Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 67

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 67
BLS. 7 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Ódýrir leikhúsmiðar hjá „tkts“ Hægt er að fá miða á mörg West End leikhúsin á allt að hálfvirði á tkts-sölustöðunum á Leicester Square eða í Brent Cross Shopping Centre. „tkts“ bjóða miða á hálfvirði eða með 25% afslætti að meira en 30 sýningum samdægurs. Kaupandi verður að koma á staðinn í eigin persónu og vissara er að koma tímanlega því að miðar eru fljótir að seljast upp. Aðrar leiðir til þess að ná í ódýra leikhúsmiða Það getur oftar en ekki borgað sig að fara í leikhúsið sjálft og spyrja eftir miðum á sýningu samdægurs; afgangsmiðar og pantanir sem hafa ekki verið sóttar eru þá víða á boð- stólum á niðursettu verði. Þjóðleikhúsið býður stundum miða fyrir £10 á tilteknar sýningar: Athugið hvort £10 Travelex Tickets séu í boði þegar þið pantið miða á tiltekna sýningu (www.nationaltheatre.org.uk). Miðar á sýningar í Southwark Playhouse, sem pantaðir eru með góðum fyrirvara, t.d. á netinu, kosta aðeins £8 (Airline Style Pricing). Þegar fer að ganga á miðana á tiltekna sýningu hækkar verðið í £13 og síðustu miðarnir eru seldir á £20. Ódýrir leikhúsmiðar í stæði Það má leggja á sig að standa til þess að spara, ekki satt? Donmar Warehouse býður 20 miða í stæði fyrir £7.50 á sýningu samdægurs þegar búið er að selja í öll sæti. Í Wyndhams Theatre eru líka í boði 20 miðar í stæði fyrir £10 á Donmar West End leikárinu (til ágústmánaðar). Ef þið komið klukkustund áður en sýning hefst í Royal Court Theatre getið þið hugsanlega krækt í miða í stæði fyrir aðeins 10 pens. Verður að segjast eins og er að maður má hafa sig allan við til þess að sjá á leik- sviðið úr þessum stæðum. En þarna er ódýrt húsaskjól í leiðindaveðri í a.m.k. þrjár klukkustundir. Í góðu veðri er tilvalið að fara í Shakespeare's Globe og horfa á leiksýningu úti undir berum himni fyrir aðeins £5 (stæði). Ódýrt í bíó í London Í Prince Charles Cinema við Leicester Place 7, við Leicester Square, kostar bíómiðinn £4 á síðdegissýningar og £5 á kvöldin. Þarna eru nýjustu smellirnir sýndir eilítið seinna en í öðrum bíóum og að auki eru sýndar klassískar, frægar ræmur og nýjar kvikmyndir, sem ekki er ætlað eingöngu að slá aðsóknar- met (art house releases). Ódýrir miðar á tónleika Sumar af frægustu rokkhljóm- sveitunum, t.d. Blur, Coldplay og Madness, byrjuðu að koma fram á krám og skemmtistöðum í London. Það getur því svo sannarlega verið gefandi að borga lítinn pening og stundum jafnvel ekki neitt fyrir á hlusta á bönd sem eru að byrja ferilinn. Í Dublin Castle, einum af kunnari stöðunum í London þar sem má heyra lifandi tónlist, spila þrjár til fjórar hljómsveitir á hverju kvöldi og miðinn kostar bara £5. – Þeir sem hafa áhuga á aðeins alvarlegri tónlist geta prófað að fá óselda miða á hálfvirði á sýningu í Royal Opera House með því að hringja í miða- söluna eða koma á staðinn innan við fjórum klukkstundum fyrir sýningu. Ókeypis upplifun á söfnum í London Í London er hægt að skoða um 60 söfn án þess að þurfa að taka upp veskið og borga. Hér eru nokkur helstu þeirra sem öll eru vel þess virði að skoða og sum að sjálfsögðu heimskunnir staðir, fjölsóttir af ferðamönnum hvaðanæva úr veröldinni. GÖNGUFERÐIR UM LONDON Skoðunarferðir á tveimur jafnfljótum eru ódýr og skemmtilegur ferðamáti og miðborg London er ekki stærri en svo að hún er tilvalin til lengri eða skemmri gönguferða. Ýmist er hægt að verða sér úti um gott kort af borginni og/eða gönguleiðakort eða slást í hópinn með leiðsögumanni hjá einum af hinum fjölmörgu ferða- þjónustufyrirtækjum sem bjóða tiltölulega ódýrar skoðunarferðir fyrir göngufólk um miðborg London. Kynnið ykkur málið t.d. á www.walks.com HAGKVÆMUR FERÐAMÁTI UM BORGINA Það er ekki lengi að segja til sín í buddunni ef fólk freistast til þess að taka leigubíl á milli staða í London. Þeir sem þekkja ekki vel til í mið- borginni ættu að kynna sér fyrst hvort ekki sé tilvalið að ganga, spyrjast fyrir á hótelinu eða skoða kortið. Oftar en ekki tekur það aðeins 10 til 15 mínútur að rölta á stað sem maður hélt vegna ókunnugleika að væri mun lengra í burtu. Almenningssamgöngur Neðanjarðarlestirnar og strætisvagnar eru að sjálfsögðu hagkvæmasti og fljótlegasti ferðamátinn þegar kemur ekki til álita að ganga. Gefið ykkur því tíma til þess að læra á lestarkerfið og helstu strætisvagnaleiðir. Það getur sparað ykkur veruleg útgjöld. Oyster Card Svonefnt Oyster Card er lang- ódýrasti kosturinn fyrir þá sem nota neðanjarðarlestir og strætisvagna, hvort sem fólk er búsett í London eða aðeins gestkomandi í nokkra daga. Þetta er eins konar debetkort sem greitt er inn á fyrir fram og gildir aðeins í samgöngukerfinu. Korthafi getur lagt inn á kortið eftir þörfum, t.d. á öllum lestarstöðvum. Ferðamenn frá Íslandi geta pantað kortið á netinu, t.d. hjá VisitBritain eða útvegað sér kort þegar þeir eru komnir til London. Leitið nánari upplýsinga á www.tfl.gov.uk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.