Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 35
RÉTTUR
35
og endað með því að ofurselja ísland ajnerísku auðvaldi að
herstöð og kalla amerískan her inn í landið. Áhrifaríkustu for-
ystumenn borgaraflokkanna hafa gengið amerísku auðvaldi á
hönd og það eykur í krafi þeirra ítaka sinna daglega kröfurnar
á hendur íslenzku þjóðarinnar.
Amerískir auðmenn heimta bankalögum íslands breytt, þannig
að hægt sé að setja þeirra Álf í Króki, dr. Benjamín Eiríksson,
yfir alla bankana, svo íslendingar ráði engu um bankamál sín
framar.
Bankamálaráðherrann, sem um leið er viðskipta- og mennta-
málaráðherra, er umboðsmaður fyrir fyrirlitnasta spillingar- og
auðsöfnunarhring Bandaríkjanna, Coca-colafélagið.
Alræmdasti auðhringur Bandaríkjanna, Standard Oil, — saga
hans er flekkuð mútum, blóði og ránum — hefur náð vaxandi í-
tökum á íslandi. Þegar hann í upphafi aldarinnar teygði klær
sínar til íslands gegnum danskar dulur, uppnefndi íslenzk sveita-
alþýða hann Danskur Djöfull Pínir Alþýðuna (DDPA) út frá
aldagamalli sárri reynslu. Þá var sveitaalþýðan að byrja bar-
áttu sína gegn einokun og auðvaldi með samvinnusamtökunum.
Hvað myndi Jakob Hálfdanarson, Benedikt á Auðnum og aðrir
brautryðjendur samvinnuhugsjónarinnar segja, ef þeir mættu
rísa upp úr gröfum sínum og líta æðstu stjórnendur íslenzkra
samvinnusamtaka vera umboðsmenn Standard Oil á íslandi?
Og það er ekki eini auðhringurinn ameríski, sem Samband
íslenzkra samvinnufélaga, — samvinnusamtök alþýðu gegn auð-
hringunum — hefur ánetjazt fyrir spillta forystu: Auðhringur
Du Ponts General Motors, og auðfélag Mellons Westinghouse,
hafa bæði S.Í.S. að erindrekum sínum á íslandi.
Utanríkisráðherra íslands og fulltrúi íslenzka lýðveldisins hjá
sameinuðu þjóðunum koma fram sem ósjálfstæð verkfæri utan-
ríkismálastefnu ameríska auðvaldsins og hafa þarmeð á alþjóða-
vettvangi sett blett á ísland með því að svíkja þá stefnu, sem þjóð
Þorgeirs Ljósvetningagoða og Njáls hafði markað sér bezta, þá
sættarstefnu, sem var inntak íslenzks stjórnmálaþroska, er hann
stóð hæst.
Amerískt auðvald hefur keypt upp æru og amerískur áróður
blindað vit helztu valdamanna íslands. Þessvegna gerast nú
blöð þessara valdamanna, er drottna yfir flokkunum þremur
(Ihaldi, Framsókn, Alþýðufl.) málgögn hins ágenga ameríska
auðvalds á íslandi, ljúga að þjóðinni og forheimska hana, reyna
að telja henni trú um að harðstjórn amerísks peningavalds sé
lýðræði, að rán þess á eignum og afkomu íslendinga sé aðstoð