Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 48
48
RÉTTUR
stéttir landsins eru trygging og skilyrði sigursins. Bændastétt ís-
lands sá það bezt með „sex-manna-nefndar“ samkomulagi Sós-
íalistaflokksins og Framsóknar frá 1942, hvert afkomuöryggi
verkalýðurinn getur veitt bændum. En þá eiga bændur ekki að láta
hafa sig til þess að eyðileggja grundvöll þess öryggis: atvinnu-
öryggið og þarmeð kaupgetu verkalýðsins, — eins og bændur
glæptust á að gera það með því að fylgja þeim Framsóknar- og
íhaldsforsprökkum, sem nú leiða atvinnuleysið og neyðina í sjávar-
þorpin og Reykjavík. En þaðan berst hvorutveggja síðan til sveita.
Sjómenn og útvegsmenn íslands fundu það með fiskábyrgðinni
hvernig skapa mátti öryggi um fiskverð og atvinnu þeirra, ef traust
samstarf var milli þessara stétta og auðmenn Reykjavíkur fengu
ekki tækifæri til að sundra þeim og blekkja fiskimenn til fylgis við
íhaldið gegn alþýðunni.
Þeir atvinnurekendur, sem amerískt auðvald vill feiga, — eins og
iðnrekendur, þeir atvinnurekendur, sem það arðrænir vægðarlaust,
eins og útvegsmenn, eða stöðvar við starf sitt, — eins og byggingar-
og iðnmeistara, — hafa séð það af reynslunni að verkalýðurinn,
sameinaður í Sósíalistaflokknum, hefur varað þá við hættunum,
barizt gegn fjendum þeirra og sífellt verið viðbúinn til viðnáms
og varnar sameiginlegum hagsmunum þeirra og til sóknar fram
til nýrra og stórvirkari framleiðsluhátta báðum aðilum til hags.
Þessir aðilar þurfa að læra af þeirri reynslu. Hvert stórt spor,
sem stigið er til eflingar sjálfstæðu íslenzku atvinnulífi, til víð-
tækari og frjálsari verslunar íslendinga, — hver fjötur erlendra
auðhringa á framleiðslu og verzlun íslands, sem höggvinn er — er
sigur þjóðarinnar í frelsisbaráttu hennar. Það berjast því margir
baráttunni gegn ameríska auðvaldinu, sem enn gera sér ekki ljóst,
að þeir eru að heyja hana. Menn trúa því ekki enn að þetta vald
sé að reyna að fjötra allar íslenzkar framfarir og sölsa undir sig
beztu auðlindir íslands. En gegn því rís öll lífs- og athafnaþrá
þjóðar vorrar. En lokasigurinn í þessari baráttu vinnst þá fyrst,
er þjóðin hefur gert sér ljóst og samfylkt vitandi vits í baráttunni
gegn þessum bölvaldi fyrir lífi sínu og frelsi.
Pólitískt hámark þess viðnáms og þessarar sóknar, sem þjóð
vor heyr gegn amerísku auðvaldi er baráttan um að ná ríkisvald-
inu úr höndum þeirra amerísku leppa, sem nú beita því til kúg-
unar þjóðinni. Tækið til að vinna þann sigur er sú þjóðfylk-
ing íslendinga, sem Sósíalistaflokkurinn á 8. flokksþingi sínu
eggjaði þjóðina á að mynda. (Sjá Rétt síðasta hefti, Víðsjána).
Þar vísar Sósíalistaflokkurinn þjóðinni leiðina til þess að höggva
af henni einokunarfjötrana, afnema lánsfjárbannið, koma fram-