Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 7. febrúar 2009 11 ÚTIVIST „Þetta er alveg magnað. Aðsóknin hefur verið svo gríðarleg að síðustu dagar hafa eiginlega minnt á tíu daga páska,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæð- isins í Bláfjöllum. Gott skíðafæri að und- anförnu hefur skilað sér í mikilli aðsókn í brekkur um allt land, og Bláfjöll hafa ekki farið varhluta af því. Einar segir skíðamenn kunna vel að meta þurra snjóinn, eða púðursnjóinn, sem hefur verið í brekkunum að undanförnu. Frost og örlítil gola án úrkomu sé besta skíðaveðrið sem hægt sé að hugsa sér. „En auðvitað skipt- ir það líka miklu máli að mjög margir hafa hætt við að fara með fjölskyldurnar sínar erlendis í skíðaferðir, enda lítil ástæða til þegar færið er svona gott hjá okkur. Ég stalst á skíði í gærkvöldi [í fyrrakvöld] og get vottað það að þetta er með því allra besta sem gerist, og ég hef skíðað út um allan heim frá því að ég var tíu ára gamall.“ Að sögn Einars hafa á bilinu tvö til þrjú þúsund manns skíðað í Bláfjöllum á hverju virku kvöldi undanfarið. „En um helgar fer fjöldinn allt upp í 7.000 manns. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Einar. Vegna þessarar miklu aðsóknar hefur Blá- fjallanefnd ákveðið að lengja opnunartím- ann á skíðasvæðinu til klukkan 21.00 á kvöld- in. „Við kunnum Bláfjallanefnd bestu þakkir fyrir það, og skíðafólki fyrir að vera svona duglegt að mæta,“ segir Einar Bjarnason. - kg Skíðasvæðið í Bláfjöllum opið lengur vegna mikillar aðsóknar undanfarið: Síðustu dagar minna á tíu daga páska MIKIL AÐSÓKN Fólk á öllum aldri hefur verið duglegt við að skella sér á skíði í Bláfjöllum síðustu daga, enda færið með besta móti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Höfuðstóll minnkar í kreppu Verðtrygging höfuðstóls Framfara- sjóðs Sveitarfélagsins Voga hefur verið felld niður fyrir árin 2008 og 2009. Er það gert til að bregðast við fjárþörf vegna rekstrarhalla og fjár- festinga. Minnihlutinn í bæjarstjórn var á móti og sagði ábyrgðarlaust að skerða sjóðinn vegna hallareksturs. VOGAR SAMFÉLAGSMÁL Kjalarness-próf- astsdæmi efnir á morgun til mál- þings í Norræna húsinu. Mál- þingið ber yfirskriftina Hvar er vonin? og verður fjallað um framtíðarsýn þjóðarinnar and- spænis þeim vanda sem nú blas- ir við. Ræðumenn koma víða úr samfélaginu. Í tilkynningu segir að kjarni málsins sé spurningin um vonina, hvar hana sé að finna og hvern- ig hún verður að nýju hreyfiafli í samfélaginu. Horft verði til sögu og samtíðar og lærdómur dreg- inn af trúarmenningu þjóðarinn- ar og spurt hvernig hann nýtist í andstreyminu nú. - ghs Kjalarnessprófastsdæmi: Ræða vonina á málþingi MENNTUN „Þetta var mjög góður fundur og sérstaklega gaman að sjá hversu ríka áherslu Katrín ætlar að leggja á að hafa náms- menn með í ráðum,“ segir Björg Magnúsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. Hún, ásamt kollegum sínum í Háskól- anum í Reykjavík og Háskólan- um á Akureyri, sat fund með Katrínu Jakobsdóttur, nýskip- uðum menntamálaráðherra, í fyrradag. Stúdentarnir færðu Katrínu að gjöf svokallaðan Menntavita, átta hliða skúlptúr sem tákn- ar átta óskir frá námsmönnum. „Hún sagðist ætla að hafa vit- ann hjá sér í ráðuneytinu til að tryggja að hún hugsi til okkar námsmanna á hverjum degi,“ segir Björg. - kg Fulltrúar Stúdentaráða: Færðu Katrínu Menntavita VITINN Katrín Jakobsdóttir hyggst hafa Menntavitann hjá sér í ráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kannabisræktun í Árbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Árbæ síðdegis í fyrradag. Við húsleit fundust 140 kannabisplöntur. Karl- maður um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Ungir piltar á skilorði Tveir sautján ára piltar hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, annar í tvo mánuði og hinn í þrjá, fyrir nokkur afbrot, meðal annars þjófnaði, innbrot og fíkniefnabrot. Þeir höfðu báðir komið við sögu lög- reglu áður, annar þó sýnu oftar. DÓMSTÓLAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.