Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 70
70
RETTUR
Ameríska tímaritið United States Information segði 6. apríl
1948 tveim dögum eftir að íslendingar undirrituðu samninginn:
„Uppörvun bandarísks einkafjármagns til fjárfestingar í V.-
Evrópu er í samræmi við grundvallarreglur og markmið banda-
rísku hjálparáætlunarinnar. Það er stefnumark Bandaríkjastjórn-
ar að fá bandarískt einkauðmagn til að koma í stað beinnar að-
stoðar Bandaríkjastjórnar, ef ekki alveg, þá að nokkru leyti.“
Hinu pólitíska valdi, er Bandaríkin fengu gegn um þessa áætl-
un lýsti eitt elzta blað þeirra „Saturday Evening Post“ 21. febr.
1948 á þessa leið
„Vér erum þegar famir að steypa erlendum ríkisstjórnum og
mynda aðrar.“
í þessum ummælum og fjölmörgum öðrum slíkum, sem amerísk
blöð voru full af, er engin tilraun gerð til að fela hinn raunveru-
lega tilgang, enda var hér verið að tala til amerískra lesenda.
Tryggja sér forstjórn heimsviðskiptanna.
Ráða framkvæmdum í hinum ýmsu löndum Evrópu.
Steypa þeim erlendu ríkisstjómum, sem óþjálar voru og mynda
aðrar vikaliðugri.
En hver getur komist hjá að finna muninn á þessum kaldrifj-
uðu ummælum bandarísku blaðanna og hinum smeðjulegu lof-
gerðarrollum, sem borgarablöðin íslenzku hafa flutt lesendum
sínum um þessi mál. Og í ljósi þessara ummæla og annarra slíkra
eru auðskilin hin áður tilfærðu orð brezka blaðsins, að betra
væri að þola ýtrasta harðrétti stuttan tíma en afsala frelsinu til
að verzla hvar sem væri og ráða sjálfir eigin málum, innanlands
og alþjóðlega.
Naumast er þörf að taka það fram, að Sósíalistaflokkurinn tók
frá upphafi mjög ákveðna afstöðu gegn þátttöku íslands í þessu
samstarfi og notaði hvert tækifæri til að vara við hættum þeim
er af því stöfuðu. En þar sem sú litla gagnrýni, er lítið eitt kom
fram í fyrstu hjá ýmsum forsvarsmönnum borgaraflokkanna og
áður er á minnzt, gufaði upp þegar í stað, en í staðinn kom
linnulaus áróður blaða þeirra og útvarps og annarra þeirra tækja
er þeir höfðu völ á fyrir ágæti þessarar stofnunar, þá náði gagn-
rýnin lítið út fyrir flokkinn sjálfan og fylgi hans. Hinsvegar
virðist nú vera komið að tímamótum í þessu efni. Meðan dollara-
straumurinn valt inn í landið var tiltölulega auðvelt að blekkja
fólk, en þegar hin dýpri efnahagslegu áhrif segja til sín í lífsaf-
komu flestra einstaklinga á neikvæðan hátt, þá skapast möguleik-
ar til leiðréttingar.
Hins vegar hélt Sósíalistaflokkurinn því eindregið fram, að ef