Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 58
38 30. október 2008 FIMMTUDAGUR EM í handbolta: Ísland-Belgía 40-21 (19-9) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12/5 (15/5), Róbert Gunnarsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (7), Vignir Svavarsson 3 (4), Logi Geirsson 3 (5), Einar Hólmgeirsson 3 (6), Aron Pálmarsson 2 (3), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Ragnar Óskars son 1/1 (1/1), Arnór Atlason (3). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 11/1 (20/1) 52%, Björgvin Páll Gústavsson 11 (23) 48%. Hraðaupphlaup: 15 (Guðjón 5, Þórir 3, Ásgeir 2, Einar, Ingimundur, Róbert, Sverre, Logi). Fiskuð víti: 6 (Róbert 2, Ragnar 2, Guðjón, Ásgeir). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Belga: Nicolas Havenith 5, Tim Houbrecht 4, Thomas Cauwenberghs 3, Pieter Claesen 2, David L´Hoest 2, Kevin Jacobs 2, Kai Verhoeven 1, Roel Valkenborgh 1. Varin skot: Jens Lievens 12, David Polfliet 1. Utan vallar: 8 mínútur. Enska úrvalsdeildin: ARSENAL-TOTTENHAM 4-4 0-1 David Bentley (12.), 1-1 Mikael Silvestre (36.), 2-1 William Gallas (45.), 3-1 Emmanuel Ade bayor (63.), 3-2 Darren Bent (66.), 4-2 Robin van Persie (67.), 4-3 Jermaine Jenas (88.), 4-4 Aaron Lennon (93.). ASTON VILLA - BLACKBURN ROVERS 3-2 0-1 Stephen Warnock (30.), 1-1 Luke Young (45.), 2-1 Gareth Barry (65.), 3-1 Gabriel Agbonlahor (87.), 3-2 Brett Emerton (90.). BOLTON WANDERERS - EVERTON 0-1 0-1 Marouane Fellaini (90.). FULHAM - WIGAN ATHLETIC 2-0 1-0 Andy Johnson (11.), 2-0 Andy Johnson (60.). HULL CITY - CHELSEA 0-3 0-1 Frank Lampard (2.), 0-2 Nicolas Anelka (49.), 0-3 Florent Malouda (74.). LIVERPOOL - PORTSMOUTH 1-0 1-0 Steven Gerrard (74.). MANCHESTER UNITED - WEST HAM 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Ronaldo (29.). MIDDLESBROUGH - MANCHESTER CITY 1-0 1-0 Afonso Alves (57.). STOKE CITY - SUNDERLAND 1-0 1-0 Ricardo Fuller (73.) Iceland Express-deild kvk: Valur-Snæfell 52-47 (25-28) Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 15 (21 frák., 7 stoðs., 7 varin), Þórunn Bjarnadóttir 14 (7 stolnir), Lovísa A Guðmundsdóttir 10 (9 frák., 4 varin), Tinna Björk Sigmundsdóttir 7 (5 stoðs.), Ösp Jóhannsdóttir 3, Kristjana Magnúsdóttir 3. Stig Snæfells: Detra Ashley 16 (18 frák.), Sara Sædal Andrésdóttir 12, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12 (3 varin), Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3 (4 stolnir), Berglind Gunnarsdóttir 2 (12 frák.), María Björnsdóttir 2. Grindavík-Hamar 80-83 (30-35, 70-70) Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 24, Ingibjörg Jakobsdóttir 16, Ólöf Helga Pálsdóttir 11 (13 frák., 4 stoðs.), Íris Sverrisdóttir 10 (9 stoðs.), Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Lilja Ósk Sigmarsd. 6, Helga Rut Hallgrímsd. 5 (15 frák.). Stig Hamars: Julia Demirer 37 (20 frák.), LaKiste Barkus 22 (14 frák., 7 stoðs.), Fanney Lind Guð mundsdóttir 10 (9 frák.), Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Elma Jóhannsdóttir 1. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Hamarskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna 83-80 sigur á Grindavík í framlengdum leik liðanna í Grindavík. Julia Demirer átti stórleik í liði Hamars og var með 37 stig og 20 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Það dugði Grind- víkingum ekki að Petrúnella Skúladóttir skoraði 24 stig en liðið lék án fyrirliða síns, Jovönu Stefánsdóttur, sem er nefbrotin. Valskonur unnu nauman sigur á nýliðum Snæfells, 52-47, í Vodafone-höllinni í gær eftir að Snæfellsliðið hafði verið yfir stærsta hluta leiksins. Valsarinn Signý Hermannsdóttir var með 15 stig, 21 frákast, 7 stoðsendingar og 7 varin skot í leiknum en Þórunn Bjarnadóttir gerði út um leikinn í lokin þegar hún skoraði 7 af 14 stigum sínum í 4. leikhlutan- um. - óój Iceland Express