Réttur


Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 122

Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 122
122 RÉTTUR Bókin er mjög liðlega skrifuð — frásögnin lifandi og blándin húmor á stundum, málið er hressilegt, kryddað líkingum hér og þar. Þetta er í stuttu máli sagt skemmtileg bók og þörf, sem ég vil hiklaust mæla með við alla lesendur Réttar. Á.B.M. UM ERLENDAR BÆKUR John Eaton: Marx against Keynes (Marx gegn Keyn- es). London 1951. Svo sem kunnugt er, hefur bók Keynes lávarðar General Theory of Employment Interest and Mon- ey (1936) haft ærin áhrif á borg- aralega hagfræðinga, og hafa þau áhrif sagt til sín bæði í fræði- kenningu og fjármálapólitík. Hún hefur og með nokkrum hætti orð- ið einskonar fjármálabiblía for- ystuliðs sósíaldemókrata, og þá einkum foringja brezka Verka- mannaflokksins. Áhrif þessi eiga einkum rót í því, að þarna er gefin að mestu upp á bátinn hin forna kenning um afskiptaleysi ríkisvaldsins af atvinnulífinu og hina frjálsu samkeppni — og reynt að benda á leiðir til að forða atvinnuleysi, án þess þó að skerða í nokkru auð eða gróða auðvaldsherranna. í þessari bók sinni tekst Eaton á hendur að rekja meginþælti þessara kenninga og benda á veil- urnar, sem á þeim eru. Jafn- framt rekur hann fræðilegar og félagslegar rætur þeirra og það hlutverk, er þær nú gegna. En hann lætur sér það ekki nægja, heldur skákar jafnan hagfræði- kenningu marxismans fram gegn þessum fræðum og leggur þær undir dóm reynslu og sögu, og verður naumast sagt að fræði Keynes standist vel þá raun. Höf- undurinn John Eaton hefur áður ritað ýmislegt um hagfræðileg efni, m. a. handbók í pólitískri hagfræði (Political Economy, A Marxist textbook) ágæta bók. V. Gordon Childe: Social Evolution (Þjóðfélagsleg þróun). Höfundurinn er eflaust kunnur lesendum. þessa þáttar. Hann er víðfrægur brezkur fornfræðing- ur, sem margt hefur um þau efni ritað, og hefur m. a. þann kost fram yfir „kollega" sína flesta, að hann gerir sér mikið far um að tengja forgripina við sögu og lífs- hætti liðinna kynslóða. í þessari bók sinni reynir hann að rekja eftir fornleifum þróun mannlegs samfélags frá upphafi — og skal ég nefna hér fáeinar kaflafyrir- sagnir þessu til áréttingar. Hér eru sýnishorn: Menningarskeið á tímabili villimennskunnar, menn- ingarskeið hálfsiðunar í Mið- Evrópu, við Miðjarðarhaf, i Níl- ardal og í Mesópótamíu o. s. frv. Bókin er prýðilega rituð og hin girnilegasta til fróðleiks. Albert Kahn: High Treason (Landráð). New York 1950. Höfundinn er óþarft að kynna, með því að flestir munu kannast við „Samsærið mikla“. í þessari bók sinni rekur hann svik banda- rískra ráðamanna við málstað lýðræðis og friðar og við eigin yfirlýsingar. Við ferðumst þarna um „Gods own land“, land drott- ins útvöldu, og atburðaröðinni er brugðið upp — og hvert atriði er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.