Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 110
110
RÉTTUR
getuskorts og innflutnings Marshallvara samfara hömlum
á hráefnainnflutningi. Húsbyggingar eru að heita má engar
vegna lánsf járbanns og óhóflegs byggingarkostnaðar sam-
fara rýmandi tekjum alls almennings. Nýjar framkvæmdir
á öðrum sviðum nær engar að undanskildum virkjununum
við Laxá og Sog.
Orsakirnar fyrir atvinnuleysinu nú eru allt aðrar en á
árunum milli 1930 og 1940. Munurinn er sá að þá var um
raunverulega markaðskreppu fyrir íslenzkar afurðir að
ræða, en 1951 var hægt að selja allar íslenzkar útflutn-
ingsafurður og yfirleitt með tiltölulega góðu verði, ef mögu-
leikamir hefðu verið hagnýttir. Nú er kreppan tilbúin,
árangur ákveðinnar áætlunar samkvæmt bandarískum for-
skriftum.
Sósíalistaflokkurinn hafði fyrir löngu sagt þessa þróun
fyrir. Hann lagði fram ýtarlegar tillögur á Alþingi til að
afstýra vandræðum. Helztu tillögur hans vom þær að ein-
okuninni í utanríkisverzluninni yrði aflétt, til þess að Is-
lendingar gætu betur nýtt möguleika sína, að lánsfé til at-
vinnuveganna og húsbygginga yrði stóraukið, að söluskatt-
urinn yrði felldur niður, að stöðvaður yrði innflutningur
fullunnins varnings, sem hægt er að framleiða jafngóðan
hér heima, að yfir 130 milljónum króna af rekstursafgangi
ársins 1951 og úr mótvirðissjóði yrði varið til framleiðslu-
aukningar og bygginga, eins og nánar var kveðið á um í
tillögum flokksins. Allt var þetta fellt af flokkum ríkis-
stjórnarinnar og oftast með tilstyrk Alþýðuflokksins.
Atvinnuleysisnefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík tók
upp flestar þessar tillögur auk þess sem hún gerði tillögur
um að hafizt yrði handa inn tilteknar aðkallandi atvinnu-
framkvæmdir. Fór hún margar ferðir á fund valdhafa
ríkis og bæjar og hélt tvo opinbera fundi, en árangurinn
varð lítill. Sem dæmi um afstöðu ríkisstjórnarinnar má
nefna, að ráðherra sá, sem nefndin átti tal við, taldi að
lenging flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri aðkallandi