Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 44
 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR4 „Sýningin er í Sverrissal og Apó- tekinu sem eru tveir salir sem liggja saman á jarðhæð Hafnar- borgar,“ segir Björg Þorsteins- dóttir listakona, en á sýningunni Þættir eru málverk, skúlptúrar, shiborimyndir og teikningar. Björg verður með leiðsögn um sýninguna á morgun, sunnudag, klukkan 15. „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á síðustu tveimur til þremur árum en nafnið Þættir kemur til vegna þess að þarna eru fjórir þættir eða kaflar úr minni vinnu,“ útskýrir Björg og heldur áfram: „Þarna er akrýl á striga og stærstu myndirnar eru 1,30 sinnum 1,60. Síðan eru blýants- teikningar með endurtekningum á mynstri þannig að hvert verk myndar heild með mismunandi mynstri. Svo geri ég verk með svokallaðri shiboritækni, sem er austurlensk taulitunaraðferð, og nota ég hana á misþykkan austur- lenskan pappír og er það líka end- urtekning í mynstrinu. Þá brýt ég pappírinn og lita hann í svart- hvítu. Í fjórða lagi eru skúlptúrar þar sem ysta lagið er austurlensk- ur pappír með svarthvítri teikn- ingu utan á skúlptúrunum.“ Sýningin hefur vakið mikla athygli og hefur aðsókn verið góð, enda teflir listakonan saman efnum og tækni á hugvitssam- an hátt. „Veggirnir í sölunum eru mismunandi að stærð og því fer sýningin afar vel í þessum salar- kynnum,“ segir Björg ánægð og bætir við: „Flest málverkin eru í gulum lit en guli litaskalinn er mjög stuttur og því er ögrandi að vinna við þetta. Ég ákvað að hafa málverkin gul með öðrum svart- hvítum verkum. Að vísu eru þrjú rauð verk með í för en þau voru sett með til að fá smá áherslu.“ Að sögn Bjargar er víða algengt að í sýningarsölum sé boðið upp á Listamannsspjall með viðkom- andi listamanni. „Þetta verður enginn fyrirlestur hjá mér heldur frekar nærvera og ég er tilbúin til að svara spurningum. Gaman er að fá svona samtal milli lista- manns og neytenda og býst ég við að jákvætt og skemmtilegt verði að heyra spurningarnar. Stund- um fær maður líka hugmyndir út frá því og nýjan skilning á eigin list. Að mála er oft eins og hug- leiðsla, stundum er eins og mál- verkið taki völdin og geri sig að einhverju leyti sjálft,“ segir Björg áhugasöm. hrefna@frettabladid.is Fjölbreyttir listþættir Listamannsspjall verður í Hafnarborg á morgun en þá verður Björg Þorsteinsdóttir með leiðsögn um sýninguna sína Þættir þar sem hún blandar saman efnum og tækni á nýstárlegan máta. Ysta lagið í skúlptúrunum er austurlenskur pappír með svarthvítri teikningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorra hvað? Ferskur og ljúffengur þriggja rétta matseðill með frábæru útsýni á 4.990 kr. út febrúar. Forréttur Humar með ætifíflamauki, epla chutney og kexi, heslihnetufroðu og heslihnetu-humargljáa. eða Dönsk urtönd með maísmjölköku, bökuðum maís og andadjús. Aðalréttur Lambarúlla, tunga og sultað lamb með lagskiptri kartöflu, ertumauki og rauðvínssósu. eða Steinbítur og hörpuskel með kremuðu banka-byggi, ætiþystlum, dijon sinnepi og froðu. Eftirréttur Mjólkursúkkulaðimús og brownie með heslihnetu kurli, tapioca perlum og tonkabaunaís. eða Bananakaka með hægelduðum banana, karamellu og „rum&cola“ ís. Sérvalin frönsk og ítölsk vín einnig í boði í samráði við vínþjón okkar. Tilboðið gildir öll kvöld frá 30. janúar til 28. febrúar. Borðapantanir í síma 595 8545 eða dine@panoramarestaurant.is Ljúffengt tilboð í febrúar Það er óþarfi að vera súr á þorranum Útsýnisferð fyrir bragðlaukana Ingólfsstræti 1 | 101 Reykjavík | www.panoramarestaurant.is SJÁLFVIRK Margar stærðir - 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A HLEÐSLUTÆKI Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma. Fyrir dömur og herra. Nýkomið úrval af vönduðum kuldaskóm úr leðri, gæruskinn- fóðraðir. Margar gerðir. Dömuskór, verð frá: 19.700.- til 21.700.- Herraskór,verð frá: 15.900. - til 24.775.- Alltaf góður! 10 bita tilboð 3795,- KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.