kvenna: Hamar vann í Grindavík STÓRLEIKUR Julia Demirer var með 37 stig og 20 fráköst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Liverpool vann sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvals- deildinni og heldur toppsætinu en Chelsea vann líka og fylgir þeim fast á eftir. Það gekk misvel hjá nýju stjórunum Harry Redknapp hjá Tottenham og Tony Adams hjá Portsmouth. Steven Gerrard tryggði Liver- pool 1-0 sigur á Portmouth og áframhaldandi veru á toppnum með því að skora sigurmarkið úr víti á 75. mínútu. Vítið var dæmt á Papa Bouba Diop fyrir hendi en hann hrein- lega stökk á boltann að hætti mar- kvarða. Tony Adams tapaði því fyrsta leik sínum við stjórnvölinn hjá Portsmouth en liðið pakkaði í vörn en náði ekki að halda hreinu. Sigurganga Hull endaði á Brúnni þar sem Chelsea vann öruggan 3-0 útisigur. Frank Lamp- ard skoraði strax eftir 3 mínútur og það voru síðan Nicolas Anelka og Florent Malouda sem skoruðu hin mörkin í seinni hálfleik. Nýlið- ar Hull voru búnir að vinna fjóra leiki í röð fyrir þennan leik. Harry Redknapp og lærisvein- ar hans í Tottenham tryggðu sér jafntefli í miklum markaleik í Lundúna-slagnum á móti Arsenal. Tottenham skoraði tvö síðustu mörkin í blálokin og tryggði sér 4-4 jafntefli. Sex af átta mörkum leiksins komu í seinni hálfleik en Arsenal komst í bæði 3-1 og 4-2. Cristiano Ronaldo tók við gull- skónum fyrir leikinn og var búinn að skora tvö mörk á fyrstu 30 mínútunum í 2-0 sigri Manchest- er United á West Ham. Fyrra markið skoraði hann eftir send- ingu frá Nani en það síðara eftir sendingu Búlgarans Dimitar Ber- batov. - óój Níu leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar á meðal átta marka leikur á Emirates-vellinum: Gerrard tryggði Liverpool sigur úr víti AUÐVELT Frank Lampard og félagar unnu öruggan sigur á Hull. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son náði þeim merka áfanga í gær- kvöld gegn Belgum að verða þriðji handknattleiksmaðurinn í sögu Íslands til þess að skora þúsund mörk fyrir A-landsliðið. Kristján Arason var fyrstur til þess að rjúfa þúsund marka múrinn, Ólaf- ur Stefánsson kom næstur þar á eftir og nú hefur Guðjón Valur bæst í þann myndarhóp. „Það er mjög gaman að þessu en þetta gefur enga punkta. Sigurinn er miklu mikilvægari,“ segir Guð- jón Valur hógvær að vanda. Þúsundasta mark Guðjóns Vals kom í lok fyrri hálfleiks en það var hans áttunda mark í leiknum. Í síðari hálfleik hélt Guðjón Valur svo áfram að skora og endaði með tólf mörk. Það er því byrjað að telja í annað þúsundið. Guðjón Valur var ánægður með sigurinn, þó svo að mótspyrnan hafi ef til vill ekki verið mikil. „Það er fínt að vinna með nítján marka mun en það er rosalega erfitt að spila svona leiki. Þá meina ég ekki líkamlega erfitt heldur að halda haus og einbeitingu út allan leikinn gegn mun lakari andstæð- ing. Það komu alveg fáránlegir tæknifeilar hjá okkur inn á milli og það skrifast á einbeitingarleysi. Ef við hefðum spilað vörnina eins og við spiluðum á Ólympíuleikunum í Peking hefðu Belgarnir líklega ekki skorað meira en tíu mörk,“ segir Guðjón Valur. Guðjón Valur telur líka að Nor- gesleikurinn mikilvægi sem fram fer á laugardag hafi verið aftast í kollinum á mönnum. „Menn voru náttúrulega með hugann við laugardaginn, það er engin spurning og því slökuðum við kannski örlítið á varnarlega í síðari hálfleik. Það er annars vissulega góð tíðindi að allir hafi komist í gegnum þennan leik án þess að meiðast því leikurinn á laugardag verður erfiður,“ segir Guðjón Valur að lokum. - óþ Guðjón Valur sigurðursson átti enn einn stórleikinn með íslenska landsliðinu í sigrinum á Belgum í gær: Guðjón Valur rauf þúsund marka múrinn EITT AF TÓLF Guðjón Valur Sigurðsson fór mikinn í sigrinum á Belgum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Það var mikil stemmn- ing í Laugardalshöll í