Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 10
 Fasteignamat rík- isins má ekki nota gögn úr sínum fórum til að selja fjármálastofn- unum upplýsingar um breytingar á eignarhaldi fasteigna. Per- sónuvernd segir að vinnsla slíkra gagna myndi fela í sér „mikið og íþyngjandi inngrip í einka- líf fólks“. Fasteigna- matið vildi veita fjármálafyr- irtækjum „þá þjónustu að vakta eignarhald fasteigna hjá þeim sem eru í sjálfskuldarábyrgð vegna lána hjá viðkomandi fyrirtæki“ og vísaði í lagaákvæði um að stofnun- inni sé heimilt að vinna upplýsing- ar úr Landskrá fasteigna og selja. Má ekki vakta eignarhald húsa Þökkum frá Íslend- ingum rigndi yfir ritstjórnina á færeyska blaðinu Dimmalætting í fyrrakvöld og gærdag vegna vil- yrðis þeirra um að veita þjóðinni lán. Blaðamaðurinn Brynhild Thomsen birti brot úr þeim á vef- síðu blaðsins dimma.fo en auk þess hafa fleiri fjölmiðlar fjallað um mikil viðbrögð Íslendinga. Brynhild sagði í viðtali við Frétta- blaðið að fjölmörg og tilfinninga- þrungin viðbrögð Íslendinga hafi komið sér mjög á óvart og hafi snert sig djúpt. Færeyingar telji engan vafa leika á því að þeim beri rík skylda til að bjóða fram aðstoð sína. „Við höfum gengið í gegnum þetta. Við vitum hvernig það er að skammast sín og finnast maður hafa orðið að athlægi gagnvart ver- öldinni,“ segir Brynhild og vísar í fjárhagshrun Færeyja á tíunda ára- tugnum. Landsmenn glímdu þá við mikla erfiðleika, fátækt og fólks- flótta en tókust á við niðurlæging- una. Sem dæmi um styrk þeirra má nefna að árið 1995, eða einu af erf- iðari kreppuárum þar í landi, söfn- uðu Færeyingar miklu fé til styrkt- ar fórnarlömbum snjóflóðanna. „Það vissi ég vel að foreldrar mínir höfðu ekkert lifað um efni fram þegar kreppan skall á Færeyjum, engu síður reyndi ástandið mjög á þau. Almenningur í Færeyjum bar ekki ábyrgð á ástandinu heldur þeir sem fóru með völdin, þeim var treyst til þess að taka réttar ákvarð- anir. Venjulegt fólk hefur ekki vald til að skapa svona erfiðleika en þarf að sitja undir bröndur- um um að það eigi þá skilið,“ segir Brynhild og segir að ekki þýði nú annað fyrir Íslendinga en að bera höf- uðið hátt og horfa fram á við. Einar Már Guðmundsson skáld segir Færeyjar hafa haft mikil áhrif á sig. Hann hafi fyrst komið þangað árið 1977. Þá hafi landið iðað af athafnasemi og alþjóðlegir straumar sett mark sitt á mannlíf- ið. Þegar hann hafi komið þangað á tíunda áratugnum hafi andrúmsloftið verið gjörbreytt og í líkingu við þyngslin sem nú eru að skapast hér á landi. Í greininni Í landi norðurljósanna frá 2006 skrif- ar Einar meðal annars um Færeyj- ar: „Þótt norðurljósin skreyti oft himininn yfir Íslandi finnst mér Færeyingar eiga þau. Ég er kannski bara svona rausnarlegur og þetta svipuð rökleysa og þegar menn kýta um hver eigi jólasveininn. Ég hef heldur aldrei heyrt að nokkur Færeyingur hafi reynt að selja norðurljósin eins og skáldið Einar Benediktsson, sem bauð þau til kaups í London fyrir hundrað árum og ekki óviðeigandi að rifja upp nú þegar íslenskir kaupsýslu- menn fara um heiminn eins og vík- ingar með greiðslukort.“ Þakklæti Íslendinga snertir Færeyinga Þótt lán færeysku þjóðarinnar dugi skammt þykir móralskur stuðningur þeirra mjög dýrmætur enda lánið hlutfallslega mjög hátt. Hundruð íslenskra þakkar- bréfa hafa streymt til Færeyja, fólki þar til furðu. Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.