Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 25

Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 25
FIMMTUDAGUR 30. október 2008 3 Lögð er áhersla á skilning, sam- kennd og lífsgleði í námskeiðum Ljóssins á Langholtsvegi 43, að sögn Óskar iðjuþjálfa. „Ég legg ýmis samskiptaverkefni fyrir krakkana,“ segir hún og telur upp leiki og þrautir. „Við byrjum á að efla traustið og það er reynt að gera allt að ævintýri, vera í fal- legu umhverfi og skemmta sér.“ Þetta hljómar skátalega enda kveðst Ósk hafa verið í skátunum í gamla daga. „Sem iðjuþjálfi hef ég svo sérhæft mig í ævintýra- meðferð. Hún byggist upp á leikj- um eins og þeim sem notaðir eru í hópefli hjá fyrirtækjum til að bæta starfsanda og samheldni. Grunnhugmyndin er sú að vera í svolítið krefjandi aðstæðum og læra af þeim. Upplifa samkennd, samskipti og traust. Hugrekki og sjálfstraust eflist í gegnum verk- efnin og árangurinn nýtist börn- unum í daglegu lífi.“ Námskeiðin eru haldin í sam- vinnu við Foreldrahús og auk Óskar kenna þar Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur og list- meðferðarfræðingarnir Elísabet Lorange og Sigríður Birna Vals- dóttir. Eitt námskeið hefst 11. nóvember fyrir 10 til 13 ára og annað verður tvær helgar í nóv- ember fyrir 14 til 16 ára. Ósk segir þátttakendur deila erfiðri reynslu sem sé alvarlegur sjúk- dómur einhvers nákomins. „Nú fá krakkarnir athyglina og þeim er mikilvægt að finna að tekið sé tillit til þeirra í sambandi við veikindin í fjölskyldunni. Það gerir þá öruggari og þeir mynda sterkari tengsl við lífið í Ljós- inu.“ Ósk og samstarfsfólk hennar er að ljúka námskeiði fyrir sex til níu ára krakka. Einn tími er eftir og þá er foreldrum og systkinum boðið að taka þátt í skemmtileg- um verkefnum. Ósk segir gaman að sjá framfarirnar hjá krökkun- um. „Þeir hafa myndað gott traust, bæði til okkar leiðbein- endanna og hver til annars. Eru orðnir öruggari að tjá sig og taka þátt í öllu. Við heyrum líka á for- eldrum að þeim líði betur en áður.“ gun@frettabladid.is Efla samkennd og traust Ljósið heldur ókeypis námskeið fyrir börn og unglinga er eiga foreldra, systkini eða aðra nákomna ætt- ingja sem hafa greinst með krabbamein. Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi er meðal leiðbeinenda. Ósk (í lopapeysunni) hefur sérhæft sig í ævintýrameðferð sem eflir kjark og sjálfstraust. Með henni er Elísabet Lorange listmeð- ferðarfræðingur sem einnig kennir á námskeiðum Ljóssins. Við óskum Ávaxtabílnum til hamingju með Fjöreggið www.avaxtabillinn.is - fersk sending Við erum birgjarnir á bak við tjöldin: Er fyrirtækið þitt vaktað? Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting sem þú gerir í starfsmannamálum Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.