Fréttablaðið - 30.10.2008, Qupperneq 12
12 30. október 2008 FIMMTUDAGUR
Eftir helgi munu Banda-
ríkjamenn ganga til
sögulegra kosninga því allt
virðist stefna í að sigurveg-
arinn verði Barack Obama,
fyrsti svarti maðurinn sem
kjörinn er forseti Banda-
ríkjanna.
Þótt stutt sé til kosninga getur enn
allt gerst, og því vitaskuld rangt
að afskrifa John McCain. Reyndar
segir sagan að frambjóðendum,
sem eru álíka mikið undir og
McCain er nú, þetta stuttu fyrir
kosningar, tekst ekki að snúa tafl-
inu við. Undantekningin sem sann-
ar regluna er Ronald Reagan, og
það eru líklega allir stjórnmála-
skýrendur sammála um að McCain
er enginn Reagan.
Obama með afgerandi forskot
Ef litið er á meðaltal skoðanakann-
ana sést að síðan ljóst var orðið að
Obama hefði borið sigurorð af
Hillary Clinton í prófkjöri demó-
krata í byrjun maí hefur hann haft
nokkuð afgerandi forskot á
McCain á landsvísu. Eins og línu-
ritið hér að neðan sýnir hefur for-
skotið verið um og yfir eitt pró-
sentustig, ef undan eru skildir um
tíu dagar í kringum landsfund rep-
úblikana. Þótt munurinn hafi
minnkað aftur lítillega á síðustu
dögum er hann þó enn vel yfir
skekkjumörkum í flestum könn-
unum.
En nú er það svo í bandarískum
stjórnmálum að fylgi frambjóð-
enda á landsvísu skiptir sáralitlu
máli, nema að því leyti sem það er
vísbending um fylgi þeirra í ein-
stökum ríkjum þar sem úrslit
kosninganna eru ráðin. Hér ráða
fáein „barátturíki“ úrslitum, því í
flestum ríkjunum er annar hvor
flokkurinn með það öruggt forskot
að þau eru „með“ í spilinu.
Að þessu sinni virðist vígstaða
demókrata óvenju sterk. Obama
hefur að meðaltali 10-20 prósentu-
stiga forskot í öllum ríkjum sem
kusu Kerry 2004, og ef Obama
heldur í þessi ríki þarf hann ekki
að bæta við sig nema 18
kjörmönnum. Kosningaskrifstofa
McCain hefur þegar svo gott sem
játað að McCain muni tapa í
Nevada, Nýju-Mexíkó og Iowa,
sem hafa 17 kjörmenn. Þá telja
stjórnmálaskýrendur að Obama sé
öruggur um sigur í Virginíu og
Colorado. McCain hefur því lagt
alla áherslu á að koma í veg fyrir
að Obama nái sigrí í öðrum barátt-
uríkjum sem Bush vann 2004, en
að auki ætlar hann sér sigur í
Pennsylvaníu, þar sem Obama
mælist með um 10 prósentustiga
forskot. Með því móti gæti McCain
náð 277 kjörmönnum og tryggt sér
sigur.
Það er hins vegar talið mjög
ólíklegt að McCain að ná þessu
marki. NBC-sjónvarpsstöðin spáir
því nú að Obama hafi öruggt for-
skot í ríkjum sem telja 286 kjör-
menn og tölfræðilíkön sýna að það
eru aðeins 3,8 prósenta líkur á að
McCain nái að sigra á þriðjudag.
Samkvæmt sömu athugunum eru
41,2 prósenta líkur á yfirburða-
sigri Obama, fái 375 kjörmenn á
móti 163 kjörmönnum McCain.
„Rauð“ ríki kjósa nú Obama
Í töflunni hér til hliðar má sjá þau
sextán ríki sem talið er að flokkast
megi sem „barátturíki.“ Í töflunni
er borinn saman munurinn á fylgi
Obama og McCain samkvæmt
meðaltali síðustu kannana í við-
komandi ríkjum, og munurinn á
fylgi George Bush og John Kerry í
kosningunum 2004.
