Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 54
34 30. október 2008 FIMMTUDAGUR SHIA LABEOUF MICHELLE MONAGHAN OG BILLY BOB THORNTHON VIÐ ERUM ALLS STAÐAR! NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 12 16 L 14 L L L MY BEST FRIENDS GIRL kl. 6 - 8 - 10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 6 12 14 L EAGLE EYE kl. 5.30D - 10.30D EAGLE EYE LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.40 - 8 - 10.20 MAX PAYNE kl. 8D - 10.15D HOUSE BUNNY kl. 3.40 - 5.45 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 3.45 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 L 14 L 16 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 8 - 10.15 THE WOMEN kl. 5.30 - 8 - 10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 - 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 5.30 BURN AFTER READING kl. 8 - 10.15 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 16 L 16 MAX PAYNE kl. 5.45 - 8 - 10.15 BANGKOK DANGER kl. 5.30 - 8 - 10.20 HOUSE BUNNY kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna FRÁ HÖFUNDI „ THE NOTEBOOK” SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 Km hraða! TOPP GRÍNMYND! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! MARK WAHLBERG ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLUNNI THE HOUSE BUNNY kl. 8 L PINEAPPLE EXPRESS kl. 10:10 16 NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 L BURN AFTER READING kl. 10:10 16 EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 16 SEX DRIVE kl. 10:20 12 WOMAN kl. 8 EAGLE EYE kl. 8 - 10:10 16 CHARLIE BARTLETT kl. 8 12 RIGHTEOUS KILL kl. 10:10 16 EAGLE EYE kl. 5:40D - 8D - 10:30D 12 EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 MAX PAYNE kl. 6 - 8:10 - 10:30 16 NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 L PATHOLOGY kl. 10:30 16 WILD CHILD kl. 8 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L EAGLE EYE kl. 6:30 - 9 - 10 12 SEX DRIVE kl. 8 12 HAPPY GO LUCKY kl. 10:10 síð sýn. 12 JOURNEY 3D kl. 6 L WILD CHILD kl. 6 L ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! Hörkuspennandi mynd frá STEPHEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. DIGITAL-3D DIGITAL DIGITAL DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 EAGLE EYE - POWER kl. 5.45, 8 og 10.15 16 SKJALDBAKANN OG HÉRINN kl. 6 (650 kr.) - ÍSL.TAL L RIGHTEOUS KILL kl. 10 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 og 10 12 MAMMA MIA kl. 6 og 8 L M Y N D O G H L J Ó Ð TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr.POWERS ÝNING KL. 10:15 DIGITAL MY ND OG HLJÓ Ð Hinn gríðarlega efnilegi Unn- steinn Manuel Stefánsson fer fyrir Retro Stefson, þótt slíku forystu- hlutverki hafi aldrei verið haldið á lofti. Unnsteinn er 18 ára og semur flest lög og texta í mismikilli sam- vinnu við aðra í sveitinni. Hljóm- sveitin, sem skipuð er miklu hæfi- leikafólki, hóf starfsemi fyrir nokkrum árum þegar krakkarnir voru í Austurbæjarskóla. Nú eru þeir flestir komnir í MH, svo Retro Stefson er orðin (enn ein) MH- grúppan. Montaña er fyrsta plata sveitar- innar, en fyrir nokkrum misserum fór að á bera á hljómsveitinni og skemmtilegum lögum hennar. Til- gerðarleysi lagasmíðanna er algjört, Unnsteinn og félagar hafa lent á sínum eigin stíl; fersku leit- andi „indie“ poppi, oft krydduðu sólbökuðum og suðrænum andblæ. Sungið er jöfnum höndum á ensku, íslensku, spænsku og portúgölsku. Þessi blanda, ásamt sérstakri tón- listinni er höfuðeinkenni sveitar- innar og gerir hana einstæða í íslenska popplandslaginu. Retro Stefson er dálítið eins og sólblóm í kartöflubeði. Mörg ilmandi fín lög eru borin fram af aðalmatseðli. „Wolf, the boy who cried“, „Salvatore“, „Medallion“ og titillagið „Mont- aña“ eru sem dæmi hausaskakandi gleðibankainnlegg. Í forrétt er „Tælandi“ sem er borið fram á diski Spilverks þjóðanna en í seðj- andi eftirrétt er hið hnausþykka tólf mínútna „Senséní“. Það lag er eins og álfur út úr hól plötunnar, og sá álfur er kófsveittur og í neon- litum hlaupagalla. Spennandi og vel útilátinn pakki, næstum 50 mínútna, bíður þeirra sem leggja sig eftir þessari fínu plötu. Enn frábærari hluta er án efa að vænta frá þessum krökkum, enda má gapa yfir ungum aldri þessa afreksfólks. Ef ég má vera leiðinlegur í endann hefði ég viljað sjá veglegri umbúðir utan um plöt- una, textablöð, list og myndir. Þegar gefið er út á öld hljóðskráa finnst mér mikilvægt að leggja vel í umbúðirnar til að auka vægi áþreifanlegu útgáfunnar. Dr. Gunni Engin tilgerð, bara gaman TÓNLIST Montaña Retro Stefson ★★★★ Retro Stefson er dálítið eins og sól- blóm í kartöflubeði. Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið,“ segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stutt- mynd hans, Auga fyrir auga, verð- ur að finna og aukaefni. „Jólagjöf- in í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur.“ En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa,“ segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir.“ Árni bend- ir áhugasömum á síðuna youtube. com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmynd- ina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Bein- teinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungl- ing sem strýkur af barna- og ungl- ingaheimili til að hefna sín á skóla- félögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiran- um og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina.“ Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjór- ans. Þetta er að vissu marki for- varnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur.“ Árni Beinteinn er þegar byrjað- ur að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd.“ Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvik- myndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmynda- gerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is Árni Beinteinn á útopnu ÁRNI BEINTEINN Nýkominn frá Hollandi, þar sem hann flutti erindi, er hann að ganga frá útgáfu nýs DVD-disks þar sem má finna mynd hans Auga fyrir auga – plús aukaefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorska- stríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklings- verkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér,“ segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugn- um í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlits- lega og Eddie Cochran tónlistar- lega.“ Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur mynd- bönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb Andfélagslegur og kynlaus STEINI Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.