gær þegar silfurstrákarnir spiluðu sinn fyrsta leik eftir Ólympíuleikanna. Andstæðingurinn afar veikur og auðveldur sigur staðreynd en áhorfendur skemmtu sér vel. Það má með sanni segja að íslenska liðið hafi ekki þurft lang- an tíma til þess að klára leikinn. Mótspyrnan var ekki mikil, strák- arnir byrjuðu af miklum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og náðu sjö marka forystu, 10-3, þegar stutt var liðið á leikinn. Geta Belganna sást ágætlega strax í fyrstu sókn þeirra sem end- aði með arfaslöku skoti sem Hreið- ar Guðmundsson greip! Hreiðar varði annars mjög vel eða ellefu skot í fyrri hálfleik. Vörnin stóð vaktina vel en sókn- arleikurinn nokkuð stirður og það skiljanlega þar sem marga lykil- menn vantaði og strákarnir í sókn- inni ekki leikið mikið saman síð- ustu ár. Ragnar Óskarsson stýrði sókninni en var nokkuð stirður. Ásgeir Örn og Arnór voru með litla skotógnun fyrir utan og flest mörk íslenska liðsins komu úr gegnumbrotum eða hraðaupp- hlaupum. Þórir var öflugur í hægra horn- inu, Róbert sterkur á línunni og í vinstra horninu fór Guðjón Valur á kostum í hálfleiknum. Hann lék við hvurn sinn fingur og það var vel við hæfi að hann skyldi ljúka hálfleiknum með sínu áttunda marki sem var jafnframt 1000. mark hans með A-landsliðinu. 19-9 í hálfleik og leikurinn í raun búinn. Síðari hálfleikur því algjört formsatriði þar sem íslenska liðið raðaði inn hraðaupphlaupsmörk- um og náðu allir útileikmenn íslenska liðsins að skora fyrir utan Arnór Atlason. Björgvin kom í markið og stóð sig vel. Það er vart orðum eyðandi á þetta belgíska lið sem er hrein hörmung. 60 mínúturnar voru því lítið annað en fínn undirbúningur fyrir leikinn í Noregi á laugardag. Guðmundur þurfti að slípa sókn- arleikinn til í þessum leik og fá svör við ákveðnum spurningum. Verður því áhugavert að sjá hvern- ig hann lætur liðið spila á laugar- dag. Hinn stórefnilegi Aron Pálmarsson átti virkilega fína inn- komu í sínum fyrsta landsleik og var kátur eftir leik. „Það var frábær tilfinning að koma inn í sinn fyrsta landsleik með þessu silfurliði. Stemmningin og allt í liðinu er frábært og ekki verra að spila í þessari stemmn- ingu,“ sagði Aron brosmildur. „Ég var nú ekkert stressaður enda kom ég inn í þægilegri stöðu. Það var samt smá fiðringur í mag- anum og léttir að sjá fyrsta skotið hafna í markinu. Eina sem ég er stressaður út af er rassskellingin sem ég fæ í sturtunni á eftir,“sagði Aron og hló en þessi strákur á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður að vera búinn með þennan leik. „Það er afar gott að þetta verkefni sé að baki. Það er aldrei gott að undirbúa lið fyrir leik þegar maður hefur engar myndir og veit ekkert. Það kom samt fljótt í ljós að þetta lið er ekki í sama klassa og við,“ sagði Guðmundur sem var ánægður með liðið. „Strákarnir byrjuðu á fullu og voru einbeittir. Ekkert bull í gangi og gerðu það sem þurfti og meira til að mínu mati. Þeir lögðu sig alla fram og meira er ekki hægt að biðja um,“ sagði Guðmundur sem veit að erfiðara verkefni bíður handan við hornið. „Það er allt annar og erfiðari leikur. Við verðum að undirbúa okkur vel en tíminn er naumur. Mér fannst sóknarleikurinn ganga ágætlega á köflum og flestir standa sig vel. Eina sem ég get kvartað yfir er varnarleikurinn á kafla í síðari hálfleik“ - hbg / - óþ Brunað yfir varnarlausa Belga Leiðin á EM í Austurríki 2010 hjá íslenska landsliðinu hófst í gær þegar íslenska hraðlestin keyrði yfir arfaslakt lið Belgíu. Nítján marka sigur, 40-21, staðreynd þar sem Guðjón Valur skoraði þúsundasta markið. FJÖR Í HÖLLINNI Það var gaman í stúk- unni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FYRSTI LANDSLEIKURINN Hinn 18 ára Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í fyrsta landsleiknum sínum í Laugardalshöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.