Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 44
24 30. október 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 50 ára afmæli Í dag, er ég Ólöf Laufey 50 ára. Ég er ekki eins ung og ég var. En ég er ekki eins gömul og ég verð. Af þessu tilefni langar mig að halda smá teiti laugardaginn 1. nóv. kl. 17 í Oddfellowsalnum að Staðarbergi 2-4. Gjafi r afþakkaðar, en líknarmál eru mér mjög ofarlega í huga, ef velunnarar vilja láta eitthvað af hendi rakna í tilefni af tímamótunum. Mín ástkæra eiginkona, Ester Óskarsdóttir Kirkjuvegi 20 ( Gamló )Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 29. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Brynjar Karl Stefánsson Þökkum innilega alla þá vináttu og samúð sem okkur var sýnd við fráfall móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Svövu Guðjónsdóttur áður til heimilis í Bakkahlíð 45, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Börn hinn látnu. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, barnabarnabarn og frændi, Bjarni Salvar Sigurðsson, til heimilis að Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, andaðist að Barnaspítala Hringsins þann 23. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, föstudaginn 31. október, kl. 13.00. Rakel Hrund Matthíasdóttir Sigurður Þór Björgvinsson Þórunn Lea Sigurðardóttir Elsa Bjarnadóttir Matthías Eyjólfsson Þórunn Ólafsdóttir Daníel Magnús Jörundsson Ragnheiður Reynisdóttir Björgvin Helgi Halldórsson Sigríður Þorleifsdóttir og aðrir aðstandendur. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Bjarnadóttir Ólafs Látraströnd 19, Seltjarnarnesi, sem lést 23. október verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Skúli Ólafs Guðbjörg R. Jónsdóttir Bjarni Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar og amma, dóttir, tengdamóðir, systir og mágkona, Herdís Björg Gunngeirsdóttir Ársölum 3, Kópavogi, lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 28. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Friðrik Björnsson Gunngeir Friðriksson Edda Björg Sigmarsdóttir Ásgeir Friðriksson Helga Lára Ólafsdóttir Sigurrós Friðriksdóttir Sigurrós Eyjólfsdóttir Viðar Gunngeirsson Halla Guðmundsdóttir og barnabörn. Kvennalandslið Íslands í fótbolta mun nú leika sinn mikilvægasta leik frá því fyrsti kvennalandsleikurinn fór fram árið 1981 við Skotland. Mikið er í húfi þar sem sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins árið 2009 í Finnlandi er innan seilingar og er Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri Knattspyrnu- sambands Íslands (KSÍ), að vonum spenntur fyrir leiknum. „Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því árið 1981. Lokakeppni stórmóts er eitthvað sem allir knattspyrnu- menn keppa að og nú er einungis einn leikur sem ræður því hvort þær kom- ast í úrslitakeppni stórmóts. Stelpurn- ar eiga því möguleika á stórkostlegu tækifæri og vonandi grípa þær það,“ segir Ómar áhugasamur og bætir við: „Þeim dugar að gera 0-0 jafntefli við Íra og ef þær vinna þá eru þær nátt- úrulega komnar áfram líka. Ég veit að þjálfarinn þeirra, Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson, leggur alla leiki upp þannig að þær sæki til að vinna og hann setti markið strax á þetta mót.