Fréttablaðið - 30.10.2008, Page 36

Fréttablaðið - 30.10.2008, Page 36
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt „Íslendingar hafa verið duglegir við að breyta bílum, hækka þá upp og auka getu þeirra í torfærum. Við í Stuðlabergi höfum reynt að verða við óskum þjónustuverk- stæðanna sem mixa hljóðkerfin undir þessa breyttu bíla,“ segir Gunnlaugur Steingrímsson vél- virki. Hann er annar eigenda málm- iðnaðarfyrirtækisins Stuðlabergs sem er á Hofsósi. Auk þess að framleiða hjólbörur og girðing- arefni hefur Stuðlaberg sérhæft sig í hljóðkútum og pústkerfum. Spurður hvort sérmíðað sé undir hvern bíl, svarar hann hógvær: „Já, það er nú verið að eltast við það, enda erfitt að fjöldafram- leiða svona kerfi vegna þess hversu misjafnt er hvernig bílunum er breytt. Púst- þjónusta BJB við Flatahraun í Hafn- arfirði er okkar aðalsöluað- ili og þar er allt- af eitthvað til á lager. Hins vegar höfum við ekki fylgt markaðn- um eftir, því erfitt hefur verið að keppa við verð erlendis frá. Nú fer það náttúrulega á hinn veginn. Það liggur alveg ljóst fyrir.“ Gunnlaugur segir Stuðlaberg smíða hljóðkútana úr járni. En hvaða eiginleika þarf góður kútur að hafa? „Ja, hann þarf náttúru- lega að veita krafti bílsins sem minnst viðnám en dempa hljóð- ið samt. Nema hjá þeim sem eru að leita eftir sérstökum hljóð- um.“ Þetta síðasta bendir til að sumir vilji láta heyrast hressilega í bílum sínum og Gunnlaugur mælir ekki á móti því. „Það er allt til,“ segir hann með hægð og bætir við: „Ákveðinn hópur, ekki síst ungra ökumanna, hefur hug á að búa til hávaða en koma samt bílnum gegnum skoðun. Ökutækið þarf að standast viss- ar kröfur og þarna er stundum mjótt bil og vandratað.“ - gun Dýrmætustu auðlindir íslensku þjóðarinnar eru óbeislað hug- myndaflug og frjór hugur. Sú hugmynd liggur til grundvallar kynningunni og sýningunni Nýjar leiðir í atvinnusköpun á umbrotatímum Ungt fólk í Listaháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík veit þetta. En það hefur tekið höndum saman um að finna þessum auð- lindum farveg á milli ólíkra sviða og listgreina og finna nýjar leið- ir til atvinnusköpunar á umbrota- tímum. „Við erum að smíða grundvöll fyrir fólk til að setja hugmyndir sínar á netið svo hægt sé að vinna úr þeim betur hér heima, en hann vantar akkúrat núna vegna efna- hagsástands þjóðarinnar,“ segir Ragnar Már Nikulásson, nemandi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Hann er einn þátttakenda í samstarfsverkefni háskólanna tveggja við að leysa sköpunarkraft úr læðingi og tryggja að góðar hug- myndir geti orðið að veruleika. „Tilgangurinn er að opna aðgang að hugmyndum og auka með því möguleika á að fólk vinni saman að útfærslu hugmyndanna með fram- leiðslu í huga. Mikill áhugi er á framhaldsvinnu við hugmyndirn- ar eftir að samstarfsverkefninu lýkur, og óskandi að það verði að veruleika,“ segir Ragnar Már, um afrakstur samvinnu nemenda LHÍ og HR, sem kynntur verður í Þjóð- leikhúskjallaranum föstudaginn 31. október frá klukkan 13 til 17. Að kynningu lokinni gefst gestum kostur á að skoða verkefnin betur, skála fyrir Íslandi og fagna fram- tíðinni, sem er björt þegar horft er til virkjanamöguleika íslensks hugarafls. Klukkan 18 tilkynn- ir dómnefnd hvaða hópur hlýtur verðlaun Klaks, nýsköpunarmið- stöðvar atvinnulífsins, fyrir besta verkefnið, en alls tóku tólf mis- munandi hópar, skipaðir nemend- um úr báðum háskólunum, þátt í hugmyndavinnunni. - þlg Björt framtíð Rock Chock with Almonds: Súkkulaðigítar með möndlum eftir On ehf. sem sérhæfir sig í „pop up-lausnum“ og hefur hannað ýmsar vörur fyrir Goko Yoko til að fanga athygli viðskipavina á óvenjulegan og nýstárlegan máta. Grow Me – sjálfvökvandi, lífrænn kryddjurtapottur. Hægt er að velja um mismunandi tegundir af fræjum og þarf einungis að bæta vatni á til að hefja ræktun. Fyrirtækið er nefnt eftir fyrstu vörunni, Grow Me, en það veitir vernduðum vinnustöðum um allan heim nýjar hugmyndir til framleiðslu. USB-lykill í formi lítillar kassettu eftir On ehf. Hugmyndin byggir á mixteipum sem gefin voru á milli vina á tímum kass- ettunnar. Unnið í samstarfi við Goko Yoko og þá farið inn á heimasíðu þeirra, valin tónlist og lagalisti inn á USB-lykil- inn sem gefinn er vini í formi hálsmens sem geymir „mixteip“ nútímans. Nútíma- legar tölvutöskur eftir Örvi Creative, sem er skapandi fyrirtæki sem leitar nýrra og ferskra leiða í hönnun úr endurvinn- anlegu plasti. Möguleikar á formi, litum og áferð eru nánast tak- markalausir, og unnt að vinna úrlausnir úr hvaða hugmynd sem er og fyrir hvern sem er. „Við í Stuðlabergi höfum reynt að verða við óskum þjónustuverkstæðanna sem mixa hljóðkerfin undir breytta bíla,“ segir vélvirkinn Gunnlaugur, sem hér er staddur í Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stendur á gömlum merg Fiskbúðingur Fitusnauður, próteinríkur og fljótlegur að matreiða www.ora.is Ástríða í matargerð www.isam.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.