Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 46
46
RÉTTUR
hefur komið á íslandi. Kristinn Andrésson, andlegur leiðtogi
þessara sókndjörfu sveitar í tvo áratugi, þessi óþreytandi eldhugi,
skipulagði skáldin til sóknar í „Rauðum pennúm“, og
fólkið í „Máli og Menningu“, ritar hina snjöllu bók-
menntasögu nútíðarinnar, meðan hann örvar og mótar uppvax-
andi skáldakynslóð í djarfri leit að nýjum leiðum og tengir þá
um leið kjarna íslenzkrar erfðar í þjónustu fegurðar mannlífsins
og frelsis þjóðarinnar. Þannig týgir þessi sveit hug og hjarta ís-
lenzkrar alþýðu þeim andans vopnum, sem alltaf hafa fært henni
sigur — og munu gera svo enn.
Og meðan Halldór Kiljan Laxnes og hinir aðrir „rauðu pennar“
íslands skapa nýja gullöld íslenzkra bókmennta, einmitt er Fróni
reið allra mest á, — sígur Morgunblaðsmenningin dýpra og dýpra
í svaðið, með „Bláu stjörnuna“ að listrænni fyrirmynd og yfir-
drottnun Morgans og Rockefellers að andlegri hugsjón. Það er
ekki að undra þótt þeir minnkandi menn, er þar ráða, reyni
að leyna fyrir þjóðinni dagsbrún nýrrar gullaldarmenningar ís-
lands í þokumökkum óhróðurs og lyga. Þeir halda að með
tonnatali Hitlerslyganna endurprentuðum með amerísku lagi,
takist þeim að kæfa þann sannleik, sem listin og lífið boðar þjóð-
inni.
Eitt sinn varð skáldskapurinn í bókmenntalist einnig að vera
málara- og myndhöggvaralist fátækrar þjóðar, sem hvorki átti
þá meitil né marmara, léreft né lit, heldur aðeins orðin til að
mála með og meitla í myndasmíðir andans. Nú blómgvast frum-
leg og sterk, þjóðleg og alþjóðleg myndhöggvara- og málaralist
við hlið skáldskaparins, felandi í snilld sinni fyrirheit um ís-
lenzk afrek þessara listgreina, jafnsnjöll ljóða- og sagnalist ís-
lands, — fyrirheit, sem þegar eru byrjuð að rætast í steini og
á lérefti, — og fullvissa oss um að þessi íslenzka list á líka eftir
að verða oss það vopn í viðureign við amerískt hervald, sem grísk
list varð hellensku smáþjóðinni í baráttu við herraþjóðina róm-
versku.
★
En íslenzk þjóð á sér eigi aðeins vaska sveit lista- og mennta-
manna í baráttunni við ameríska yfirdrottnun.
í fyrsta skipti í sögu sinni á nú þjóðin sterka og skipulagða
verkalýðsstétt í broddi fylkingar þeirrar, sem fyrir frelsinu berst.
„Poets are the trumpets, which sing to battle, poets are the
unacknowledged legislators of the world“. („Skáldin eru lúðurinn,
sem kallar til orustu, — skáldin eru hinir ókrýndu löggjafar heims-