Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 56
36 30. október 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið-
ið í knattspyrnu getur endurskrif-
að íslenska knattspyrnusögu í
kvöld þegar liðið tekur á móti
Írlandi í seinni umspilsleik lið-
anna um sæti í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins í Finnlandi á næsta
ári. Íslenska liðið kemst áfram
með sigri en nægir einnig marka-
laust jafntefli. Þetta yrði þá í
fyrsta sinn sem A-landslið karla
eða kvenna í fótbolta kemst í
úrslitakeppni á stórmóti.
Landsliðsþjálfarinn, Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, vildi fá meira
út úr fyrri leiknum þar sem liðið
gerði 1-1 jafntefli í Dublin.
„Það má segja að úrslitin hafi
verið betri fyrir okkur heldur en
þær en auðvitað hefði maður vilj-
að fá sigur því við áttum góða
möguleika á því. Við fengum mjög
fín færi í leiknum sem nýttust því
miður ekki. Við ætlum að gera
betur en á Írlandi þar sem við spil-
uðum örlítið undir getu. Mér finnst
að við getum betur og vonandi
gengur það á morgun,“ segir Sig-
urður og að heimavöllurinn skipti
liðið miklu máli.
„Við höfum alltaf spilað vel á
heimavelli. Í þeim leikjum sem
við höfum spilað á Laugardalsvelli
undir minni stjórn höfum við
unnið þá alla og ekki fengið á
okkur mark. Vonandi heldur það
bara áfram. Ef við höldum hreinu
í þessum leik erum við komin alla
leið,“ segir Sigurður en íslenska
liðið er nú búið að halda hreinu í
360 mínútur undir hans stjórn í
Laugardalnum.
Fyrirliði liðsins, Katrín Jóns-
dóttir, tekur undir mikilvægi
heimavallarins í kvöld. „Maður
hefur aldrei skilið þennan mun á
heima- og útivelli fyrr en þessi
síðustu tvö ár með landsliðinu. Það
er alveg ótrúlegt að koma og spila
fyrir fleiri þúsund manns sem
syngja Áfram Ísland. Það er ekk-
ert sem jafnast á við það,“ segir
Katrín.
Sigurður Ragnar segist ekki
ætla að breyta miklu en hann
ákveði samt ekki byrjunarlið eða
leikkerfið fyrr en á síðustu
stundu.
„Við höldum bara áfram með
hluti sem við höfum verið að vinna
með allt árið. Það kann ekki góðri
lukku að stýra að vera að breyta of
miklu fyrir svona úrslitaleik. Við
höldum áfram og ég hef trú á lið-
inu og þessum stelpum. Þær hafa
staðið sig frábærlega og munu
gera það áfram. Undirbúningur-
inn verður mjög hefðbundinn hjá
okkur,“ segir landsliðsþjálfarinn
sem valdi þó 20 manna hóp þar
sem Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
er tæp. Sigurður tók nú inn
markvörðinn Guðbjörgu Gunnars-
dóttur sem tekur stöðu Söndru
Sigurðardóttur sem var í hópnum
í fyrri leiknum.
Sigurður Ragnar var einn af
fjölmörgum sem mokaði snjó af
Laugardalsvellinum í gær.
„Maður verður aðeins að taka
þátt en ég á samt ekki mikinn heið-
ur af þessu. Ég reyndi aðeins að
hjálpa fyrir blaðamannafundinn
og ég vona að það verði í lagi með
völlinn. Það lítur ágætlega út
núna,“ segir Sigurður sem segir
að hann og aðstoðarþjálfarinn,
Guðni Kjartansson, hafi verið full-
trúar liðsins en aldrei hefði komið
til greina að láta stelpurnar moka.
Katrín segist hafa haft áhyggjur
af ástandi vallarins en hún hafi
þær ekki lengur.
„Auðvitað var maður smeykur í
byrjun vikunnar en núna er ég
ekkert smeyk og þetta á bara eftir
að vera auglýsing fyrir leikinn,“
segir Katrín sem vonast til þess að
geta glatt þjóðarsálina í kvöld.
„Við erum með sterkara lið og
við viljum þetta miklu meira en
þær. Ég vona að við náum að koma
með jákvæðar fréttir inn í þjóðfé-
lagið á þessum tímum. Það er búið
að vera heldur mikil neikvæð
umfjöllun en ég vona að við getum
komið með upplyftingu fyrir
Ísland,“ sagði Katrín. Hún og allar
stelpurnar vita að nú er ekkert
varaplan, draumurinn deyr eða
rætist um klukkan átta á Laugar-
dalsvellinum í kvöld.