Af þessum tölum má vera ljóst að
Obama virðist vera með mjög
sterka stöðu í flestum barátturíkj-
unum. Fylgisaukning demókrata
er óumdeilanlega sláandi, enda
hafa stjórnmálaskýrendur vestan-
hafs talað um að Obama hafi „end-
urteiknað kortið“ þegar kemur að
forsetakosningum. Ríki sem hafa
verið „rauð“ í áratugi virðast nú
vera orðin „blá“ – en í bandarísk-
um stjórnmálum eru repúblikanar
ætíð auðkenndir með rauðum lit
og demókratar bláum.
Hvað skýrir forskot Obama?
Sumir stjórnmálaskýrendur hafa
skýrt slakt gengi McCain að und-
anförnu með fjármálakreppunni.
Kreppan hafi flutt utanríkismálin
og „stríðið gegn hryðjuverkum“
aftar í forgangsröðina í huga kjós-
enda, en þau mál hafa löngum
verið sterkasta vígi repúblikana
og þó sérstaklega McCain.
Hið sanna er þó líklega að það
hafi verið viðbrögð McCain við
fjármálakreppunni sem hafi graf-
ið undan fylgi hans, en þau hafa
verið bæði fálmkennd og ómark-
viss. McCain hefur gefið út þver-
sagnakenndar yfirlýsingar um
ástand efnahagsmála og flestum
þótti loforði hans um að gera hlé á
forsetaframboðinu til að taka þátt
í samningaviðræðum þingsins um
700 milljarða dala björgunarpakka
stjórnvalda bera vott um sýndar-
mennsku.
Í nýjustu könnun CBS-sjón-
varpsstöðvarinnar kemur enda
fram að 49 prósent kjósenda bera
nú mikið traust til getu Obama til
að taka réttar ákvarðanir á ögur-
stundu, meðan 46 prósent bera
sama traust til McCain. Þessar
tölur eru mikið áfall fyrir McCain,
því í sumar hafði hann mikið for-
skot á Obama þegar kjósendur
voru spurðir að því hvorum fram-
bjóðandanum þeir treystu betur
til að taka afdrifaríkar ákvarðanir
undir óvæntu álagi.
Þá hafa margir bent á að val
McCain á Söru Palin sem varafor-
setaefni sínu hafi síst orðið til að
auka tiltrú almennings á dóm-
greind hans. Ákvörðun Colins
Powell að lýsa yfir stuðningi við
Obama var að sögn meðal annars
byggð á vali McCain á Palin, og í
könnun ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar segja 52 prósent kjósenda að
valið á Palin hafi rýrt tiltrú þeirra
á McCain. Það lítur því út fyrir að
fylgisaukning sú sem McCain fékk
út á Palin, í kringum landsfundinn,
hafi verið skammgóður vermir.
FRÉTTASKÝRING: Forsetakosningar í Bandaríkjunum
Niðurstöður kosninga 2004
Bush/Cheney 286
Kerry/Edwards 252
NH
3
MA
12
RI
4
CT
7
NJ
15
DE
3
MD
10
DC
3
VT
3WA11
OR
7
CA
56
NV
6
ID
4
MT
3
ND
3
WY
3
UT
6 CO
9
NM
6
AZ
10
TX
34
OK
7
KS
6
NE
5
SD
3
MN
10
IA
7
WI
10
IL
21
MO
11
AR
6
LA
9
MS
6
AL
9
GA
15
SC
8
FL
27
TN 11
NC
15
KY 8
IN
11
MI
17
OH
20
PA
21
ME
4
NY
31
VA
15
WV
15
AK
3
HI
4
Obama/Biden 311
Öruggt forskot – 259 kjörmenn
Naumt forskot – 52 kjörmenn
McCain/Palin 157
Öruggt forskot 127 – kjörmenn
Naumt forskot 30 – kjörmenn
Munur á frambjóðendum innan við 3,5% – 70 kjörmenn
Útkoma ef niðurstaða verður í
samræmi við síðustu kannanir
MEÐALTAL SKOÐANAKANNANA
HEIMILD: REALCLEARPOLITICS.COM
McCain/Palin 136
Obama/Biden 375
NORÐUR-KÓREA, AP Kim Jong Il,
leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður
hafa verið lagður aftur inn á
sjúkrahús eftir að heilsu hans
hrakaði á ný. Hann er talinn hafa
fengið heilablóðfall í ágúst, en
stjórnar landinu nú frá sjúkra-
beði.
