Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 36

Réttur - 01.06.1942, Page 36
„17. þing Alþýðusambands íslands felur sambandsstjóm að gangasit fyrir því að koma á bandalagi með ollum öðrum samtökum alþýðunnar, hvort sem um er að ræða almenn hagsmunasamtök, stjómmálasamtök, verkalýðs- félög, menningarsamtök eða önnur til verndar hagsmunum og réttindum og samtakafrelsi verkalýðsins, til þess að vinna gegn dýrtíðinni í samræmi við þá stefnu, sem þingið hefur markað til þess að berjast fyrir margháttuðum þjóðfélagslegum umbótum og framfömm og til þess að hnekkja völdum afturhaldsins og gera áhrif alþýðusamtak- anna gildandi á stjóm landsins. Áratuga reynsla verkalýðshreyfingarinnar hefur sýnt, að til þess að forða hinum vinnandi stéttum frá nýju at- vinnuleysi og nýjum hörmungum fátæktarinnnar, til þess að forða vinnandi stéttimum frá réttleysi og kúgun, þá verður verkalýðsstéttin í gegn um samtök sín að taJka forystu þjóðarinnar í sínar hendur í náinni samvinnu við aðrar Vinnandi stéttir landsins. , Þar af leiðandi getur verkalýðurinn ekki sætt sig við smá- vægilegar ívilnanir, heldur verður hann ásamt annarri alþýðu Islands að tryggja sér þan völd í þjóðfélaginu, er geti gert markmið verkalýðshreyfingarinnar að veruleika”. Ályktun um styrjöldina og baráttuna gegn fas- ismanum var svohljóðandi: 17. þing Alþýðusambands íslands telur að styrjöld sú, sem bandamenn heyja nú gegn fasisma og nazisma sé háð fyrir menningu og frelsi alþýðunnar í öllum löndum, en gegn kúgun, siðleysi, ómenningu og ofbeldi. Fyrir því á- lyktar þingið að lýsa dýpstu andúð á kúgurunum en fyllstu samúð og hluttekningu sinni með baráttu Bandamanna í öllum löndum, svo og baráttu þeirra þjóða, sem hernumdar hafa verið af einræðis- og ofbeldisþjóðunum. Þingið vottar sérstaklega hinni hetjulegu norsku verka- mannastétt og norsku þjóðinni aðdáun sína og dýpstu samúð í hinni fómfreku frelsisbaráttu hennar og vonar 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.