Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 14
Einvígi íslenzks anda
við amerískt dollara-
vald
eftir F.IN'A R OI.GEJRSSON
Eymdin hefur aftur haldið innreið sína á íslandi. Það sverfur
að alþýðufjölskyldunum um alt land. Það sér á börnunum að þau
hafa ekki fengið nóg að borða. Alþýðuheimilin eru að selja allt,
sem þau mega án vera, og jafnvel líka það nauðsynlegasta. Það,
sem alþýðan hafði eignast í sókn sinni síðustu 10 árin, er að verða
ræningjum íhalds og Framsóknar að bráð. Féflettingar- og fjár-
plógsstarfsemi valdhafanna er rekin með skipulögðu miskunnar-
leysi í krafti fantataka þeirra á atvinnu- og fjármálalífi landsins.
Að þessu sinni er það hvorki eldur né ís, sem veldur neyðinni
á íslandi, heldur ekki markaðskreppa erlendis né skortur á at-
vinnutækjum innanlands. Nú er það einokun amerísks auðvalds
á fjármálalífi íslendinga, framkvæmd af íslenzku einokunar- og
embættisvaldi, á ábyrgð þess og þeirra stjórnmálaflokka, er styðja
það. Atvinnuleysið og skorturinn eru skipulögð með því harðvít-
uga banni á lánveitingum, sem ríkisstjórnin fyrirskipar, og með
einokun hennar á útflutnings- og innflutningsverzlun, sem hún
viðheldur til þess að tryggja erlendum auðhringum aðstöðu til
arðráns á íslendingum og sínum eigin gæðingum mola af þeirra
borðum. En bak við hana stendur ameríska auðvaldið, sem í krafti
„Efnahagssamvinnunnar“ krefst þess að hún hindri eftir megni
viðskiptin við lönd sósíalismans, en komi á nægilega miklu at-
vinnuleysi innanlands til þess, að veikja verkalýðssamtökin í við-
námi þeirra gegn kaupráninu.
Þessi eymd, sem nú sverfur að atvinnulausum verkalýð, breiðist
út um allt þjóðfélagið von bráðar. Hún kemur fram í minkaðri
kaupgetu, sem leiðir til atvinnuminkunar eða stöðvunar hjá hand-
verksmönnum, kaupmönnum, iðnrekendum. Gjaldþrotum fjölgar,
atvinnuleysið vex sem snjóbolti, er veltur niður hlíð. Og áður en
langt um líður kemur þessi neyð einnig niður á bændum í