Þetta fullyrðir leyniþjónustan í
Suður-Kóreu, sem reynir að fá
fréttir af Kim þótt stjórnvöld í
Norður-Kóreu neiti sem fyrr að
láta nokkuð uppi um heilsufar
leiðtogans.
Taro Aso, for-
sætisráðherra
Japans, segist
einnig hafa
heimildir fyrir
því að Kim sé
enn á sjúkra-
húsi.
„Ástand hans
er ekki mjög
gott, en ég held
þó að hann sé
ekki alveg ófær um að gefa skip-
anir,“ segir Aso. - gb
Leiðtogi Norður-Kóreu:
Sagður stjórna
frá sjúkrabeði
RÚSSLAND, AP Tveir jesúítaprestar
voru nýverið myrtir í Moskvu og
fundust lík þeirra á þriðjudag í
íbúð þeirra, sem er skammt frá
höfuðstöðvum lögreglunnar.
Málið er í rannsókn og lítið
vitað um tildrög morðanna. Þó
þykir ljóst að þeir hafi verið
myrtir með barefli. Ekki er vitað
til þess að þeim hafi borist neinar
hótanir.
Kaþólsku prestarnir hétu Otto
Mesmer og Victor Betancourt og
svo virðist sem Betancourt hafi
verið myrtur í lok síðustu viku,
því hann mætti ekki til messu á
sunnudag, þar sem hans var
vænst.
- gb
Lík fundust í Moskvu:
Tveir jesúíta-
prestar myrtir
ALEXEI II OG ANDRÉ VINGT-TROIS
Patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unnar í Moskvu vottaði kardinála frá
Frakklandi samúð sína.
NORDICPHOTOS/AFP
KIM JONG IL
Líkur á stórsigri Obama
„Rauð“ barátturíki
Innan sviga, forskot Bush 2004
Colorado (+4.7) Obama +6,2
Flórída (+5.0) Obama +2,7
Indiana (+20,7) Obama +1,4
Iowa (+0.7) Obama +11,4
Missouri (+7.2) Obama +0,6
N. Karólína (+12,4) Obama +1,3
Nevada (+2.6) Obama +3,5
New Mexico (+0.7) Obama +8,4
Ohio (+2.1) Obama +6,3
Virginía (+8,2) Obama +7,4
V. Virginia (+12.9) McCain +8,0
„Blá“ barátturíki
Innan sviga, forskot Kerry 2004
Michigan (+3.4) Obama +17,0
Minnesota (+3.5) Obama +11,3
New Hampshire (+1.3) Obama +7,7
Pennsylvanía (+2.5) Obama +10,8
Wisconsin (+0.4) Obama +10,6
„BARÁTTURÍKIN“ 2008
Munurinn á frambjóðendum
FRÉTTASKÝRING
MAGNÚS SVEINN HELGASON
msh@markadurinn.is
50
48
46
44
42
40
38
01.05.2008 1.09.2008 29.10.2008
MEÐALTAL SKOÐANAKANNANA
Á LANDSVÍSU
01.01.2008
Obama
McCain
heimild: realclearpolitics.com
(Í einstökum ríkjum)
sala@a4.is + www.a4.is
Sími: 515 5100
Hlúðu vel að starfsfólkinu þínu.
Dagbók með nafnagyllingu er falleg, vönduð
og persónuleg gjöf á góðu verði.
Leitaðu til okkar með verðtilboð.
Við tökum vel á móti þér.