Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 32
32
RÉTTUR
Hið íslenzka þjóðarbrot, — fámennast og fátækast allra þjóðar-
brota, er flúði þá aðals- og auðvaldskúgun Evrópu — rakst á am-
eríska auðvaldið og sigraði það — í anda. Ljóð og hugsun Stephans
G. Stephanssonar var sigurtákn íslenzkrar alþýðu um yfirburði
hennar yfir ameríska peningavaldið.
★
Karl Marx og Friedrich Engels unnu andlegan sigur alþýð-
unnar yfir auðvaldsskipulaginu með því að skilja það og þróunar-
lögmál þess, vekja og skipuleggja kraftana, sem þurfti til að sigra
það og afmá. Það verk þeirra var fyrirheitið um pólitískan sigur
verkalýðsins um víða veröld yfir auðmannastéttinni, kenningar
þeirra skæðasta vopnið í frelsisbaráttu alþýðunnar.
Líf Stephans G. Stephanssonar er lýsandi fordæmi, ljóð hans og
list gullnar töflur hins brýnasta boðskapar til þjóðarinnar á ör-
lagastund: eldheit fordæming hins ameríska auðvalds, brennandi
hvöt til alþýðustéttanna, spámannleg skygni á hlutverk þeirra og
vald, örugg vissa um sigur þeirra að lokum, allt samtvinnað ást-
mni á „óskalandi íslenzku" og órofa tryggð við það bjartasta í
arfleifð vorri.
Andlegur sigur Stephans G. Stephanssonar yfir auðvaldi Ame-
ríku er íslenzkri þjóð fyrirheitið um pólitískan sigur liennar yfir
því, ef hún reynist sjálfri sér, sögu sinni og köllun trú.
n.
Amerískt auðvald ræðs! á ísland
Nú víkur sögunni burt frá átökum íslenzka þjóðarbrotsins
við ameríska auðvaldið á árunum 1890 og þar á eftir.
Síðan eru liðin sextíu ár. íslenzk tunga berst tvísýnni bar-
áttu fyrir tilveru sinni í Vesturheimi. Alþýða Ameríku er enn
andlegur og veraldlegur fangi hins ægilegasta auðvalds, sem
veröldin hefur séð. Vald peningafurstanna amerísku yfir efna-
hagslífi landsins er orðið margfalt meira en 1890. Fjórar auð-
hringasamsteypur, Morgans, Rockefellers, Mellons og Du Ponts,
drottna yfir 60% af öllu fjármagni Bandaríkjanna. Einræði
auðmannastéttarinnar hefur aldrei verið harðvítugra þar en nú.
Ofsóknir þess gegn verkalýðshreyfingu og sósíalisma keyra nú
fram úr þeim ósköpum, er Stephan G. bannsöng snjallast í