Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 94

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 94
62 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Fjölnir Þorgeirsson vann mikið þrekvirki á dögunum er hann tók þátt í björgun fjölda hesta úr ísi- lagðri Reykjavíkurtjörn. Hestasíðan Icehorsenews.com greindi að sjálf- sögðu frá tíðindunum og meðal annars var þar birt myndband af atvikinu þar sem sást til Fjölnis stökkva út í tjörnina og stjórna aðgerðum af mikilli röggsemi. Einnig var á síðunni viðtal við Fjölni þar sem hann greindi frá sínum þætti í björguninni. Hann er sjálfur vefstjóri síðunnar og voru því hæg heimatökin þegar kom að því að tjá sig um hetjudáðina. Ekkert verður af fyrirhuguðum stórtónleikum Bubba Morthens og Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Á heimasíðu sinni segist Bubbi hafa gert þrjár tilraunir til að negla niður dagsetningu á tónleikana en Björgvin sagðist alltaf vera upp- tekinn. Bubbi gefur í skyn að Björgvin hafi einfaldlega ekki viljað stíga á svið með sér, sem hann segir miður því tilhugsunin um að syngja með Bo hafi verið ákaflega spennandi. Annars fer Bubbi mikinn í útvarps- þætti sínum, Færibandinu á Rás 2, á mánudagskvöldum. Næsti gestur hans verður Jón Ásgeir Jóhannesson og mun Bubbi væntanlega spyrja hann spjörunum úr varðandi útrás hans og hrun efnahags- lífsins. Sjálfur hefur Bubbi farið illa út úr hlutabréfakaupum sínum og meðal annars tapaði hann fúlgum fjár í FL Group þar sem Jón Ásgeir er einmitt stærsti hluthafinn. - fb „Já, hvað eru … fimm til sex þættir eftir. Og þá búið! En, við erum eins og Ragnar Reykás. Ætíð tilbúnir að endurmeta hlutina í ljósi nýrra aðstæðna og upplýsinga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari og upplýs- ingafulltrúi Spaugsstofunnar. Spaugstofan hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælli en nú og mældist með 55 prósenta áhorf samkvæmt hinum nýju rafrænu áhorfsmælingum nú í vikunni. Vin- sælasti sjónvarpsþáttur landsins. Og fram undan er fjörugt tímabil í stjórnmálasögunni. Kosningar á næsta leyti. Er þetta spéspegillinn sem þjóðin þarf? Ítrekaðar yfir- lýsingar eru til þess efnis að vet- urinn í vetur væri sá allra síðasti sem Spaugstofan væri með fasta þætti á laugardögum. Enda tut- tugu ára afmæli hópsins. En þeir virðast vera að smellhitta á loka- sprettinum. Og nú sjá menn fram á að aðeins fimm þættir eru eftir og þá allt-bú. „Jaaaááá,“ segir Pálmi spurður hvort ekki sé misráðið að hætta núna? „Okkur finnst það nú eiginlega fullsnemma hætt þegar dansinn er rétt að byrja.“ Og Örn Árnason Spaugstofuliði gjamm- ar inn í: „Engin stjórnarandstaða eftir í landinu!“ Spaugstofumenn líta á sig sem stjórnarandstöðuafl. „Við erum það. Mörg átorítetin hafa sagt að við séum eina stjórnarand- staðan,“ segir Pálmi. Hann segir að ekki hafi komið til tals fyrir alvöru að endurskoða ákvörðunina um að hætta. Enda þeir uppteknir við að klára dæmið eins og um var samið. En svo virðist sem Spaug- stofumenn séu ekki að setja fyrir sig fyrri yfirlýsingar um að nú sé þessu lokið. Þórhallur Gunnarsson dagskrár- stjóri segir þetta allt satt og rétt. Hann vinnur einmitt nú um þessar mundir að skipulagningu dagskrár næsta vetrar. Hann segir Spaug- stofuna mælast gríðarlega vel og engin ástæða til að hætta því sem gott er bara til að hætta. „Við gerum samning á hverju ári við Spaugstofuna. Meðan ég ræð við að hafa þá áfram þá verður það svo en þetta er partur af flóknu dæmi,“ segir dagskrárstjórinn og útskýrir að það séu einkum þrjár breytur sem taka verði tillit til: Gæði, áhorf og kostnaður. „Efst á þessum lista eru gæðin og síðan verður að skoða hvort hægt sé að vinna með kostnaðinn: Hvort við höfum fé til að setja í tiltekin verk- efni. Svo verður að viðurkennast að svona stöðugt og gott áhorf segir okkur að fólk vill ekki missa af þessum þætti og auðvitað er horft til þess.“ Þórhallur segir Spaug- stofumenn hafa staðið sig frábær- lega í vetur, að þeir hafi blómstrað í gósentíð fréttanna. „Þess vegna ætla ég að segja að það er jafn lík- legt að þeir verði og að þeir verði ekki.“ Niðurstaða mun vonandi liggja fyrir í næsta mánuði. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. sæti, 6. guð, 8. hversu, 9. spíra, 11. hvort, 12. sía, 14. skot, 16. átt, 17. nögl, 18. tæfa, 20. umhverfis, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. atlaga, 3. eftir hádegi, 4. bylgju, 5. gras, 7. húsdýr, 10. tálbeita, 13. verkur, 15. heiður, 16. hlóðir, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ra, 8. hve, 9. ála, 11. ef, 12. sigti, 14. snafs, 16. sv, 17. kló, 18. tík, 20. um, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. árás, 3. eh, 4. sveiflu, 5. sef, 7. alisvín, 10. agn, 13. tak, 15. sóma, 16. stó, 19. ká. Kristín Eysteinsdóttir Aldur: 35 ára. Starf: Leikstjóri. