Réttur


Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 95

Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 95
RÉTTUR 95 I upphafi var gert ráð fyrir því, að íslendingar yrðu að fórna verulegum hluta af þeim fríðindum bæði efnahagslegum og félagslegum er þeir höfðu áunnið sér. Þetta hefur tekizt svo vel að s. .1 ár hefðu árslaun verkamanna miðuð við 2400 vinnustundir á ári þurft að vera um það bil 8000 kr. hærri til að hafa sama kaupgildi og 1947. Það þýðir að raunverulega hefur kaupgjaldið lækkað um 25%. Við þetta bætist svo atvinnuleysið, sem Marshall- stefnan hefur skapað. í krafti þess er með launalækkuninni af- koman rýrð um helming miðað við 1947. Þar var því marki náð. En á hinu leytinu er svo, hið háa verð sem skapað hefur verið á öllum vörum frá dollarasvæðinu með tveimur gengislækkunum. Auðvitað er ekki um annað að ræða en að keyptar eru allar vélar til Sogs- og Laxárvirkjunarinnar og áburðarverksmiðjunnar frá Ameríku, þrátt fyrir það að mun lægri tilboð hafa borizt í slíkar vélar frá Evrópulöndum. Auk þess er með slíku tryggð sala á varahlutum og öðru slíku ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta gildir um fleiri lönd en ísland, og er aðeins ein af mörgum sönnunum þess að Marshallféð er aðeins lítilsháttar iðgjaldagreiðsla til þess xryggingarkerfis er tryggði Bandaríkjunum útflutning á krepp- unni til Marshalllandanna. Þó skiptir áreiðanlega mestu máli það atriði sem fyrr er á minnst þ. e. hið algera vald, sem Bandaríkjastjórn hefur fengið yfir öllu fjárhagskerfinu íslenzka. Mótvirðissjóðurinn er að verða einn af stærri þáttum í fjár- hagskerfinu og reynslan hefur þegar sýnt hve hiklaust er neitað um notkun þess fjár til framkvæmda sem ekki eru að skapi hinna háu herra vestan hafs. Þannig hefur íslenzka ríkið afsalað sér rétti til að ráða sjálft í hvaða framkvæmdir er lagt, með því að ganga inn á skilyrðið um leyfisveitingu gagnvart því fjármagni. Togar- arnir og sementsverksmiðjan sanna einnig að ekki var hikað við að neita um leyfi til notkunar hins erlenda gjaldeyris til ákveðinna hluta, sem íslendingar töldu heppilega. Samkvæmt ákvæðinu um notkun íslenzkra auðlinda hafa ís- lendingar gengið inn á að hlíta ströngu eftirlitskerfi með hagnýt- ingu þeirra, og hvað er fólgið í slíku ákvæði annað en afsal þeirra réttinda, að ráða sjálfir rekstri atvinnuvega sinna. Allur atvinnu- rekstur á íslandi byggist á hagnýtingu auðlinda íslands, og að hlíta ströngu eftirlitskerfi með hagnýtmgu auðlindanna, er að hlýta sama eftirlitskerfi með öllum atvinnurekstri þjóðarinnar stórum og smáum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.