„Nú er það bara allt eða ekkert
og við sjáum núna hvort draumur-
inn rætist eða ekki,“ sagði Sigurð-
ur Ragnar að lokum.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan
18.10 og það er von á góðri mæt-
ingu á Laugardalsvöllinn eins og í
síðustu leikjum stelpnanna.
ooj@frettabladid.is
Rætist draumur stelpnanna okkar?
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var einn af mörgum sem mokuðu Laugardalsvöllinn í gær
fyrir leikinn við Íra í kvöld. Stelpurnar okkar eru 90 mínútum frá því að komast í úrslitakeppni EM 2009.
ÞJÁLFARARNIR AÐ MOKA Það hjálpuðu allir til að hreinsa snjóinn af Laugardalsvell-
inum í gær þar á meðal landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson og aðstoðar-
maður hans Guðni Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓTBOLTI Dóra Stefánsdóttir er lyk-
ilmaður á miðju íslenska kvenna-
landsliðsins og kemur væntanlega
aftur inn í byrjunarliðið fyrir leik-
inn á móti Írum í kvöld.
„Ég var í Svíþjóð og gat ekki
setið kyrr í eina sekúndu. Ég bölv-
aði náttúrulega fyrst yfir því að
þetta væri ekki sýnt í sjónvarpinu
og svo klikkaði útvarpslýsingin
þannig að ég fylgdist með leiknum
á netinu. Svo gafst ég upp á því og
fór bara út að hlaupa,“ lýsir Dóra
síðasta sunnudegi þegar Ísland
spilaði fyrri leikinn á móti Írlandi
í Dublin.
Dóra viðurkennir að þetta hafi
tekið á. „Þetta voru blendnar til-
finningar, maður treysti liðinu
hundrað prósent til þess að klára
þetta en samt var það þvílíkt
stressandi að geta ekkert gert,“
segir Dóra. Hún tók út leikbann en
er nú komin aftur til liðs við stelp-
urnar.
„Nú getur maður farið að leggja
sitt af mörkum, ég er ótrúlega
spennt og hlakka mikið til,“ segir
Dóra.
„Ég hef rosalega góða tilfinn-
ingu fyrir leiknum og við þurfum
að ná því besta út úr því sem við
höfum. Við erum með marga góða
leikmenn og þurfum að hjálpast
að við að ná því besta fram hjá
hver annarri. Ef það tekst þá rúll-
um við þessu upp,“ segir Dóra á
sannfærandi hátt.
Dóra segir það skipta miklu
máli að þessi úrslitaleikur fari
fram á heimavelli.
„Við eigum góðar minningar frá
leikjunum á vellinum,“ segir hún
og er á því að ástand vallarins
skipti ekki neinu máli. „Völlurinn
er jafnfrosinn fyrir þær,“ segir
Dóra og stelpurnar ætla heldur
ekki að láta kuldann hafa áhrif á
sig. „Við mætum í stuttbuxum og
stuttermabolum og keyrum á þetta
því við ætlum að vinna þennan
leik,“ segir Dóra að lokum. - óój
Dóra Stefánsdóttir tók út leikbann í fyrri leiknum og fylgdist með frá Svíþjóð:
Gafst upp og fór út að hlaupa
MIKILVÆG Dóra Stefánsdóttir er í stóru
hlutverki á miðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Ásta Árnadóttir leikur í
kvöld sinn 50. opinbera leik á
þessu ári en hún hefur verið í
aðalhlutverki hjá bæði Val og
íslenska landsliðinu. Ásta ætlar
ekki að láta snjóinn hindra sig í
að taka sín þjóðþekktu innköst í
leiknum á móti Írum í kvöld.
„Ég ætla að fara niður og skoða
aðstæður og láta ryðja aðeins
lengra. Það verður búin til braut
fyrir mig,“ segir Ásta í léttum tón
en íslenska landsliðið á enn eftir
að skora eftir risainnkast frá
henni. „Ég held að það komi í
þessum leik,“ sagði Ásta sem
hlakkar til leiksins.
