Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 10
10
RÉTTUR
jörðinni. Þaðan í frá lágu þeir vandlega vafðir í dúk neðst
niðri á botni í bakpoka Súk Sja. Því hvað sem öðru líður,
þá er mjög erfitt um sautján ára aldurinn, að segja að fullu
skilið við alla óskadrauma.
Hinn roskni foringi og mannþekkjari fór ekki villt í
neinu þegar hann veitti Súk Sja viðtöku. Hún varð brátt
hvers manns hugljúfi. Á göngu var hún óþreytandi, og
fljótlega varð hún markvís skytta. Eftir hvern bardaga
skar hún með gaumgæfni nokkra hringi í viðbót á lítið
tréspjald, sem hún bar á skykkju sinni — einn á hvern
fallinn fjandmann. •
Eitt sinn að afstaðinni harðri hríð, þar sem Ameríkan-
amir höfðu orðið að láta í minni pokann fyrir hópmun
hennar og vom hraktir úr litlu þorpi, þá kom herforingi
í heimsókn. Honum hafði verið falið af sjálfum Kím ll Sen
að úthluta heiðursmerkjum, og merkið sem hann festi
á skykkju Súk Sja var aðeins veittvhinum allra fremstu
hetjum.
Einhver fór að leika lag á gajatím, gamalt kóreskt hljóð-
færi, annar söng vísu um vorið, og svo stökk Súk Sja inn
í hringinn. í staðinn fyrir hermannastígvélin var hún nú
á rauðu skónum. Hún hóf blævængjadansinn og herforing-
inn, sem var í þann veginn að leggja af stað til næsta her-
flokks, beið við í nokkrar mínútur til að horfa á dans ungu
stúlkunnar. Hermennirnir klöppuðu henni ákaft lof í lófa.
Deildarforinginn hristi gráhært höfuðið og ógnaði Súk Sja
með fingrinum, þegar hann mætti glettnislegu augnaráði
hennar, auðsjáanlega minnugur gráa steinsins og rauðu
skónna, sem ung stúlka kastaði þar frá sér.
Nokkrir dagar liðu. Ameríkanarnir umkringdu herflokk
Súk Sja. Hann barðist unz skotfæri voru öll á þrotum, en
hlaut að gjalda liðsmunar. Nokkrir hermenn og þeirra á
meðal Súk Sja brutust út úr kvínni og hörfuðu um kletta-
stíg í áttina að gilskoru sem þeir vissu að lá til meginhers-
ins. Hærukarlinn foringi þeirra, fór síðastur og varði und-