Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 36
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt „Íslendingar hafa verið duglegir við að breyta bílum, hækka þá upp og auka getu þeirra í torfærum. Við í Stuðlabergi höfum reynt að verða við óskum þjónustuverk- stæðanna sem mixa hljóðkerfin undir þessa breyttu bíla,“ segir Gunnlaugur Steingrímsson vél- virki. Hann er annar eigenda málm- iðnaðarfyrirtækisins Stuðlabergs sem er á Hofsósi. Auk þess að framleiða hjólbörur og girðing- arefni hefur Stuðlaberg sérhæft sig í hljóðkútum og pústkerfum. Spurður hvort sérmíðað sé undir hvern bíl, svarar hann hógvær: „Já, það er nú verið að eltast við það, enda erfitt að fjöldafram- leiða svona kerfi vegna þess hversu misjafnt er hvernig bílunum er breytt. Púst- þjónusta BJB við Flatahraun í Hafn- arfirði er okkar aðalsöluað- ili og þar er allt- af eitthvað til á lager. Hins vegar höfum við ekki fylgt markaðn- um eftir, því erfitt hefur verið að keppa við verð erlendis frá. Nú fer það náttúrulega á hinn veginn. Það liggur alveg ljóst fyrir.“ Gunnlaugur segir Stuðlaberg smíða hljóðkútana úr járni. En hvaða eiginleika þarf góður kútur að hafa? „Ja, hann þarf náttúru- lega að veita krafti bílsins sem minnst viðnám en dempa hljóð- ið samt. Nema hjá þeim sem eru að leita eftir sérstökum hljóð- um.“ Þetta síðasta bendir til að sumir vilji láta heyrast hressilega í bílum sínum og Gunnlaugur mælir ekki á móti því. „Það er allt til,“ segir hann með hægð og bætir við: „Ákveðinn hópur, ekki síst ungra ökumanna, hefur hug á að búa til hávaða en koma samt bílnum gegnum skoðun. Ökutækið þarf að standast viss- ar kröfur og þarna er stundum mjótt bil og vandratað.“ - gun Dýrmætustu auðlindir íslensku þjóðarinnar eru óbeislað hug- myndaflug og frjór hugur. Sú hugmynd liggur til grundvallar kynningunni og sýningunni Nýjar leiðir í atvinnusköpun á umbrotatímum Ungt fólk í Listaháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík veit þetta. En það hefur tekið höndum saman um að finna þessum auð- lindum farveg á milli ólíkra sviða og listgreina og finna nýjar leið- ir til atvinnusköpunar á umbrota- tímum. „Við erum að smíða grundvöll fyrir fólk til að setja hugmyndir sínar á netið svo hægt sé að vinna úr þeim betur hér heima, en hann vantar akkúrat núna vegna efna- hagsástands þjóðarinnar,“ segir Ragnar Már Nikulásson, nemandi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Hann er einn þátttakenda í samstarfsverkefni háskólanna tveggja við að leysa sköpunarkraft úr læðingi og tryggja að góðar hug- myndir geti orðið að veruleika. „Tilgangurinn er að opna aðgang að hugmyndum og auka með því möguleika á að fólk vinni saman að útfærslu hugmyndanna með fram- leiðslu í huga. Mikill áhugi er á framhaldsvinnu við hugmyndirn- ar eftir að samstarfsverkefninu lýkur, og óskandi að það verði að veruleika,“ segir Ragnar Már, um afrakstur samvinnu nemenda LHÍ og HR, sem kynntur verður í Þjóð- leikhúskjallaranum föstudaginn 31. október frá klukkan 13 til 17. Að kynningu lokinni gefst gestum kostur á að skoða verkefnin betur, skála fyrir Íslandi og fagna fram- tíðinni, sem er björt þegar horft er til virkjanamöguleika íslensks hugarafls. Klukkan 18 tilkynn- ir dómnefnd hvaða hópur hlýtur verðlaun Klaks, nýsköpunarmið- stöðvar atvinnulífsins, fyrir besta verkefnið, en alls tóku tólf mis- munandi hópar, skipaðir nemend- um úr báðum háskólunum, þátt í hugmyndavinnunni. - þlg Björt framtíð Rock Chock with Almonds: Súkkulaðigítar með möndlum eftir On ehf. sem sérhæfir sig í „pop up-lausnum“ og hefur hannað ýmsar vörur fyrir Goko Yoko til að fanga athygli viðskipavina á óvenjulegan og nýstárlegan máta. Grow Me – sjálfvökvandi, lífrænn kryddjurtapottur. Hægt er að velja um mismunandi tegundir af fræjum og þarf einungis að bæta vatni á til að hefja ræktun. Fyrirtækið er nefnt eftir fyrstu vörunni, Grow Me, en það veitir vernduðum vinnustöðum um allan heim nýjar hugmyndir til framleiðslu. USB-lykill í formi lítillar kassettu eftir On ehf. Hugmyndin byggir á mixteipum sem gefin voru á milli vina á tímum kass- ettunnar. Unnið í samstarfi við Goko Yoko og þá farið inn á heimasíðu þeirra, valin tónlist og lagalisti inn á USB-lykil- inn sem gefinn er vini í formi hálsmens sem geymir „mixteip“ nútímans. Nútíma- legar tölvutöskur eftir Örvi Creative, sem er skapandi fyrirtæki sem leitar nýrra og ferskra leiða í hönnun úr endurvinn- anlegu plasti. Möguleikar á formi, litum og áferð eru nánast tak- markalausir, og unnt að vinna úrlausnir úr hvaða hugmynd sem er og fyrir hvern sem er. „Við í Stuðlabergi höfum reynt að verða við óskum þjónustuverkstæðanna sem mixa hljóðkerfin undir breytta bíla,“ segir vélvirkinn Gunnlaugur, sem hér er staddur í Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stendur á gömlum merg Fiskbúðingur Fitusnauður, próteinríkur og fljótlegur að matreiða www.ora.is Ástríða í matargerð www.isam.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.