Réttur


Réttur - 01.01.1952, Page 46

Réttur - 01.01.1952, Page 46
46 RÉTTUR hefur komið á íslandi. Kristinn Andrésson, andlegur leiðtogi þessara sókndjörfu sveitar í tvo áratugi, þessi óþreytandi eldhugi, skipulagði skáldin til sóknar í „Rauðum pennúm“, og fólkið í „Máli og Menningu“, ritar hina snjöllu bók- menntasögu nútíðarinnar, meðan hann örvar og mótar uppvax- andi skáldakynslóð í djarfri leit að nýjum leiðum og tengir þá um leið kjarna íslenzkrar erfðar í þjónustu fegurðar mannlífsins og frelsis þjóðarinnar. Þannig týgir þessi sveit hug og hjarta ís- lenzkrar alþýðu þeim andans vopnum, sem alltaf hafa fært henni sigur — og munu gera svo enn. Og meðan Halldór Kiljan Laxnes og hinir aðrir „rauðu pennar“ íslands skapa nýja gullöld íslenzkra bókmennta, einmitt er Fróni reið allra mest á, — sígur Morgunblaðsmenningin dýpra og dýpra í svaðið, með „Bláu stjörnuna“ að listrænni fyrirmynd og yfir- drottnun Morgans og Rockefellers að andlegri hugsjón. Það er ekki að undra þótt þeir minnkandi menn, er þar ráða, reyni að leyna fyrir þjóðinni dagsbrún nýrrar gullaldarmenningar ís- lands í þokumökkum óhróðurs og lyga. Þeir halda að með tonnatali Hitlerslyganna endurprentuðum með amerísku lagi, takist þeim að kæfa þann sannleik, sem listin og lífið boðar þjóð- inni. Eitt sinn varð skáldskapurinn í bókmenntalist einnig að vera málara- og myndhöggvaralist fátækrar þjóðar, sem hvorki átti þá meitil né marmara, léreft né lit, heldur aðeins orðin til að mála með og meitla í myndasmíðir andans. Nú blómgvast frum- leg og sterk, þjóðleg og alþjóðleg myndhöggvara- og málaralist við hlið skáldskaparins, felandi í snilld sinni fyrirheit um ís- lenzk afrek þessara listgreina, jafnsnjöll ljóða- og sagnalist ís- lands, — fyrirheit, sem þegar eru byrjuð að rætast í steini og á lérefti, — og fullvissa oss um að þessi íslenzka list á líka eftir að verða oss það vopn í viðureign við amerískt hervald, sem grísk list varð hellensku smáþjóðinni í baráttu við herraþjóðina róm- versku. ★ En íslenzk þjóð á sér eigi aðeins vaska sveit lista- og mennta- manna í baráttunni við ameríska yfirdrottnun. í fyrsta skipti í sögu sinni á nú þjóðin sterka og skipulagða verkalýðsstétt í broddi fylkingar þeirrar, sem fyrir frelsinu berst. „Poets are the trumpets, which sing to battle, poets are the unacknowledged legislators of the world“. („Skáldin eru lúðurinn, sem kallar til orustu, — skáldin eru hinir ókrýndu löggjafar heims-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.