Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 28
28
RÉTTUR
Bandaríkjanna gagnvart þjóðinni, sem þeir gáfu vonir um frelsi,
viðurkenndu í orði — og sviku síðan, eins og íslendinga nú.
Jón Ólafsson, ritstjóri og skáld, dregur heldur ekki dul á and-
úð sína á auðvaldi Ameríku, þegar hann lýsir því rétt fyrir heim-
komuna að vestan t. d. í „bréfi frá Ameríku“ í „Bjarka“ 12.
marz 1897. En mest hefur þó höfundi íslendingabrags blöskrað
að sjá auðvald Bandaríkjanna níðast á smáþjóðunum og brjóta
undir sig varnarlaus lönd þeirra, svo sem ameríska auðvaldið
gerði við Hawaii og Filipseyjar. Út af þeim landránum amerísku
ríkisstjórnarinnar yrkir Jón Ólafsson kvæðið: „Hrópa þú til
lands þíns, Washington“, sem birtist í „Bjarka" Þorsteins Erlings-
sonar 22. júlí 1899. Hér birtist inngangurinn að kvæðinu og
þrjár visur úr því, fyrsta, önnur og fjórða:
Hrópa þú til Iands þíns, Washington.
(Trúboðar og synir þeirra vjeluðu óðul úr höndum innlendra manna á
Havaii með okri og prettum, gerðust síðan landráðamenn og steyptu lög-
mætri stjórn landsins með stjórnarbylting og nutu að stuðnings Bandaríkja-
herliðs; en stjórn Bandaríkjanna — Blaine og Harrison — höfðu verið þar
í vitorði með. Svona sölsaði Bandaríkjastjórn Sandvíkureyjar undir sig með
lævísi og svikum (sljr. „okurkarla og presta“ o: trúboða í 4. erindi). — Nú
eru Bandaríkjamenn að brjóta undir sig íbúa Filippus-eyja, allvel siðaða
menn og þeim alsaklausa. — Örn er skjaldarmerki Bandaríkjanna, en ljón
Breta).
„Réttmæti stjórnarvaldsins grundvallast á samþykki þeirra sem
stjórnað er.“ — Frelsisskrá Bandarfkjanna (Declaration of Inde-
pendence).
Þú, sem fyrir frelsi’ og mannréttindum
fósturjarðar pinu lifi sleitst,
sýndist þjer ei sólin roða tindinn
siðast er þií cettjörð þína leitst?
Washington, sem œfi þinni eyddir
öllum heimi d frelsi að boða trú,
œttjörð þina augum nú ef leiddir,
ei við hana kannast mundir þú.
Örninn hann var friður frelsisboði
frjdlsra manna, þínum höndum i;
hann var illra valdránsmanna voði,
varð ið breka Ijón að kenna á því.