Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 37
RÉTTUR
37
Fjallkonuna sjálfa, finnst óþarfi að vernda dætur hennar gegn
„verndurunum“.
★
Þannig er þá komið frelsi íslands, framtíð og sæmd, — að
svo miklu leyti, sem slíkt er í höndum valdhafanna og flokka
þeirra þriggja.
Ameriska auðvaldið ætlar nú að eitra sál fólksins, spilla
dómgreind þess, drepa kjark þess. Það býr sig undir að gleypa
allt, sem íslenzkt er, velferð þjóðarinnar og frelsi, menningu
hennar og stolt, æsku hennar og framtíðardrauma — og ísland
sjálft.
Þorsteinn Erlingsson, Jón Ólafsson, Einar Hjörleifsson Kvaran
og Matthías Jochumsson voru ósammála um margt, jafnvel flest
í íslenzkum stjórnmálum þeirra tíma, — en þeir voru sammála
um eitt: að vara íslenzku þjóðina við ameríska auðvaldinu. Og
heitast og snjallast hljómaði viðvörunin úr Vesturheimi sjálfum,
frá Stephani G.
Þeir voldugustu á Fróni, forustan hjá fésýslumönnum íslands,
hafa látið allar slíkar viðvaranir sem vind um eyru þjóta.
Þeir hafa engu skeytt dýrkeypustu reynslu þjóðar vorrar. Hjá
þeim hefur aðeins verið kapphlaupið um að komast í þjónustu
landræningjanna, hins volduga ameríska auðvalds, og hljóta
mola af borðum þess.
En hvar er þá að finna viðnámið gegn ameríska auðvaldinu,
er það nú hefur hafið árás sína á ísland?
2. Viðbragðið hjá stéttum borgara og bænda.
Ætla hefði mátt að óreyndu að íslenzk borgarastétt hefði
sýnt nokkra mótspyrnu gegn árás amerísks auðvalds á efna-
hagslíf og frelsi íslendinga. En svo er ekki. íslenzk borgara-
stétt á marga dugandi menn innan sinna vébanda og uggur mun
fara vaxandi meðal þeirra um þróun þá, er nú gerizt hér. En
stjórnmálaforusta hennar beygir hana andlega og efnahagslega
undir hið ameríska ok, svo hún þorir hvorki að æmta né skræmta,
þótt nú sé verið að fórna henni sjálfri fyrir hagsmuni erlendra
stóriðjuhölda, eins og nú er gert með ofsóknum gegn innlendum
iðnaði, lánsfjárbanninu gegn íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi
og kaupgetuminnkun almennings. En allt þetta er smátt og
smátt að gera þorra islenzkrar borgarastéttar gjaldþrota. Það var
íslenzk borgarastétt, sem Jón Sigurðsson og beztu samherjar