, fös 31/10, sun 2/11 Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 2/11 örfá sæti laus, sýningum fer fækkandi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum fös. 30/10, lau. 31/10 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað fös. 30/10, lau. 31/10 uppselt Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 1/11, örfá sæti laus Þrjár sýningar eftir Sá ljóti Marius von Mayenburg Fimm sýningar á Smíðaverkstæðinu í nóvember. Tryggið ykkur sæti í tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.