Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 52
32 30. október 2008 FIMMTUDAGUR „Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abra- hams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Ver- bum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi. Hnífur Abrahams hlaut góðar viðtökur í fyrra þegar hún kom út hér á landi en rauður þráður bókarinnar er trúardeilur múslima og kristinna. „Já, þeir hjá Verbum Crime horfa ekki síst til þess og binda nokkrar vonir við að skáldsagan muni hitta í mark því þetta hefur verið ofarlega á baugi í Hollandi, eða allt frá því að leikstjórinn Theo Van Gogh var myrtur árið 2004 eftir sýn- ingu myndar hans um Kór- aninn.“ Mynd van Goghs, „Auðmýkt“, var um íslam og konur og vakti mikla gremju meðal mús- lima í Hollandi þegar hún var sýnd í sjónvarpi. Tómas gerir vitaskuld ekki ráð fyrir sambærilegum viðbrögðum við Hnífi Abrahams en telur hana ótvírætt innlegg í umræðuna. „Þá hefur Ver- bum Crime einnig sýnt nýrri spennusögu Óttars áhuga, en hún nefnist Sólkross, er sjálf- stætt framhald Hnífs Abra- hams og kom út fyrir fáein- um dögum.“ - jbgfolk@frettabladid.is Leikarinn John Travolta ætlar ekki að endurtaka hlutverk sitt sem Edna Turnblad í væntanlegu framhaldi söngvamyndar- innar Hairspray. Fyrri myndin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og þótti Travolta standa sig með prýði sem hin þybbna Turnblad. „Mér finnst ein mynd vera alveg nóg. Ég er búinn með eina mynd og það gekk vel en ég er ekki þessi framhalds- myndamaður,“ sagði Travolta, sem getur valið úr verkefnum. Næsta mynd hans er teiknimyndin Bolt þar sem hann ljær aðalpersónunni rödd sína. Ekki aftur í Hairspray JOHN TRAVOLTA Leikur ekki í fram- haldi Hairspray. Hollendingar kaupa Hníf Abrahams TÓMAS HERMANNSSON Útgef- andinn segir Hníf Abrahams innlegg í umræðuna um trúabragða- deilur múslima og kristinna. ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ Hefur selt fyrstu spennu- sögu sína hollensku forlagi. > ÞAKKAR FORELDRUM SÍNUM Ashley Olsen þakkar foreldrum sínum fyrir velgengni þeirra systra í við- skiptum í gegnum tíðina. Frá unga aldri fengu Ashley og tvíbura- systir hennar, Mary-Kate, að fara með foreldrum sínum á fundi og léku sitt fyrsta hlutverk í sjón- varpsþættinum Full House þegar þær voru aðeins níu mánaða gamlar. Árið 1993 stofnuðu þær síðan sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Dualstar, og eru sagðar vera með ríkustu konum heims í skemmtanaiðnaðinum. Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dúnu, er annað árið í röð tilnefndur til Byens bedste-verðlaunanna í Kaupmannahöfn. „Það er mikill heiður að vera til- nefndar og okkur þykir vænt um það,“ segir Dóra Takefusa, en staður hennar og Dóru Dúnu Sig- hvatsdóttur, Jolene, er tilnefndur til Byens bedste-verðlaunanna sem skemmtilegasti staðurinn. Þær eru ekki alls ókunnar verð- laununum því í fyrra voru þær tilnefndar fyrir kúltíveraðasta framtakið. „Þar voru stórir leikhússtjórar líka tilnefndir, svo við bjuggumst ekki við því að vinna. Við fengum samt óvænt verðlaun þegar stað- urinn Vega var valinn skemmtilegasti klúbburinn, því eigendurnir gengu niður af sviðinu og sögðust vilja afhenda Jolene verðlaunin þar sem þeim fyndist það svalasti staðurinn í Kaup- mannahöfn,“ útskýrir Dóra. „Við erum ekki að búast við neinu á hátíðinni í ár því við erum lang- minnsti staðurinn. Okkur þykir samt vænt um að vera til- nefndar, sérstaklega á þessum tíma þegar Íslendingar hafa verið gagnrýndir fyrir útrás þó svo að okkar útrás sé ekk- ert í líkingu við það sem hefur verið,“ bætir hún við og segist ánægð með þá jákvæðu umfjöllun sem stað- urinn hefur fengið úti. „Við Dóra finnum ekki fyrir því að litið sé niður á okkur. Blöð- in eru enn þá áhugasöm að skrifa um okkur og við vorum í forsíðu- viðtali hjá Berlingske Tidende fyrir stuttu. Ef ég er spurð út í ástandið á Íslandi segi ég að þetta verði erfitt, en Íslendingar eigi eftir að lenda á fótunum,“ segir Dóra að lokum. Hægt er að taka þátt í kosningunni á byensbed- ste.aok.dk, en henni lýkur í byrjun nóvember. alma@frettabladid.is Sigurganga Jolene heldur áfram BÚAST EKKI VIÐ VERÐLAUNUM Dóra Takefusa segir þær stöllur ánægðar með tilnefninguna, en búast ekki við verðlaunum þar sem Jolene er minnsti staðurinn af þeim sem eru tilnefndir. í samstarfi við Borgarleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! s: 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Frumsýning í kvöld UPPSELT 2. sýning - 1. nóvember kl. 15 3. sýning - 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 3 sýningar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.