Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 42
„Gönguferðir í náttúrunni eru tilvalinn vettvangur til að kynn- ast nýju fólki, en hátt í helmingur þeirra sem mæta koma einir. Við höfum því oft orðið vitni að fal- legri vináttu sem myndast, ekki síður en ástarsamböndum sem kvikna,“ staðfestir aðspurð Bjarn- ey Sigurjónsdóttir, ferðafræðing- ur hjá Ferðafélaginu Útivist, sem í dag og á morgun fer tvær spenn- andi dagsferðir sem öllum er opið að sækja. „Í dag förum við í gönguskíða- ferð um Bláfjöll og yfir í gömlu Kaffistofuna, og á morgun í gönguferð um Brynjudal, sem er annar hluti raðgöngu um Hval- fjörð, en eru fimm göngur í allt. Við hófum gönguna í Laxárvogi í Hvammsvík í janúar og enduð- um þá í Maríuhöfn á Búðarsandi; þaðan sem við höldum nú áfram inn í Brynjudal,“ segir Bjarney. Í báðar ferðirnar er óþarft að bóka sig fyrirfram, en nóg að mæta á Umferðarmiðstöð BSÍ við Vatns- mýrarveg, þar sem fararstjóri bíður og haldið er af stað klukk- an 9.30 báða morgnana. „Í Brynjudal er von á talsverð- um snjó og því gott að vera með legghlífar, í góðum gönguskóm og hlýjum vetrarfatnaði. Allir sem teljast í nokkuð góðu formi geta labbað þessa 12 kílómetra leið, en gangan tekur um fimm tíma, mest á jafnsléttu. Þá er mikilvægt að hafa nóg að bíta og brenna þegar kemur að nesti, því ekki er komið aftur heim fyrr en undir kvöld- mat,“ segir Bjarney og bætir við að gönguskíðaferð dagsins henti öllum sem komnir eru ágætlega af stað á gönguskíðum, því hún sé ekki erfið yfirferðar en taki um sex klukkustundir á skíðum. „Yfirleitt er afbragðs mæting í dagsferðir okkar, en við förum ekki af stað með rútu ef farþeg- arnir eru færri en tíu. Raðgöngur njóta mikilla vinsælda og vana- lega vill fólk klára þær allar, en önnur slík hefst nú í febrúar þar sem farnar verða fjórar ferðir í kringum vötnin Kleifarvatn, Hlíð- arvatn, Laugavatn og Meðalfells- vatn.“ Þess má geta að Útivist er með útivistarrækt í Elliðaárdal tvisvar í viku. Ekki þarf að skrá sig í þær ferðir, sem allar hefjast við Topp- stöðina (brúnu rafstöðina) klukk- an 18 á mánudögum og miðviku- dögum kl. 18.30. Á fimmtudögum kl. 18 er gengið út með Skerjafirði frá bílastæðinu við Skógræktarfé- lagið í Fossvogi. Sjá nánar á www. utivist.is. thordis@frettabladid.is Raðgönguför í Hvalfirði Að fara vel búinn á tveimur jafnfljótum í góðum félagsskap um íslenska náttúru og kyrrlátt vetrarríki er rómantísk upplifun sem veitir lífsfyllingu, um leið og hjartað og líkaminn allur nýtur þægilegrar áreynslu. Bjarney Sigurjónsdóttir er ferðafræðingur hjá Ferðafélaginu Útivist sem fer allan ársins hring í fjölbreytt ferða- lög um íslenska náttúru. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N SUND er góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri. Ef fjölskyld- an vill hreyfa sig saman um helgina er tilvalið að fara í góða gönguferð eða á skauta og enda í sundlauginni. Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær. … Svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@internet.is Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Fimmtudagur 12. febrúar kl. 20:00–22:00 hjá Maður lifandi Borgartúni 24 Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og “drykkir” útbúnir á staðnum. Einstakir hlutir einstök heimili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.