Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 49
RÉTTUR
49
é
leiðslunni í fullan gang, þurrka út atvinnuleysið og koma aftur
á almennri velmegun, en tryggja samtímis menningu og frelsi
landsins.
Sósíalistaflokkurinn hefur frá því fyrsta að amerískt auðvald
tók að ágirnast land vort, varað þjóðina við hættunni. Nú vísar
hann henni veginn til sigurs.
ra.
Það er alif í húfi
I því einvígi, sem nú er háð milli íslenzks anda, íslenzkrar
arfleifðar, íslenzks frelsis, íslenzkrar alþýðu annarsvegar og am-
erísks auðs, amerískrar spillingar, amerísks hervalds og alls, sem
spillt er og rotið í íslenzku þjóðlífi hinsvegar um rétt og tilveru
íslenzkrar þjóðar á íslenzkri jörð berjast sem í einu bliki væri öll
J>au öfl, úr nútíð og fortíð, aftan úr grárri forneskju frá vöggu
kynstofns vors til þessara örlagastunda, við allt það, sem frá
upphafi vega hefur ógnað með að tortíma þessari þjóð andlega
eða líkamlega eða hvorutveggja.
★
Til vor hljómar örlögþrungin aðvörun úr hrikalegustu harmsögu
kynstofns þess, sem vér eitt sinn varðveittum hið bezta úr, — að-
vörun meitluð sárustu reynslu hins hrausta, óspillta ættaþjóð-
félags Germana úr viðureigninni við spillingu hins rómverska
yfirstéttaþjóðfélags, bölvaldinn: Fáfnisarfinn:
HiÖ gjalla gull
og hiö glóörauða fé
pér veröa þeir baugar aÖ bana.
Hvort hefur nú sú þjóð, sem er að láta land sitt innlimast
í hernaðarveldi amerísks kúgunarvalds, arftaka hins rómverska
og brezka, gleymt öllum viðvörunum bókmennta vorra um bölvun
þess gulls, sem auðdrottnar beita til að gera menn að bróður-
bönum?
★
Frá Lögbergi hljómar eilíf viðvörun Einars Þveræings við til-
mælum erlends drottinsvalds til íslenzka bændaþjóðfélagsins um
fangastað á íslenzkri grund, vald á íslenzkri þjóð:
4