Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 93
RÉTTUR
93
Ein helzta vörnin, sem beitt er fyrir þessar aðgerðir allar er
sú, að svo mjög höfum við þurft á þessu fé að halda, að án þess
hefðum við ekki komið áfram vissum mannvirkjum s. s. Sogs- og
Laxárvirkjununum og enn fremur að ef við hefðum ekki fengið svo
mikinn neyzluvöruinnflutning fyrir Marshallfé, þá hefði hér blátt
áfram ríkt neyðarástand hvað lífsnauðsynjar snerti.
Þessum blekkingum er í raun og veru fullsvarað með því, sem
sagt er hér að framan. Með þeirri tækni sem við áttum í atvinnu-
lífinu og þeim mörkuðum, sem við höfðum aflað okkur var í lófa
lagið að framleiða andvirði þessara 445 millj. auk þess sem
við höfum framleitt, og raunverulega meira. Það má í því sam-
bandi t. d. nefna togarastöðvunina sumarið 1950, sem kostaði þjóð-
ina á annað hundrað millj. kr. í gjaldevristekjum.
Ef Alþingi hefði fengizt til að leysa það deilumál, 12 stunda
hvíldina, eins og nú nýlega var gert, og Sósíalistaflokkurinn hafði
barizt fyrir, þá hefði þjóðin aldrei þurft að tapa þeim tekjum.
Margt fleira mætti nefna sem sannar það hve framleiðsumögu-
leikar okkar eru nægir til að afla þess sem þjóðin þarf. Það er
því sjálfskaparvíti, eingöngu á ábyrgð þeirra ríkisstjórna og
flokka, sem þessu hafa stjórnað að svona er komið enda er nú
skilningur almennings vaxandi á því atriði.
Þá hefur ekki verið slegið slöku við það atriði Marshalláróðurs-
ins að hér sé eingöngu um góðgerðastarfsemi að ræða. Mikill er
máttur hins ósvífna áróðurs, þegar jafnvel er hægt að telja
stórum hluta heilla þjóða trú um, að utanríkisstefna heils stór-
veldis, og það meira að segja voldugasta auðveldis jarðarinnar
sé fyrst og fremst gustukafyrirtæki. Það er einmitt að koma bezt í
íjós nú í sambandi við hina vaxandi kreppu í auðvaldsheiminum
að Marshallkerfið allt er fyrst og fremst hugsað sem tryggingar-
stofnun fyrir bandaríska auðvaldið. Sósíalistaflokkurinn sagði
þetta fyrir strax, en íslenzkir borgarar vildu ekki trúa því. Málið
er þó auðskilið þegar það er skoðað frá rótum.
Bandaríkin voru hin eina af stríðsþjóðunum, sem ekki fékk víg-
völl í eigin landi. Þau gátu því alla tíð einbeitt allri framleiðslu-
orkunni í að auka framleiðsluna til að fylla hinn óþrjótandi mark-
að, sem stríðið skapaði í öðrum álfum heims. Þegar stríðinu lauk
hafði fraínleiðslugeta þeirra aukizt stórkostlega á stríðsárunum, og
byggðist sú framleiðsluaukning eingöngu á hinum stórkostlega
útflutningi þeirra ára. Um þetta sagði Cardcliffe prófessor í hag-
fræði við háskólann í Kaliforníu m. a. þetta:
„Iðnaður Bandaríkjanna er miðaður við heimsmarkaðinn. Hið
sama gildir um landbúnaðinn og reyndar í enn ríkara mæli . . .