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: 105 Reykjavík. Fjölskylda: Býr með Katrínu Odds- dóttur laganema. Kristín leikstýrir leikritinu Rústað sem nú er sýnt á nýja sviði Borgar- leikhússins. Þetta umdeilda verk eftir Söru Kane er fyrsta verk Kristínar sem fastráðins leikstjóra í Borgarleikhúsinu. „Kerfið er ekki undirbúið fyrir menn eins og Einar Bárðarson,“ segir aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Eftir að þingmenn áttu þess kost að ráða sér aðstoðarmenn var Einar ráðinn af Kjart- ani. Einar sá sem var að ekki mæltust sér- legir aðstoðarmenn þingmanna vel fyrir meðal almennings og þeir hafðir til marks um bruðl hins opinbera. Kosningar nálgast og Einar þá jafnframt í hlutverki kosninga- agents Kjartans. Hann steig því skref sem margir kunnu að meta: Afsalaði sér launum. Hins vegar kom honum á óvart að með því fauk allt annað sem fylgdi starfinu svo sem netfang og öll aðstaða. Karl Magnús Kristjánsson er aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis og hann segir að þegar Einar óskaði eftir því að vera tek- inn af launaskrá Alþingis „upplýsti hann að ástæðan væri að hann væri að fara að vinna önnur störf en kveðið er á um í samningi við aðstoðarmanninn og metur hann greinilega að ekki sé við hæfi að hann njóti launa á meðan. Við lítum á það sem ígildi uppsagnar. Þar af leiðir fær hann ekki aðrar greiðslur eða fyrirgreiðslu af hálfu Alþingis,“ segir Kjartan Magnús. „Já, það fauk allt dótið svo sem netfang svo fólk nái betur í mann,“ segir Einar sem telur aðstoð- armenn þingmanna hafi sætt ómaklegri gagnrýni. Ekki sé um há laun að ræða, Einar segist hafa verið að fá um 80 þúsund krónur útborgaðar á mánuði auk ferða- og símahlunninda. „Þetta er viðleitni til að efla störf þingsins og ég held að þetta hafi verið ranglega kynnt. Sannarlega er bruðl í kerfinu en lýsir sér ekki í þessu,“ segir Einar sem tók eftir gagnrýni á þessa ráðstöfun á fundum og þar sem hann fór. „Minn frambjóðandi er heiðarlegur og duglegur maður og ég vildi ekki varpa skugga á hans góða starf. En held áfram að vinna fyrir hann.“ - jbg Aðstaða Einars fauk með laununum EINAR BÁRÐARSON Segir kerfið ekki ráða við mann eins og sig en með því að afsala sér launum fór aðstaða hans einnig. Að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í gær ætlaði Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra að fara í kápu sína en greip í tómt í anddyri hússins. Lögregl- an var umsvifalaust sett í málið enda hæg heimatökin. Og röskir laganna verðir voru ekki lengi að komast að hinu sanna í þessu máli dularfulla kápuhvarfs yfirboð- ara síns. Eftir nokkur símtöl við þá sem hugsanlega voru vitni, svo sem bílstjóra ráðherraliðsins, kom á daginn að Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra var sá seki. Hann hafði farið fyrr af fundi og í asanum hafði hann gripið kápu Rögnu í misgripum og haft á brott með sér. Var kápunni við svo búið komið í réttar hendur og Ragna þurfti því ekki að fara út í frostið kápulaus. - jbg Kápa dómsmálaráðherra hvarf MÁLIÐ Í ÖRUGGUM HÖNDUM Ragna fylgist með röskum laganna vörðum finna sökudólginn Össur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÁLMI GESTSSON: ERUM TIL Í ENDURSKOÐUN AÐ HÆTTI RAGNARS REYKÁSS Hugsanlega hætt við að hætta með Spaugstofuna SPAUGSTOFAN Aðeins fimm þættir eftir og menn farnir að efast um að rétt sé að hætta þegar ballið er að byrja. FRÉTTIR AF FÓLKIÞÓRHALLUR GUNNARS- SON Segir allt eins líklegt að Spaugstofan verði áfram eins og hún hætti – þrátt fyrir yfirlýsingar um að þessi vetur væri þeirra hinsti dans. VEISTU SVARIÐ svör við spurningum á síðu 8 1 Kristin Halvorsen. 2 On the Rocks. 3 Indriði H. Þorláksson. Dagskrá 14:30 Heilbrigðisráðherra setur málþingið Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla flytur ávarp 14:35 Heiða Kristín Harðardóttir fjallar um tegundir og birtingaform rafræns eineltis 14:50 Kristrún Birgisdóttir fjallar um nýja rannsókn á rafrænu einelti 15:05 Guðný Kristjánsdóttir (móðir) og Kristín Rán Júlíusdóttir (dóttir) 16 ára segja frá reynslu sinni af rafrænu einelti 15:20 Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, fjallar um tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra 15:35 Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður, fjallar um afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti 15:50 Björn Harðarson, sálfræðingur, fjallar um sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis 16:05 Samantekt, Þorlákur Helgason 16:10 Umræður og veitingar Sjá nánar á heimasíðu SAFT www.saft.is MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI verður haldið á vegum SAFT 10. febrúar í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð kl. 14:30–16:15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.