Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 30
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is FRANKFURT Flug til Frankfurt gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Flug og gisting í 2 nætur frá 49.900 kr. á mann í tvíbýli á Top Hotel Ambassador *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Vildarklúbbur Reykjavík – Frankfurt frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallar- sköttum. Flogið er allt að 8 sinnum í viku. Þegar mig langar að versla Göngugatan Zeil er í hjarta Frankfurt. Þar er mikið af sérverslunum og mjög gott að versla. Goethestrasse er flott verslunargata þar sem er að finna hönnunar- og merkjavöru og fínar búðir. Rétt hjá er Fressgass með mörgum veitinga- og sælkerastöðum. Í Berger Strasse, Leipziger Strasse og Schweizer Strasse eru margar litlar búðir og kaffihús í alþjóðlegu umhverfi. Zoologischer Garten Einn elsti dýragarður í heimi, frá 1858, er í miðborg Frankfurt. Einnig er annar skemmtilegur dýragarður í Kronberg norðan við Frankfurt, Opel Zoo. Dómkirkjan Dómkirkjan, Paulskirche, er tákn fyrir frelsi og lýðræði í Þýskalandi. Árið 1848 var fyrsta þjóðþing Þýskalands haldið í kirkjunni. Hauptwache Miðpunktur borgarinnar og eitt af frægustu torgum í Frankfurt. Bygg- ingin sem stendur þar er frá árinu 1730. Þar var lengst af fangelsi og lögreglustöð, en nú er þar veitinga- og kaffihús. Römerberg Fallegar, gamlar byggingar, þar á meðal ráðhúsið í Frankfurt. Naturmuseum Senckenberg Senckenberganlage 25 Áhugavert náttúrufræðasafn – frægt fyrir risaeðlur og egypskar múmíur. MÍN ÍBÚÐA- SKIPTI Íbúðaskipti eru ódýrasta gistingin Fólk sem ætlar til útlanda í sumar getur sparað sér stórfé vegna gistingar með því að skoða þann möguleika að hafa skipti á íbúðum eða sumarhúsum við fólk erlendis sem ætlar að koma til Íslands. Á netinu eru margar vefsíður með svona íbúða- eða sumarhúsa- miðlunum og má t.d. benda á www.HomeXchangeVacation.com og www.HomeForExchange.com (Leitið sjálf með því að slá inn t.d. leitarorðin „home exchange“ eða „apartment exhange“.) SAFNAÐU VILDAR- PUNKTUM Farþegar safna Vildarpunktum í hvert skipti sem þeir fljúga með áætlunar- flugi Icelandair eða versla hjá samstarfsaðilum félagsins. Þessa Vildarpunkta má svo nýta til að greiða fyrir flugferð með Icelandair, hótelgistingu eða t.d. bílaleigubíl. Samstarf Icelandair við VISA á Íslandi, Vörðu Landsbankans og Heimskort Mastercard gefur fólki möguleika á að safna Vildarpunktum á hverjum degi. Kynntu þér málið nánar og skráðu þig í Vildarklúbbinn á www.icelandair.is NÝTT FARGJALDA- KERFI – 3 FARRÝMI Meira val Hvaða fargjaldaflokkur hentar þér best? Kynntu þér málið á www.icelandair.is Meiri þægindi NÝTT AFÞREYINGAR- KERFI Farþegar Icelandair geta nú látið fara vel um sig í nýjum, leðurklæddum sætum á öllum farrýmum. Að auki hefur verið fækkað um eina sætaröð í öllum vélum Icelandair svo að hver farþegi hefur meira pláss út af fyrir sig. Allir hafa aðgang að nýju afþreyingarkerfi á sínum eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig; fjölbreytt efni í boði án endurgjalds, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tónlist, tölvuleikir o.fl. Sigrún Erla Valdimarsdóttir háskólanemi Main Tower Neue Mainzer Strasse 52–58 Magnað útsýni úr 187 metra hæð. Flottur veitingastaður og bar. Í nágrenni Frankfurt Fyrir þá sem eru með bílaleigubíl er gaman að heimsækja Wiesbaden, höfuðborg Hessen. Þetta er skemmti- leg borg og gott að versla þar. Einnig er gaman að skoða Heidelberg (1 klst. akstur) sem er sögufræg borg og ólík Frankfurt. Þar er mikið af verslunum, kaffi- og veitingahúsum í yndislegu umhverfi. Mainz stendur við ármót Main og Rín; skemmtileg borg þar sem er tilvalið t.d. að skoða Gutenbergsafnið. Í Taunushæðum fyrir norðan Frankfurt eru mörg sögufræg lítil þorp sem gaman er að heimsækja. Í 20 mín. fjarlægð frá Frankfurt er t.d. Bad Homburg; þar er spilavíti og heilsulindin „Taunus spa”. Main Taunus Centrum er stór verslunarmiðstöð í þorpinu Sulzbach. Köningstein, lengra upp í Taunus- hæðum er skemmtilegt þorp Rüdesheim á bökkum Rínar í mynni Loreley-dalsins, rómantískt þorp sem hefur margt að bjóða ferðamönnum. Wertheim er áhugavert þorp þar sem má skoða kastala, sem kenndur er við þorpið, og gera hagstæð kaup í glæsilegum „útsöluverslunum“ (1,5 klst. akstur frá Frankfurt). SUPER KATO Á Kornmarkt rétt við Hauptwache er sushi-staður sem heitir Super KATO. Þar fæst gott sushi og svo er frábært að fá sér kaffi á eftir á Wackers Kaffee sem er í sömu götu. COA Schiller Strasse 4 og Kaiserstrasse 29, Frábær staður, góð þjónusta, ferskur og hollur asíumatur – sanngjarnt verð, frábær í hádeginu. Mæli sérstaklega með kókos-lime súpunni. HOLBEIN'S Holbeinstrasse 1, Sachsenhausen Veitingastaður í Stadel Kunst- museum, safni sem hefur að geyma myndlist frá Evrópu allt frá miðöldum til dagsins í dag, meðal annars verk eftir Rubens, Holbein og Rembrandt. Lifandi tónlist, góð stemning og frábær matur í frábæru umhverfi. L´Opera Opernplatz 1 Veitingahús í gömlu Óperunni í miðborg Frankfurt. Góð hug- mynd er að panta borð á svölunum og fylgjast með mannlífinu á torginu fyrir neðan. Einnig er umhverfið inni á staðnum magnað. VEITINGASTAÐIR H Á D E G IÐ K V Ö LD IÐ FLUG OG BÍLL Vegir til allra átta Við mælum eindregið með flugi og bíl í samstarfi við Hertz til áfangastaða Icelandair í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Pantið bílaleigubíl um leið og þið gangið frá pöntun á flugfari á www.icelandair.is Bíllinn bíður síðan eftir ykkur þegar þið lendið á áfangastað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.