“ Kvennalandsliðið náði jafntefli í umspilsleiknum við Íra í Dublin, 26. október síðastliðinn, en lokatölur urðu 1-1. Úrslitin ráðast því væntanlega á Laugardalsvellinum í dag. „Karlarn- ir hafa aldrei komist í svona úrslit en erfitt er þó að bera karla- og kvenna- knattspyrnu saman þar sem fleiri lið eru í karlaknattspyrnu og uppbygging mótanna er öðruvísi. Við skulum því ekki falla í þá gryfju að bera of mikið saman heldur leyfa bara stelpunum að eiga þetta alveg fyrir sig,“ segir Ómar sposkur á svip. Tólf lið leika til úrslita á Evrópu- mótinu 2009 og þau lið sem unnu sína riðla eru öll komin áfram. Í dag lýkur síðan umspili um hin lausu sætin. „Öll sterkustu liðin eru komin áfram og má þar nefna Þýskaland og Frakkland úr okkar riðli og Noreg og Svíþjóð. Þarna eru öll sterkustu kvennalands- lið Evrópu. Það er svo mikill munur á þeim bestu og næstbestu. Þessi lang- bestu eru öll komin áfram,“ útskýrir Ómar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem kvennalandslið Íslands kemst í þetta umspil. „Við höfum bara allt- af lent á móti svo sterkum þjóðum eins og Englandi og Noregi þannig að það hefur verið við ramman reip að draga,“ segir Ómar og nefnir að nú leiki kvennalandsliðið í fyrsta skipti við lið sem er svipað að styrk í um- spili fyrir Evrópumótið og eigi þannig góða möguleika á að komast áfram. „Þetta er mjög sterkur og samstilltur hópur og er án efa besta landslið sem við höfum nokkurn tíma haft,“ segir Ómar stoltur. „Við finnum fyrir mikl- um stuðningi en það er svo sérstakt að þó að stundum gangi illa þá styðja allir áfram við bakið á þeim. Þær eiga dyggan stuðningshóp.“ Miðasala er í fullum gangi á midi.is og er miðaverð 1.000 krónur fyrir full- orðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Áætlað er að leikurinn hefjist klukkan 18.10 og vonast KSÍ til að sem flest- ir sjái sér fært að mæta á völlinn og styðja stelpurnar. „Það verður eflaust kalt á vellinum þannig að við hvetj- um fólk til að mæta vel búið í kulda- galla með kakóbrúsa og upplifa frá- bæra stemningu og styðja liðið,“ segir Ómar að lokum en öruggt er að hann mætir á leikinn góða. hrefna@frettabladid.is ÓMAR SMÁRASON: KVENNALANDSLIÐIÐ SPILAR UM SÆTI Í LOKAKEPPNI EM 2009 Mikilvægasti leikurinn til þessa SEFUR VART FYRIR SPENNINGI Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hefur beðið spenntur eftir úrslitaleiknum frá því íslenska kvenna- landsliðið gerði jafntefli við Íra á sunnudaginn. Í kvöld ræðst hvort stelpurnar komast áfram í lokakeppni EM 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CHARLES ATLAS KRAFTAJÖT- UNN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1892. „Gefðu mér einung- is fimmtán mínútur á dag og ég sanna að ég get breytt þér í nýjan mann!“ Charles Atlas, áður nefnd- ur Angelo Siciliano, þró- aði líkamsræktarkerfi og æfingar sem enn eru við lýði en hann kvaðst hafa breytt sjálfum sér úr horuð- um aula í þróaðasta mann heims. Juan Carlos Spánar- prins varð þjóðarleið- togi Spánverja á þess- um degi fyrir 33 árum og tók þá við af ein- ræðisherranum Franc- isco Franco hershöfð- ingja sem lá sjúkur. Hann var skipað- ur konungur landsins 22. nóvember sama ár, tveimur dögum eftir andlát Francos. Franco var fyrst lítt hrifinn af því að endurreisa spænska konungsveldið. Hins vegar þurfti að leiða til lykta hver tæki við að honum látnum og loks samþykkti hann að arf- takinn yrði konungborinn. Hins vegar var Franco fullur efasemda í garð Juans Carlos eldri, föður Spánarkonungs, sem hann taldi frjálslynd- an og á móti stjórn- inni. Því afréð hann að færa völdin í hend- ur syni hans sem hann taldi auðveldara að heilaþvo. Spánar- prinsinn studdi stjórn Francos opinberlega á þessum árum en átti leynileg samtöl við föður sinn og fundi með stjórnarandstöðu. Juan Carlos hafði yfirumsjón með umskiptum frá einræði yfir í þinglýð- ræði á Spáni og tókst vel til. Kannan- ir frá árinu 2000 sýna að hann er vin- sæll meðal þegna sinna og var valinn vinsælasti leiðtogi spænskumælandi landa í ár. ÞETTA GERÐIST: 30. OKTÓBER 1975 Carlos í stað Franco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.