Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 34
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Stefán bjó til barnavöggur á Blindravinnustofunni í mörg ár en framleiðir þær í dag á heimili sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslensk börn hafa í áraraðir sofið fyrstu mánuði ævinn- ar í tágarvöggu en þær eru framleiddar í heimahúsi í Hlíðunum. Stefán B. Stefánsson fæst við að gera barnavöggur og brúðurúm úr tágum og tré á heimili sínu í Hlíðunum. Hann lærði körfugerð hjá Blindravinnustofunni á sínum tíma en framleiðslunni var hætt fyrir allnokkru. Stefán ákvað ásamt Ágústu Gunnarsdóttur að halda fram- leiðslunni áfram á eigin spýtur árið 2003. Stefán fær efniviðinn frá Belgíu og Hollandi en vinnan fer að mestu fram í geymslunni á heimili hans. Hann er um það bil einn vinnudag að búa til vöggu enda þaulvanur. „Ég byrja á því að leggja efni- viðinn í bleyti í um það bil klukku- stund. Fléttuvinnan tekur síðan um fjóra til fimm tíma en auk þess þarf að bora botninn og búa til hjó- lagrindina,“ útskýrir Stefán. Hann starfar hjá Blindravinnustofunni á daginn og tekur til við vöggugerðina þegar heim er komið. Hann tekur einnig að sér viðgerðir á gömlum vöggum en margar hafa gengið í ættir ára- tugum saman. Vöggurnar kosta 21.000 krónur með dýnu frá Listadún Marco. Þá selur Þumalína sérstaka vöggu- klæðningu. Stefán segir eftir- spurnina alltaf aukast fyrir jólin og þá sérstaklega eftir brúðurúm- um sem fast í tveimur mismun- andi stærðum. Nánari upplýsing- ar fást í síma 846 7001. - ve Barnavöggur og brúðurúm Geo-parket er íslensk parketlína í gegnheilu og samlímdu park- eti sem framleitt er af fyrirtæk- inu GeoPlank ehf. Fyrirtækið framleiðir iðnaðarspón, parket og veggjaþiljur ásamt annarri sér- vinnslu. Allur harðviður sem Geo vinn- ur er þurrkaður í verksmiðju fé- lagsins í Grindavík með jarðhita frá Svartsengi. Helsta framleiðsla GeoPlank er iðnaðarspónn sem seldur er erlendum parketfram- leiðendum sem efsta lag í sam- límt plankaparket en fyrirtæk- ið er stærsti inn- og útflytjandi á harðviði á Íslandi. Helstu viðar- tegundir eru amerísk og evrópsk hvít eik, amerísk hnota, amer- ískur hlynur og amerískur kirsu- berjaviður. Veitt er ráðgjöf við val og kaup á harðviði en fyrirtækið getur útvegað harðvið og unnið eftir óskum kaupenda. Þá er til dæmis hægt að fá kvistað parket eða án kvista, með eða án ryskju, litaval- ið eða blandað. GEO-parketlínan er framleidd samkvæmt ströngustu gæðastöðl- um og allt hráefni er frá viður- kenndum framleiðendum. Hægt er að fá parketið í verslun Geo í Grindavík að Víkurbraut 46. Einn- ig er hægt að koma sýnishorni af Geo parketi til viðskiptavina á höf- uðborgarsvæðinu þeim að kostn- aðarlausu auk þess sem sýnishorn eru send hvert á land sem er. Hafa má samband við sölumenn í síma 426 7800 eða senda fyrirspurn í gegnum vefsíðuna www.geo.is. - hs Endingargott gólfefni GeoPlank ehf. er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir iðnaðarspón, parket og veggja- þiljur. MYND/WWW.GEO.IS Hjá Ofnasmiðju Suðurnesja, sem er í eigu BYKO, starfa nokkr- ir vaskir menn við framleiðslu RÚNT-YL-ofna sem hafa hitað upp heimili landsmanna um árabil. Þar er hægt að fá sérsmíðaða ofna eftir máli sem hentar. „Á níunda og tíunda áratugnum voru flestir ofnar framleiddir hérlendis en í dag er stærstur hluti þeirra innfluttur,“ segir Finn- bogi Ottó Guðmundsson sölustjóri Ofnasmiðju Suðurnesja. Hann segir þó enn markað fyrir RÚNT- YL-ofnum. „Venjulegir ofnar eru lægstir um þrjátíu sentímetrar en RÚNT- YL-ofnana er hægt að fá niður í fjórtán sentimetra. Þar sem ekki er pláss fyrir háa ofna geta þeir því verið góður kostur. Ef skipta þarf út gömlum RÚNT-YL-ofni kemur líka í sumum tilfellum ekki annað til greina en að láta smíða annan eins. Þeir innfluttu eru þó ódýrari og eru oftast notaðir á heimili þar sem því er komið við,“ útskýrir Finnbogi. Hann segir um gæðaofna að ræða sem gefi frá sér meiri varma en hefðbundnir ofnar. „Þeir eru því töluvert notaðir í skólabyggingar og stofnanir og eins þar sem lágt er frá gólfi upp í glugga.“ - ve Sérsmíðaðir ofnar Venjulegir ofnar eru lægstir um þrjátíu sentímetrar en RÚNT-YL- ofnana er hægt að fá niður í fjórtán sentimetra. ● UMHVERFISVÆN HÖNNUN Table 29-borðið eftir hinn hálfíslenska Chuck Mack er gert úr sjálfbærum við. Um er að ræða „græna“ hönnun og hlaut Mack hin virtu Red Dot-verðlaun fyrir hana fyrr á árinu. Skilyrðið fyrir þátttöku er að hluturinn sé tilbúinn til framleiðslu en Mack er með framleiðslufyrirtæki í Banda- ríkjunum. Hann tekur þó einnig við sérpönt- unum og smíðar einstaka hluti sjálfur. Mack á íslenska móður og bandarískan föður en hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2003. w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Strandgata 55 220 Hafnarfjörður Iceland Tel: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjorukrain.is - ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum. Tilboð gilda til 15. apríl 2009. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 3.500, á mann. Jólapakki: Gisting og morgunverður, jólahlaðborð kr. 10.500 á mann *Gildir frá föstudeginum 21. nóvember 2008 Heitur pottur og sauna ! Öðruvísi stemning syngjandi víkingar og valkyrjur ALLT Í EINUM PAKKA! Dansleikir um helgar með hl jómsveit Rúnars Þórs og sérstakur heiðursgestur er Gylf i Ægisson, sem syngur f lest af s ínum bestu lögum. Gylf i verður með myndlistarsýningu á Hótel Víking í nóvember og desember. jólahlaðborðið glæsilega sem hefst föstudaginn 21. nóvember Nú er tímabært að panta á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 297. tölublað (30.10.2008)
https://timarit.is/issue/278456

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

297. tölublað (30.10.2008)

Aðgerðir: