Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 52

Réttur - 01.06.1942, Side 52
um stíl, en þær leggja hafið undir sig og brjóta sjóverzluninni nýjar brautir til Vesturevrópu. Fyr- ir þessar aðgerðir varð Venezía um skeið sterkasta stórveldi Miöjarðarhafsins. í vesturhluta hafsins reynir Barcelona að feta í fótspor Venezíu og legg- ur undir sig Baleareyjamar. Á Cyprus halda Jóhann- esarriddararnir uppi guðs kristni; þeir veröa aö flýja þaðan til Rodos og berjast djarflega gegn þeim van- trúuðu, en á 16. öld reka Tyrkir þá þaöan eftir frækilega vörn og þá verður Malta síðasta friðland þeirra og þeir gera hana að öflugasta vígi Miðjarð- arhafsins. En á landamærum Evrópu og Asíu berst hið austurrómverska ríki vonlausri baráttu gegn veldi Islams. Hinar arabísku þjóðir bera nú ekki lengur merki Múhameös. Mongólskar þjóðir frá Mið- asíu halda nú um sverð spámannsins. Um miöja 15. öld fellur Mikligarður fyrir sókn Múhameös Tyrkjasoldáns. Nokkru síðar beið Islam fyrsta af- hroð sitt viö Miðjarðarhaf, er Márar rnisstu Granada á Spáni. Það táknar þáttaskipti í Miðjarðarhafssög- unni. í fyrsta skipti er nú risið upp kristiö þjóð- ríki á meginlandinu, sem tekur upp baráttuna um Miðjarðarhafið. Spánn reynir að ná fótfestu á norö- urströnd Afríku, en tekst þó ekki fyrr en mörgum öldum síðar. Um líkt leyti rís Frakkland upp sem þjóðríki og skapar þannig skilyrðin fyrir Miöjarð- arhafspólitík sinni. En á meöan þetta var streyma herskarar Tyrkja upp sléttur Ungverjalands og sitja um Vínarborg. Á öllum kirkjustólum hljóma bænir til guðs um hjálp gegn Tyrkjum, páfinn leggur skatt á þegna sína til að kosta evrópska herferð á hend- ur hinum vantrúuðu. En þaö hefur aldrei tekizt að safna ríkjum Evrópu til almennrar krossferðar gegn hálfmánanum síðan hinar gömlu krossferðir leið. Veldi Tyrkja teygði sig aldrei lengra en inn í Ung- verjaland, til Krím og stranda Svartahafsins. Það var 116

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.