„Það er skemmtileg spenna í
manni fyrir þennan leik. Nú er
ekkert plan B því við erum á
plani B. Við ætlum að spila
frábæran leik og bæta fyrir
síðasta leik. Ég hef ekki trú á
öðru en að við gerum allar miklu
betur,“ segir Ásta. „Maður er að
heyra að margir ætli að mæta á
leikinn og vonandi bara verður að
því. Við þurfum á stuðningnum að
halda.“ - óój
Ásta Árnadóttir og innköstin:
Lætur moka
braut fyrir sig
50. LEIKURINN Ásta Árnadóttir hefur
spilað marga leik á þessu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vésteinn Sveinsson og félagar í FSu hafa farið vel af stað í Iceland
Express-deild karla. Vésteinn er að stíga sín fyrstu sport í efstu deild
en það er ekki að sjá á leik þessa 21 árs stráks.
„Þetta er búið að vera mjög gaman en ég er ekkert að pæla í því
í hvaða deild ég er heldur er bara að reyna að spila minn leik. Ég
mæti bara í leikina til að spila körfu sem ég er búinn að æfa mig
í að gera. Það er mikill munur á því að vera spila í úrvalsdeildinni
en okkur hefur alltaf fundist eins og við gætum spilað í þessari
deild,“ segir Vésteinn sem hefur hækkað stigaskor sitt
með hverjum leik, var með 16 stig á móti Njarð-
vík, 19 stig á móti Tindastól og loks 26 stig í
síðasta leik á móti Skallagrími.
„Ég er mjög sáttur en það er alltaf hægt að
bæta sig. Ég er því að horfa á upptökur af
leikjunum og finna það sem hægt er gera
betur,“ segir Vésteinn. „Ég fór í aðgerð á
hné í maí 2007 og byrjaði ekki að spila
aftur fyrr en um áramótin. Ég átti gott
sumar og náði að styrkja mig og kom mér
í gott líkamlegt form.”
Vésteinn er búinn að vera í FSu síðan 2005. „Ég er frá Akranesi
og Brynjar Karl var þjálfarinn minn þegar ég var í áttunda og níunda
flokki. Þegar ég var að hugsa mér til hreyfings árið 2005 þá frétti
ég af þessari akademíu og hringdi í Brynjar. Hann tók mig inn
strax,“ rifjar Vésteinn upp. „Mér fannst þetta svo gott tækifæri
til að bæta mig og mér fannst prógrammið vera flott. Brynjar
Karl hefur hjálpað mér gríðarlega mikið.“
Vésteinn hefur hitt úr 61,9 prósentum þriggja stiga skota
sinna í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað 4,3
þriggja stiga körfur að meðaltali í leik í þeim.
Það er mikil stemning á leikjum FSU og þar vinna handbolta-
og körfuakademían saman. „Handboltastrákarnir eru að mæta á
leiki hjá okkur og gera allt vitlaust. Þeir eru búnir að vera frábærir.
Við mætum síðan hjá þeim en við þurfum nú að fara að
toppa þá því þeir toppuðu okkur í síðustu leikjum,”
segir Vésteinn.
Fram undan er leikur á móti Þór í kvöld. „Við höld-
um okkur á jörðinni og ætlum bara að vinna næsta
VÉSTEINN SVEINSSON HJÁ FSU: MEÐ 20,3 STIG AÐ MEÐALTALI Í FYRSTU ÚRVALSDEILDARLEIKJUM SÍNUM
Brynjar Karl hefur hjálpað mér gríðarlega mikið
Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00
www.velaland.is
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
F
Ð
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 577-4500
Vélaland sérhæfir sig í tímareimum.
Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu
á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um
tímareimina fyrir þig, á föstu verði.
Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti
Er tímareimin komin á tíma?
Fast verð hjá Vélalandi
Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu
núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Verðdæmi um tímareimaskipti:
Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr.
Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr.
Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr.
VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006
Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr.
Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005
Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr.
Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma
577-4500 og pantaðu tíma.
> Íslenskt, já takk segir GAIS
Sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS er augljóslega afar
hrifið af íslenskum knattspyrnumönnum því þrír íslensk-
ir leikmenn eru á leið til félagsins. Fyrir hjá félaginu er
einn, Eyjólfur Héðinsson. Húsvíkingurinn
Hallgrímur Jónasson er búinn að semja
við félagið sem og KR-ingarnir Guðjón
Baldvinsson og Guðmundur Reynir
Gunnarsson. Hallgrímur fer frítt til
félagsins en félagið kaupir KR-
ingana. Rúnar Kristinsson, yfirmaður
knattspyrnumála hjá KR, sagði við
Fréttablaðið í gær að verið væri að
ganga frá lausum endum í sölunni
og að KR væri sátt við þann pen-
ing sem það fengi fyrir strákana.