Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 28

Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 28
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Prentsmiðjan Oddi gegnir þýð- ingarmiklu hlutverki í menn- ingarlífi þjóðarinnar því þar breytast hugverk rithöfund- anna í bækur. Jólabókaflóðið byrjar þar og brýst einmitt fram þessa dagana. „Það er gríðarlega löng hefð fyrir bókagerð hér í Odda,“ segir for- stjórinn Jón Ómar Erlingsson brosandi um leið og hann fylg- ir Fréttablaðsfólki inn í fyrsta vinnslusalinn. Þar er einn og einn maður með eyrnahlífar við iðju sína innan um risavaxnar prent- vélar. „Það er alltaf verið að end- urnýja vélar og taka inn nýjar tækniframfarir,“ lýsir Jón Ómar og athygli vekur að hávaðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að tala saman. Um 300 manns starfa í prent- smiðjunni. Spurður hvort unnið sé nótt og dag svarar Jón Ómar: „Nei, sem betur fer dreifist prent- unin á talsverðan tíma í ár. Samt er að byggjast upp ansi mikill hasar og erum við undir það búin að nóvember og desember verði strembnir.“ Nærri lætur að ein bók verði prentuð í Odda á hvern landsmann fyrir þessi jól enda kveðst Jón Ómar bjartsýnn á mikla bókasölu. Finnst stemmningin vera þannig. „Þetta verða stór bókajól. Það eru virkilega fallegar bækur að koma út og áhugaverðar,“ segir hann og upplýsir að Oddi prenti vel á annað hundrað titla fyrir þessi jól. Allt frá nokkur hundruð ein- tökum upp í tugi þúsunda. Arnald- ur er stærstur. Bækur hans hafa verið prentaðar erlendis síðastlið- in tvö ár. „Við höfum fengið aukin verk- efni upp á síðkastið. Stærsti samn- ingurinn er við Forlagið. Hann var í burðarliðnum áður en mestu um- brotin urðu í fjármálaheiminum,“ segir Jón Ómar sem telur að viss vakning hafi átt sér stað innan íslenskra fyrirtækja á síðustu mánuðum um að styðja hvert við annað. „Þær áherslur hafa styrkst heilmikið upp á síðkastið,“ segir hann. „Af því við erum svo mikil bókaþjóð þá held ég líka að Íslend- ingum þyki betra að hugsa til þess að bækurnar séu prentaðar hér á landi.“ -gun Ein bók á hvern Íslending fyrir jól Jón Ómar við myndarlegar stæður af Myrká, nýjustu bók Arnaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Theodór Guðmundsson bókbindari. Hinar pólsku Monika, Sylvia og Krystyna raða örkum í vélarnar sem færa þær í bókbandið. Séð yfir umbrotssalinn. Guðný Kristjáns- dóttir framan til í rauðri peysu. Þetta er íslensk framleiðsla Eitt af því sem Oddi prentar eru plötuumslög. Það nýjasta er utan um disk Diddúar og rússneska Terem-kvartettsins frá Pétursborg. „Þetta er íslensk framleiðsla,“ segir Diddú kát. „Þess vegna er diskurinn kominn út en margir hafa lent í vandræðum með að fá geisladiska heim, sem framleiddir eru erlendis.“ Hún bætir við að umslagið sé hannað af Pétri Halldórssyni, sem hannaði Sturlu- umslagið á sínum tíma. „Þetta er eiginlega bók,“ segir hún hlæjandi. „Gerðarleg gjöf.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.