Fréttablaðið - 30.10.2008, Page 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Hin nítján ára Bryndís Helgadótt-
ir, sem starfar hjá Inega Models í
Mumbai á Indlandi, tók í síðustu
viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í
Mumbai þar sem um 75 hönnuðir
sýndu vor- og sumarlínur sína.
Þá fimm daga sem sýningin stóð
yfir tók Bryndís þátt í um þremur
til fjórum sýningum á dag og var
eina ljóshærða módelið á svæðinu.
Mynd af henni í appelsínurauðum
kjól eftir indverska hönnuðinn
Gayatri Khanna birtist svo nýlega í
Bombai Times enda eftir henni
tekið innan um dökkhærðar
þokkadísir. Bryndís segir þó bæði
kosti og galla við það að skera sig
úr.
„Það er ekki mikil samkeppni á
milli mín og hinna fyrirsætanna og
er ég til dæmis ekki fengin til að
sýna sari. Hins vegar er sóst eftir
mér ef þörf er á augljósum útlend-
ingi,“ segir Bryndís kímin.
Hún kom fyrst til Mumbai í fyrra
á vegum Eskimo Models og dvaldi í
tæpa þrjá mánuði. „Ég kunni svo
vel við mig að ég ákvað að fara
aftur og mun starfa hjá Inega Mod-
els fram að áramótunum,“ segir
Bryndís sem býr ásamt fjórum
öðrum módelum í íbúð í Bandra.
Eftir áramót stefnir Bryndís á að
klára stúdentspróf en hún hefur
stundað fjarnám frá Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla. „Í framtíðinni
langar mig svo að reyna fyrir mér
sem fyrirsæta á nýjum stað.“
vera@frettabladid.is
Sker sig úr með ljósa hárið
Bryndís Helgadóttir tók í síðustu viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í Mumbai. Hún var eina ljóshærða
módelið á staðnum og vakti að vonum athygli. Myndir af henni rötuðu inn á síður Bombai Times.
Hér má sjá Bryndísi í appelsínurauðum kjól eftir indverska hönnuðinn Gayatri Khanna en mynd af henni í sama kjól birtist nýlega
í Bombai Times. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
LÝSI er góð viðbót við fjölbreytta fæðu yfir vetrarmánuðina en í því er D-vítamín
sem er líkamanum nauðsynlegt. Á sumrin er hægt að fá nægilegt D-vítamín með
því að láta sólina skína á andlitið stutta stund daglega en á veturna er sólin ekki
nógu hátt á lofti hér á norðurslóðum til þess að D-vítamín myndist í húðinni.