Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 30

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 30
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is FRANKFURT Flug til Frankfurt gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Flug og gisting í 2 nætur frá 49.900 kr. á mann í tvíbýli á Top Hotel Ambassador *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Vildarklúbbur Reykjavík – Frankfurt frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallar- sköttum. Flogið er allt að 8 sinnum í viku. Þegar mig langar að versla Göngugatan Zeil er í hjarta Frankfurt. Þar er mikið af sérverslunum og mjög gott að versla. Goethestrasse er flott verslunargata þar sem er að finna hönnunar- og merkjavöru og fínar búðir. Rétt hjá er Fressgass með mörgum veitinga- og sælkerastöðum. Í Berger Strasse, Leipziger Strasse og Schweizer Strasse eru margar litlar búðir og kaffihús í alþjóðlegu umhverfi. Zoologischer Garten Einn elsti dýragarður í heimi, frá 1858, er í miðborg Frankfurt. Einnig er annar skemmtilegur dýragarður í Kronberg norðan við Frankfurt, Opel Zoo. Dómkirkjan Dómkirkjan, Paulskirche, er tákn fyrir frelsi og lýðræði í Þýskalandi. Árið 1848 var fyrsta þjóðþing Þýskalands haldið í kirkjunni. Hauptwache Miðpunktur borgarinnar og eitt af frægustu torgum í Frankfurt. Bygg- ingin sem stendur þar er frá árinu 1730. Þar var lengst af fangelsi og lögreglustöð, en nú er þar veitinga- og kaffihús. Römerberg Fallegar, gamlar byggingar, þar á meðal ráðhúsið í Frankfurt. Naturmuseum Senckenberg Senckenberganlage 25 Áhugavert náttúrufræðasafn – frægt fyrir risaeðlur og egypskar múmíur. MÍN ÍBÚÐA- SKIPTI Íbúðaskipti eru ódýrasta gistingin Fólk sem ætlar til útlanda í sumar getur sparað sér stórfé vegna gistingar með því að skoða þann möguleika að hafa skipti á íbúðum eða sumarhúsum við fólk erlendis sem ætlar að koma til Íslands. Á netinu eru margar vefsíður með svona íbúða- eða sumarhúsa- miðlunum og má t.d. benda á www.HomeXchangeVacation.com og www.HomeForExchange.com (Leitið sjálf með því að slá inn t.d. leitarorðin „home exchange“ eða „apartment exhange“.) SAFNAÐU VILDAR- PUNKTUM Farþegar safna Vildarpunktum í hvert skipti sem þeir fljúga með áætlunar- flugi Icelandair eða versla hjá samstarfsaðilum félagsins. Þessa Vildarpunkta má svo nýta til að greiða fyrir flugferð með Icelandair, hótelgistingu eða t.d. bílaleigubíl. Samstarf Icelandair við VISA á Íslandi, Vörðu Landsbankans og Heimskort Mastercard gefur fólki möguleika á að safna Vildarpunktum á hverjum degi. Kynntu þér málið nánar og skráðu þig í Vildarklúbbinn á www.icelandair.is NÝTT FARGJALDA- KERFI – 3 FARRÝMI Meira val Hvaða fargjaldaflokkur hentar þér best? Kynntu þér málið á www.icelandair.is Meiri þægindi NÝTT AFÞREYINGAR- KERFI Farþegar Icelandair geta nú látið fara vel um sig í nýjum, leðurklæddum sætum á öllum farrýmum. Að auki hefur verið fækkað um eina sætaröð í öllum vélum Icelandair svo að hver farþegi hefur meira pláss út af fyrir sig. Allir hafa aðgang að nýju afþreyingarkerfi á sínum eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig; fjölbreytt efni í boði án endurgjalds, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tónlist, tölvuleikir o.fl. Sigrún Erla Valdimarsdóttir háskólanemi Main Tower Neue Mainzer Strasse 52–58 Magnað útsýni úr 187 metra hæð. Flottur veitingastaður og bar. Í nágrenni Frankfurt Fyrir þá sem eru með bílaleigubíl er gaman að heimsækja Wiesbaden, höfuðborg Hessen. Þetta er skemmti- leg borg og gott að versla þar. Einnig er gaman að skoða Heidelberg (1 klst. akstur) sem er sögufræg borg og ólík Frankfurt. Þar er mikið af verslunum, kaffi- og veitingahúsum í yndislegu umhverfi. Mainz stendur við ármót Main og Rín; skemmtileg borg þar sem er tilvalið t.d. að skoða Gutenbergsafnið. Í Taunushæðum fyrir norðan Frankfurt eru mörg sögufræg lítil þorp sem gaman er að heimsækja. Í 20 mín. fjarlægð frá Frankfurt er t.d. Bad Homburg; þar er spilavíti og heilsulindin „Taunus spa”. Main Taunus Centrum er stór verslunarmiðstöð í þorpinu Sulzbach. Köningstein, lengra upp í Taunus- hæðum er skemmtilegt þorp Rüdesheim á bökkum Rínar í mynni Loreley-dalsins, rómantískt þorp sem hefur margt að bjóða ferðamönnum. Wertheim er áhugavert þorp þar sem má skoða kastala, sem kenndur er við þorpið, og gera hagstæð kaup í glæsilegum „útsöluverslunum“ (1,5 klst. akstur frá Frankfurt). SUPER KATO Á Kornmarkt rétt við Hauptwache er sushi-staður sem heitir Super KATO. Þar fæst gott sushi og svo er frábært að fá sér kaffi á eftir á Wackers Kaffee sem er í sömu götu. COA Schiller Strasse 4 og Kaiserstrasse 29, Frábær staður, góð þjónusta, ferskur og hollur asíumatur – sanngjarnt verð, frábær í hádeginu. Mæli sérstaklega með kókos-lime súpunni. HOLBEIN'S Holbeinstrasse 1, Sachsenhausen Veitingastaður í Stadel Kunst- museum, safni sem hefur að geyma myndlist frá Evrópu allt frá miðöldum til dagsins í dag, meðal annars verk eftir Rubens, Holbein og Rembrandt. Lifandi tónlist, góð stemning og frábær matur í frábæru umhverfi. L´Opera Opernplatz 1 Veitingahús í gömlu Óperunni í miðborg Frankfurt. Góð hug- mynd er að panta borð á svölunum og fylgjast með mannlífinu á torginu fyrir neðan. Einnig er umhverfið inni á staðnum magnað. VEITINGASTAÐIR H Á D E G IÐ K V Ö LD IÐ FLUG OG BÍLL Vegir til allra átta Við mælum eindregið með flugi og bíl í samstarfi við Hertz til áfangastaða Icelandair í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Pantið bílaleigubíl um leið og þið gangið frá pöntun á flugfari á www.icelandair.is Bíllinn bíður síðan eftir ykkur þegar þið lendið á áfangastað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.